Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 21:00 Sveinn Andri Sveinsson segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir ófremdarástand ríkja í landinu eins og staðan er í dag þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. Þá segist hann hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. Sveinn Andri var gestur í Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og stöðuna í íslensku réttarkerfi í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins. „Þetta eru skilaboð frá Mannréttindadómstólnum um það að stjórnmálamenn eigi að hafa sem allra, allra minnsta aðkomu að því að skipa dómara,“ segir Sveinn Andri. Ekkert áfrýjunarstig Lögmaðurinn segir ófremdarstand ríkja þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. „Landsréttur hefur tilkynnt að það verði ekki kveðnir upp neinir dómar eða úrskurðir. Það leiðir auðvitað til ákveðinna akútvandamála vegna þess að það er ekki bara verið að áfrýja þarna dómum, það er verið að kæra til réttarins alls kyns úrskurði sem þurfa hraða afgreiðslu. Að því leyti er þetta ófremdarástand. Svo er ákveðin óvissa um mál sem eru á dagskrá réttarins framundan. Við erum nokkrir kollegar með eitt mál í flutningi á þriðjudaginn. Við vitum ekki hvort að Landsréttur muni breyta þeirri dagsetningu og hvort sú aðalmeðferð fellur niður. Þetta er mikil óvissa. Lögmenn tala saman og menn bera saman bækur sínar og það er alls staðar sama sagan, að minnsta kosti hjá lögmönnum sem eru í sakamálunum, að viðskiptavinir eru farnir að banka upp á og tékka á hvort að dómar sem hafi gengið, og er ekki búið að afplána, hvort að möguleiki sé að óska eftir endurupptöku á þeim málum. Þetta er það sem þeir sem starfa sem verjendur eru að skoða þessa stundina,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Andersen sagðist ætla að stíga tímabundið til hliðar á blaðamannafundi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Gild sjónarmið Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, velti því upp í gær hvort að skipa þyrfti alla dómarana við Landsrétt upp á nýtt, eftir dóm. Sveinn Andri segir þetta góð og gild sjónarmið sem þar komi fram og eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins, sem er mjög rökrétt, að það hefði ekki verið lagaheimild til að greiða atkvæði um alla [dómarana] í einu. Það hefði þurft að kjósa um hvern og einn og þar með og þar með eru þeir ekki kosnir í Landsrétt lögum samkvæmt. Þetta er alveg „valid“ [í. gild] sjónarmið að það þurfi að endurskipuleggja þetta. En „bottom line“ [í. aðalatriðið] er að það er algerlega fráleitt að ætla að una þessu ástandi í eitt, tvö ár á meðal einhver efri deild er að skoða málið. Það kemur ekki til greina að áfrýja þessum úrskurði og setja málið á eitthvað „hold“ [í. bið] og áfram í óvissu.“ Hann segir að stjórnvöld þurfi nú að einhenda sér í að koma lagi á þessi mál. Óvissan sé óviðunandi.Hlusta má á viðtalið við Svein Andra í heild sinni að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir ófremdarástand ríkja í landinu eins og staðan er í dag þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. Þá segist hann hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. Sveinn Andri var gestur í Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og stöðuna í íslensku réttarkerfi í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins. „Þetta eru skilaboð frá Mannréttindadómstólnum um það að stjórnmálamenn eigi að hafa sem allra, allra minnsta aðkomu að því að skipa dómara,“ segir Sveinn Andri. Ekkert áfrýjunarstig Lögmaðurinn segir ófremdarstand ríkja þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. „Landsréttur hefur tilkynnt að það verði ekki kveðnir upp neinir dómar eða úrskurðir. Það leiðir auðvitað til ákveðinna akútvandamála vegna þess að það er ekki bara verið að áfrýja þarna dómum, það er verið að kæra til réttarins alls kyns úrskurði sem þurfa hraða afgreiðslu. Að því leyti er þetta ófremdarástand. Svo er ákveðin óvissa um mál sem eru á dagskrá réttarins framundan. Við erum nokkrir kollegar með eitt mál í flutningi á þriðjudaginn. Við vitum ekki hvort að Landsréttur muni breyta þeirri dagsetningu og hvort sú aðalmeðferð fellur niður. Þetta er mikil óvissa. Lögmenn tala saman og menn bera saman bækur sínar og það er alls staðar sama sagan, að minnsta kosti hjá lögmönnum sem eru í sakamálunum, að viðskiptavinir eru farnir að banka upp á og tékka á hvort að dómar sem hafi gengið, og er ekki búið að afplána, hvort að möguleiki sé að óska eftir endurupptöku á þeim málum. Þetta er það sem þeir sem starfa sem verjendur eru að skoða þessa stundina,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Andersen sagðist ætla að stíga tímabundið til hliðar á blaðamannafundi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Gild sjónarmið Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, velti því upp í gær hvort að skipa þyrfti alla dómarana við Landsrétt upp á nýtt, eftir dóm. Sveinn Andri segir þetta góð og gild sjónarmið sem þar komi fram og eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins, sem er mjög rökrétt, að það hefði ekki verið lagaheimild til að greiða atkvæði um alla [dómarana] í einu. Það hefði þurft að kjósa um hvern og einn og þar með og þar með eru þeir ekki kosnir í Landsrétt lögum samkvæmt. Þetta er alveg „valid“ [í. gild] sjónarmið að það þurfi að endurskipuleggja þetta. En „bottom line“ [í. aðalatriðið] er að það er algerlega fráleitt að ætla að una þessu ástandi í eitt, tvö ár á meðal einhver efri deild er að skoða málið. Það kemur ekki til greina að áfrýja þessum úrskurði og setja málið á eitthvað „hold“ [í. bið] og áfram í óvissu.“ Hann segir að stjórnvöld þurfi nú að einhenda sér í að koma lagi á þessi mál. Óvissan sé óviðunandi.Hlusta má á viðtalið við Svein Andra í heild sinni að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent