Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2019 11:53 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Egill Staða Sigríðar Á. Andersen mun ráðast af stuðningi frá samflokksmönnum hennar í Sjálfstæðisflokknum. Svo lengi sem hún hefur stuðning frá Sjálfstæðismönnum er staða hennar trygg og allar líkur á að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum mun láta hann um að leysa úr málinu, þó það gæti reynt Vinstri grænum erfitt. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, sem segir söguna sína að stjórnmálamenn á Íslandi segi ekki af sér fyrr en í fullan hnefann. Sigríður hefur sagst ekki ætla að segja af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar skipun dómara í Landsrétt og að hún sjái enga ástæðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en Eva Heiða segir að lenskan í íslenskri pólitík sé sú að flokkarnir í ríkisstjórn láti oftast þann flokk sem málið varðar leysa það sjálfur þegar myndast þrýstingur um afsögn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Undantekning sé þó þegar Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn árið 2017 þegar kom í ljós að faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var einn umsagnaraðila dæmds kynferðisbrotamanns þegar umræða um uppreist æru stóð sem hæst. „En fyrir utan það dæmi hafa flokkar í ríkisstjórn látið þann flokk sem er til umræðu um að leysa það sjálfur,“ segir Eva Heiða. Því hefur verið fleygt að Landsréttarmálið muni reynast Vinstri grænum mun erfiðara en Sjálfstæðismönnum, sér í lagi vegna þess að formaður flokksins og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra voru í stjórnarandstöðu þegar það stóð sem hæst og voru afar harðorðar í garð Sigríðar þegar nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í réttinn. „Þetta gæti örugglega reynst Vinstri grænum erfiðara að segja ekki neitt heldur en kannski mörgum öðrum flokkum og kannski skapast þrýstingur á forystuna þar. En maður verður að sjá hvort að forystan muni láta undan þeim þrýstingi eða ekki, ég er ekki viss um það,“ segir Eva Heiða. Píratar hafa undirbúið vantrauststillögu á Sigríði ef hún víkur ekki sjálf úr embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mikla verkefni bíða Alþingi að leysa úr þeirri óvissu sem hefur skapast vegna Landsréttarmálsins og það verði ekki gert með Sigríði í stóli dómsmálaráðherra. Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Staða Sigríðar Á. Andersen mun ráðast af stuðningi frá samflokksmönnum hennar í Sjálfstæðisflokknum. Svo lengi sem hún hefur stuðning frá Sjálfstæðismönnum er staða hennar trygg og allar líkur á að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum mun láta hann um að leysa úr málinu, þó það gæti reynt Vinstri grænum erfitt. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, sem segir söguna sína að stjórnmálamenn á Íslandi segi ekki af sér fyrr en í fullan hnefann. Sigríður hefur sagst ekki ætla að segja af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar skipun dómara í Landsrétt og að hún sjái enga ástæðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en Eva Heiða segir að lenskan í íslenskri pólitík sé sú að flokkarnir í ríkisstjórn láti oftast þann flokk sem málið varðar leysa það sjálfur þegar myndast þrýstingur um afsögn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Undantekning sé þó þegar Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn árið 2017 þegar kom í ljós að faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var einn umsagnaraðila dæmds kynferðisbrotamanns þegar umræða um uppreist æru stóð sem hæst. „En fyrir utan það dæmi hafa flokkar í ríkisstjórn látið þann flokk sem er til umræðu um að leysa það sjálfur,“ segir Eva Heiða. Því hefur verið fleygt að Landsréttarmálið muni reynast Vinstri grænum mun erfiðara en Sjálfstæðismönnum, sér í lagi vegna þess að formaður flokksins og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra voru í stjórnarandstöðu þegar það stóð sem hæst og voru afar harðorðar í garð Sigríðar þegar nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í réttinn. „Þetta gæti örugglega reynst Vinstri grænum erfiðara að segja ekki neitt heldur en kannski mörgum öðrum flokkum og kannski skapast þrýstingur á forystuna þar. En maður verður að sjá hvort að forystan muni láta undan þeim þrýstingi eða ekki, ég er ekki viss um það,“ segir Eva Heiða. Píratar hafa undirbúið vantrauststillögu á Sigríði ef hún víkur ekki sjálf úr embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mikla verkefni bíða Alþingi að leysa úr þeirri óvissu sem hefur skapast vegna Landsréttarmálsins og það verði ekki gert með Sigríði í stóli dómsmálaráðherra.
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira