Dæmdir menn óska eftir frestun á afplánun í ljósi dómsins í Strassborg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2019 12:36 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að nokkrar beiðnir hafi borist Fangelsismálastofnun um frestun á afplánun í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara í Landsrétt hefði verið ólögmæt. Dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á vali hæfisnefndar við skipan dómsins sem Alþingi samþykkti. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins hefur þegar haft áhrif á meðferð dómsmála hér á landi. Engir dómar verða kveðnir upp í vikunni og þá hefur þeim málum verið frestað sem eru til meðferðar hjá Landsrétti þar sem einn hinna fjögurra dómara situr í dómarasæti. Í ljósi dómsins í gær hafa nokkrir einstaklingar sem hlutu dóm í Landsrétti haft samband við Fangelsismálastofnun og óskað eftir frestun á afplánun. Þetta segir Páll í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis fyrir hádegi. „Við veitum fresti á afplánun við tilteknar aðstæður og það munum við skoða í þeim tilvikum ef beiðnir um slíkt koma fram sem tengjast þessum málum,“ segir Páll. „Einhverjir eru í afplánun nú þegar og verður að skoða hvert mál fyrir sig en mikilvægt er að benda á að dómarnir eru ekki sjálfkrafa ógildir og við erum einfaldlega að fullnusta tildæmdar fangelsisrefsingar.“ Engar beiðnir hafa borist enn sem komið er um að gert verði hlé á afplánun. „Komi fram beiðni um hlé á afplánun verður það skoðað og verði farið fram á endurupptöku munum við einnig þurfa að fara yfir hvert mál fyrir sig. Við svona aðstæður er mikilvægt að vanda alla vinnu, að allir haldi ró sinni og að við vinnum í samræmi við íslensk lög. Það ætlum við okkur að gera.“Ellefu samskonar mál og dæmt var í í Strassborg í gær eru á borði Mannréttindadómstólsins að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns. Um er að ræða mál þar sem einn dómaranna fjögurra hefur verið í dómarasætinu í Landsrétti. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að nokkrar beiðnir hafi borist Fangelsismálastofnun um frestun á afplánun í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara í Landsrétt hefði verið ólögmæt. Dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á vali hæfisnefndar við skipan dómsins sem Alþingi samþykkti. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins hefur þegar haft áhrif á meðferð dómsmála hér á landi. Engir dómar verða kveðnir upp í vikunni og þá hefur þeim málum verið frestað sem eru til meðferðar hjá Landsrétti þar sem einn hinna fjögurra dómara situr í dómarasæti. Í ljósi dómsins í gær hafa nokkrir einstaklingar sem hlutu dóm í Landsrétti haft samband við Fangelsismálastofnun og óskað eftir frestun á afplánun. Þetta segir Páll í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis fyrir hádegi. „Við veitum fresti á afplánun við tilteknar aðstæður og það munum við skoða í þeim tilvikum ef beiðnir um slíkt koma fram sem tengjast þessum málum,“ segir Páll. „Einhverjir eru í afplánun nú þegar og verður að skoða hvert mál fyrir sig en mikilvægt er að benda á að dómarnir eru ekki sjálfkrafa ógildir og við erum einfaldlega að fullnusta tildæmdar fangelsisrefsingar.“ Engar beiðnir hafa borist enn sem komið er um að gert verði hlé á afplánun. „Komi fram beiðni um hlé á afplánun verður það skoðað og verði farið fram á endurupptöku munum við einnig þurfa að fara yfir hvert mál fyrir sig. Við svona aðstæður er mikilvægt að vanda alla vinnu, að allir haldi ró sinni og að við vinnum í samræmi við íslensk lög. Það ætlum við okkur að gera.“Ellefu samskonar mál og dæmt var í í Strassborg í gær eru á borði Mannréttindadómstólsins að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns. Um er að ræða mál þar sem einn dómaranna fjögurra hefur verið í dómarasætinu í Landsrétti.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira