Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2019 11:30 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar. fréttablaðið/eyþór Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. Hann segir málið hafa þróast illa og stóra vandamálið séu þeir tugir og hundruð mála sem séu kannski í uppnámi vegna dómsins. Jóhannes Karl ræddi dóm MDE í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. Á sínum tíma skilaði Jóhannes inn umsögn til Alþingis vegna tillögu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt. Sagði hann í umsögn sinni að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/anton brink „Það sem þessi dómur sagði í gær frá Mannréttindadómstól Evrópu var að íslensk stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða þar sem fólk hefði fengið úrlausn hjá dómi sem væri svona skipaður, það er uppfyllti ekki 6. grein Mannréttindasáttmálans um að vera lögskipaður dómur, skipaður með réttum hætti. Þeir benda sérstaklega á endurupptökuheimildir sem eru fyrir hendi vegna opinberra mála og þær eru auðvitað líka fyrir hendi vegna einkamála,“ sagði Jóhannes á Rás 2 í morgun. Hann benti á óvissuna sem væri fyrir hendi fyrir þá einstaklinga sem hefðu jafnvel fengið dóma og sætu í fangelsi og svo fyrir öll þau mál sem bíða úrlausnar. „Hvernig á að greiða úr þessu? Á að taka áhættuna af því að þetta blessist einhvern veginn eða þetta verði allt ónýtt eftir að við erum búin að halda áfram í mjög langan tíma? Það er svona viðfangsefni dagsins og er mjög alvarlegt.“ Komið hefur fram að stjórnvöld séu að skoða hvort þau muni skjóta dómi MDE til efri deildar dómstólsins. Jóhannes sagði að það tæki tíma að láta á það reyna. Þá veiti efri deildin leyfi fyrir fimm prósent málskotsbeiðna og málsmeðferðin geti svo tekið allt að eitt og hálft ár. „Spurningin sem ég er að glíma við sjálfur er þá hvað á þá að gera á meðan? Á að sjá til og dæma málin eða á að stífla réttarkerfið á meðan? Allir þurfa að taka alvarlega þá stöðu og það er ekki hægt að humma það fram af sér,“ sagði Jóhannes.Viðtalið við hann og Þórhildi Sunnu má heyra í heild sinni hér. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. Hann segir málið hafa þróast illa og stóra vandamálið séu þeir tugir og hundruð mála sem séu kannski í uppnámi vegna dómsins. Jóhannes Karl ræddi dóm MDE í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. Á sínum tíma skilaði Jóhannes inn umsögn til Alþingis vegna tillögu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt. Sagði hann í umsögn sinni að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/anton brink „Það sem þessi dómur sagði í gær frá Mannréttindadómstól Evrópu var að íslensk stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða þar sem fólk hefði fengið úrlausn hjá dómi sem væri svona skipaður, það er uppfyllti ekki 6. grein Mannréttindasáttmálans um að vera lögskipaður dómur, skipaður með réttum hætti. Þeir benda sérstaklega á endurupptökuheimildir sem eru fyrir hendi vegna opinberra mála og þær eru auðvitað líka fyrir hendi vegna einkamála,“ sagði Jóhannes á Rás 2 í morgun. Hann benti á óvissuna sem væri fyrir hendi fyrir þá einstaklinga sem hefðu jafnvel fengið dóma og sætu í fangelsi og svo fyrir öll þau mál sem bíða úrlausnar. „Hvernig á að greiða úr þessu? Á að taka áhættuna af því að þetta blessist einhvern veginn eða þetta verði allt ónýtt eftir að við erum búin að halda áfram í mjög langan tíma? Það er svona viðfangsefni dagsins og er mjög alvarlegt.“ Komið hefur fram að stjórnvöld séu að skoða hvort þau muni skjóta dómi MDE til efri deildar dómstólsins. Jóhannes sagði að það tæki tíma að láta á það reyna. Þá veiti efri deildin leyfi fyrir fimm prósent málskotsbeiðna og málsmeðferðin geti svo tekið allt að eitt og hálft ár. „Spurningin sem ég er að glíma við sjálfur er þá hvað á þá að gera á meðan? Á að sjá til og dæma málin eða á að stífla réttarkerfið á meðan? Allir þurfa að taka alvarlega þá stöðu og það er ekki hægt að humma það fram af sér,“ sagði Jóhannes.Viðtalið við hann og Þórhildi Sunnu má heyra í heild sinni hér.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18