„Halldór Benjamín, með fullri virðingu, er ekki spákona“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2019 15:18 Varaformaður VR kveðst vera orðin þreytt á því að viðsemjendur þeirra spái í sífellu fyrir um niðursveiflu í hagkerfinu. VR „Halldór Benjamín, með fullri virðingu, er ekki spákona,“ segir Helga Ingólfsdóttir, varaformaður VR, í samtali við fréttastofu um stöðuna í kjaramálum en hún kveðst þreytt á því að viðsemjendur þeirra spái í sífellu fyrir um niðursveiflu í hagkerfinu. Félagsmenn VR samþykktu með atkvæðagreiðslu í gær verkföll 22. mars næstkomandi. „Öll verslun á Íslandi; hvað heldurðu að það muni miklu þegar tvær milljónir ferðamanna eru að koma hingað yfir árið? Þeir steinþegja yfir ábatanum sem hefur verið í gangi hérna,“ segir Helga um stöðuna í efnahagsmálum á landinu en ferðamannaiðnaðurinn hefur staðið í blóma síðastliðin ár. Hún segir að vissulega séu merki um minni vöxt en það sé mikill munur á minni vexti annars vegar og niðursveiflu í hagkerfinu hins vegar.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/vilhelmHelga segir að það skiptir gríðarlega miklu máli að það séu góð almenn lífskjör á Íslandi. Hún hafi, í gegnum störf sín sem bæjarfulltrúi í fjölskylduráði í Hafnarfirði, tilfinningu fyrir því hversu margir séu illa settir í samfélaginu. Margir hafi komið að máli við hana og sagt húsnæðismálin sérstaklega íþyngjandi. „Það getur ekki bara verið á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar að tryggja það að við stöndum samkeppnislega jafnfætis öðrum þjóðum hvað varðar lífskjör fyrir lægstu hópana hérna. Það hljóta fleiri að þurfa að koma að borðinu,“ segir Helga sem bendir á að skattatillögur ríkisstjórnarinnar hafi valdið henni miklum vonbrigðum. Margir hefðu búist við hátekjuskatti á ofurlaun. Útspil ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum segir Helga hafa verið skref en ekki tillögur og skattbreytingarnar hafi ekki minnkað þrýstinginn. Helga segir að á undanförnum árum hefði átt sér stað breytingar hjá lægstu tekjuhópana. „Þeir borga hærri skatta og eru með minna í veskinu.“ Hún spyr hvort verkalýðshreyfingin eigi ein að standa vaktina. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu í gær eins og áður sagði en með mjög naumum meirihluta því af þeim sem greiddu atkvæði vildu 52,25% verkfallsaðgerðirnar en 45,33% voru á móti þeim. Þegar Helga er innt eftir viðbrögðum um hvers vegna ekki fleiri hafi viljað leggja niður störf svarar hún: „VR er náttúrlega mjög stórt félag og með breiðan tekjuhóp. Félagið er þannig að stór hluti félagsmanna semur sjálfur um sín kaup og kjör og þá er kannski ekki óeðlilegt að fókusinn í kjarasamningum fari svolítið á þessa lægri tekjuhópa sem hafa minni möguleika á beinum samningum við sinn launagreiðanda og eru meira inni á töxtum. Það er svona grunnurinn í kröfugerðinni. Það var mikil samstaða um þessa nálgun í kröfugerðinni sem byggir á tvennu; krónutöluhækkunum og hærri persónuafslætti og svo eru náttúrulega fleiri þættir þarna inni í kröfugerðinni sem snúa að húsnæðismálum og vinnutíma og mörgu öðru.“ Helga segir að samningafundir með SA hefðu ekki borið neinn árangur. SA hafi teflt fram samningi sem hafi verið óboðlegur félagsmönnum VR. Í framhaldinu buðu verkalýðsfélögin fjögur sem eru í samfloti í kjaraviðræðunum SA upp á gagntilboð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fulltrúar SA hefðu gefið samningnum gaum í klukkustund, hafnað honum en síðan ekki söguna meir. Boltinn sé því nú hjá SA. Helga segir að einn af hnútunum séu kröfur SA um að lengja dagvinnutímabilið sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt að sé mikil réttindaskerðing fyrir félagsmenn. Þeir vilji lengja dagvinnutímann á kostnað eftirvinnutímans. „Það er svo svekkjandi að hækka grunnlaunin og missa það svo yfir í það að þú færð enga eftirvinnu, þú ert bara á dagvinnu,“ segir Helga. Hún segir að það sé mjög varhugavert að breyta „strúktúrnum“ í launauppbyggingu og vinnutíma korter í kjarasamninga. Slíkt þurfi að skoða vandlega yfir lengri tíma. Helga segir að það sé mjög hagstætt fyrir VR að vera í samfloti við félag eins og Eflingu vegna þess að félagsmenn beggja félaga vinni í sama geira. Þannig sé hægt að fara í staðbundin verkföll til að geta haft áhrif „Tilgangurinn er eingöngu að ná samningsaðilanum að samningaborðinu. Það langar engan í verkfall.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Halldór Benjamín, með fullri virðingu, er ekki spákona,“ segir Helga Ingólfsdóttir, varaformaður VR, í samtali við fréttastofu um stöðuna í kjaramálum en hún kveðst þreytt á því að viðsemjendur þeirra spái í sífellu fyrir um niðursveiflu í hagkerfinu. Félagsmenn VR samþykktu með atkvæðagreiðslu í gær verkföll 22. mars næstkomandi. „Öll verslun á Íslandi; hvað heldurðu að það muni miklu þegar tvær milljónir ferðamanna eru að koma hingað yfir árið? Þeir steinþegja yfir ábatanum sem hefur verið í gangi hérna,“ segir Helga um stöðuna í efnahagsmálum á landinu en ferðamannaiðnaðurinn hefur staðið í blóma síðastliðin ár. Hún segir að vissulega séu merki um minni vöxt en það sé mikill munur á minni vexti annars vegar og niðursveiflu í hagkerfinu hins vegar.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/vilhelmHelga segir að það skiptir gríðarlega miklu máli að það séu góð almenn lífskjör á Íslandi. Hún hafi, í gegnum störf sín sem bæjarfulltrúi í fjölskylduráði í Hafnarfirði, tilfinningu fyrir því hversu margir séu illa settir í samfélaginu. Margir hafi komið að máli við hana og sagt húsnæðismálin sérstaklega íþyngjandi. „Það getur ekki bara verið á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar að tryggja það að við stöndum samkeppnislega jafnfætis öðrum þjóðum hvað varðar lífskjör fyrir lægstu hópana hérna. Það hljóta fleiri að þurfa að koma að borðinu,“ segir Helga sem bendir á að skattatillögur ríkisstjórnarinnar hafi valdið henni miklum vonbrigðum. Margir hefðu búist við hátekjuskatti á ofurlaun. Útspil ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum segir Helga hafa verið skref en ekki tillögur og skattbreytingarnar hafi ekki minnkað þrýstinginn. Helga segir að á undanförnum árum hefði átt sér stað breytingar hjá lægstu tekjuhópana. „Þeir borga hærri skatta og eru með minna í veskinu.“ Hún spyr hvort verkalýðshreyfingin eigi ein að standa vaktina. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu í gær eins og áður sagði en með mjög naumum meirihluta því af þeim sem greiddu atkvæði vildu 52,25% verkfallsaðgerðirnar en 45,33% voru á móti þeim. Þegar Helga er innt eftir viðbrögðum um hvers vegna ekki fleiri hafi viljað leggja niður störf svarar hún: „VR er náttúrlega mjög stórt félag og með breiðan tekjuhóp. Félagið er þannig að stór hluti félagsmanna semur sjálfur um sín kaup og kjör og þá er kannski ekki óeðlilegt að fókusinn í kjarasamningum fari svolítið á þessa lægri tekjuhópa sem hafa minni möguleika á beinum samningum við sinn launagreiðanda og eru meira inni á töxtum. Það er svona grunnurinn í kröfugerðinni. Það var mikil samstaða um þessa nálgun í kröfugerðinni sem byggir á tvennu; krónutöluhækkunum og hærri persónuafslætti og svo eru náttúrulega fleiri þættir þarna inni í kröfugerðinni sem snúa að húsnæðismálum og vinnutíma og mörgu öðru.“ Helga segir að samningafundir með SA hefðu ekki borið neinn árangur. SA hafi teflt fram samningi sem hafi verið óboðlegur félagsmönnum VR. Í framhaldinu buðu verkalýðsfélögin fjögur sem eru í samfloti í kjaraviðræðunum SA upp á gagntilboð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fulltrúar SA hefðu gefið samningnum gaum í klukkustund, hafnað honum en síðan ekki söguna meir. Boltinn sé því nú hjá SA. Helga segir að einn af hnútunum séu kröfur SA um að lengja dagvinnutímabilið sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt að sé mikil réttindaskerðing fyrir félagsmenn. Þeir vilji lengja dagvinnutímann á kostnað eftirvinnutímans. „Það er svo svekkjandi að hækka grunnlaunin og missa það svo yfir í það að þú færð enga eftirvinnu, þú ert bara á dagvinnu,“ segir Helga. Hún segir að það sé mjög varhugavert að breyta „strúktúrnum“ í launauppbyggingu og vinnutíma korter í kjarasamninga. Slíkt þurfi að skoða vandlega yfir lengri tíma. Helga segir að það sé mjög hagstætt fyrir VR að vera í samfloti við félag eins og Eflingu vegna þess að félagsmenn beggja félaga vinni í sama geira. Þannig sé hægt að fara í staðbundin verkföll til að geta haft áhrif „Tilgangurinn er eingöngu að ná samningsaðilanum að samningaborðinu. Það langar engan í verkfall.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00
Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48
„Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05