Árás á fullveldi Íslands Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 13. mars 2019 11:13 Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu, sem varðar skipun dómara í Landsrétt, er ekkert minna en árás á fullveldi Íslands. Um það ættum við öll að geta verið sammála, hvort sem við í orðaskakinu innanlands „höldum með“ dómsmálaráðherra eða stjórnarmeirihlutanum eða þeim sem vilja veita ríkisstjórninni aðhald og andstöðu. Þá geng ég út frá því að Íslendingar séu einhuga um að vilja varðveita fullveldi landsins. Lýsa má aðild hinna íslensku valdastofnana nokkurn veginn svona: 1. Dómsmálaráðherra lagði tillögu sína um skipun dómaranna 15 fyrir Alþingi svo sem ráðherranum bar. Deilt er um hvort ráðherrann hafi sinnt rannsóknarskyldu þegar hann gerði tillögu sína. 2. Alþingi samþykkti tillögu ráðherra um skipun dómaranna. Deilt er um hvort heimilt hafi verið að greiða atkvæði um tillöguna í einu lagi eða hvort bera þurfti hana upp þannig að atkvæði yrðu greidd um hvern umsækjendanna um sig. 3. Forseti Íslands staðfesti skipun dómaranna 15. 4. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að annmarkar sem verið hefðu á skipunarferlinum hefðu ekki þær afleiðingar að skipun þeirra fjögurra dómara, sem ráðherra gerði tillögu um en ekki höfðu verið á lista matsnefndar, teldist ógild (dómur 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018). Þeir sætu í embættum sínum þar til þeim yrði vikið úr þeim með dómi, eins og stjórnarskráin kveður á um. Þar með var þessum ágreiningi lokið. Þá stígur Mannréttindadómstóll Evrópu inn á sviðið. Meirihluti hans telur að dómararnir fjórir hafi ekki verið löglega skipaðir. Í því felist mannréttindabrot á manni sem sakaður hafði verið um refsivert brot og dæmdur fyrir það, m.a. af einum hinna fjögurra dómara, með dómi sem Hæstiréttur síðan hafði staðfest. MDE taldi ekki að þetta hefði leitt til þess að málsmeðferðin gegn manninum hefði að efni til verið ófullnægjandi, þ.e. að hann hefði ekki notið þeirra réttinda sem honum bar við málsmeðferðina. Samt hefði verið brotinn á honum réttur vegna annmarka á skipun eins dómaranna. Íslendingar þurfa að skilja að hér er á ferðinni umbúðalaus árás á fullveldi Íslands. Svo sem að framan er lýst hafa þær stofnanir hér innanlands sem um ræðir komist að niðurstöðu um að dómarinn sé réttilega skipaður í embætti með þeim hætti að honum verði ekki komið úr því nema með dómi. Þær hafa líka komist að þeirri niðurstöðu, sem MDE reyndar véfengir ekki, að maðurinn hafi hlotið réttláta málsmeðferð. Hvað er dómurinn þá að vilja? Hvað kemur honum við skipun dómarans sem allar íslenskar valdastofnanir hafa staðfest að sé gild? Ástæða er til að skora á þátttakendur í málskrúði daganna að sitja nú á sér og taka höndum saman um að hrinda þessari aðför sem Ísland hefur nú sætt frá erlendri stofnun sem blygðunarlaust sækir sér vald sem hún fer alls ekki með. Þeir ættu að sýna stærð með því að sameinast til varnar fyrir fullveldi landsins í stað þess að hjakka í fari síður merkilegra deilna innanlands.Höfundur er lögmaður.(Pistillinn birtist fyrst á síðu lögmannastofunnar JSG lögmenn.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu, sem varðar skipun dómara í Landsrétt, er ekkert minna en árás á fullveldi Íslands. Um það ættum við öll að geta verið sammála, hvort sem við í orðaskakinu innanlands „höldum með“ dómsmálaráðherra eða stjórnarmeirihlutanum eða þeim sem vilja veita ríkisstjórninni aðhald og andstöðu. Þá geng ég út frá því að Íslendingar séu einhuga um að vilja varðveita fullveldi landsins. Lýsa má aðild hinna íslensku valdastofnana nokkurn veginn svona: 1. Dómsmálaráðherra lagði tillögu sína um skipun dómaranna 15 fyrir Alþingi svo sem ráðherranum bar. Deilt er um hvort ráðherrann hafi sinnt rannsóknarskyldu þegar hann gerði tillögu sína. 2. Alþingi samþykkti tillögu ráðherra um skipun dómaranna. Deilt er um hvort heimilt hafi verið að greiða atkvæði um tillöguna í einu lagi eða hvort bera þurfti hana upp þannig að atkvæði yrðu greidd um hvern umsækjendanna um sig. 3. Forseti Íslands staðfesti skipun dómaranna 15. 4. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að annmarkar sem verið hefðu á skipunarferlinum hefðu ekki þær afleiðingar að skipun þeirra fjögurra dómara, sem ráðherra gerði tillögu um en ekki höfðu verið á lista matsnefndar, teldist ógild (dómur 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018). Þeir sætu í embættum sínum þar til þeim yrði vikið úr þeim með dómi, eins og stjórnarskráin kveður á um. Þar með var þessum ágreiningi lokið. Þá stígur Mannréttindadómstóll Evrópu inn á sviðið. Meirihluti hans telur að dómararnir fjórir hafi ekki verið löglega skipaðir. Í því felist mannréttindabrot á manni sem sakaður hafði verið um refsivert brot og dæmdur fyrir það, m.a. af einum hinna fjögurra dómara, með dómi sem Hæstiréttur síðan hafði staðfest. MDE taldi ekki að þetta hefði leitt til þess að málsmeðferðin gegn manninum hefði að efni til verið ófullnægjandi, þ.e. að hann hefði ekki notið þeirra réttinda sem honum bar við málsmeðferðina. Samt hefði verið brotinn á honum réttur vegna annmarka á skipun eins dómaranna. Íslendingar þurfa að skilja að hér er á ferðinni umbúðalaus árás á fullveldi Íslands. Svo sem að framan er lýst hafa þær stofnanir hér innanlands sem um ræðir komist að niðurstöðu um að dómarinn sé réttilega skipaður í embætti með þeim hætti að honum verði ekki komið úr því nema með dómi. Þær hafa líka komist að þeirri niðurstöðu, sem MDE reyndar véfengir ekki, að maðurinn hafi hlotið réttláta málsmeðferð. Hvað er dómurinn þá að vilja? Hvað kemur honum við skipun dómarans sem allar íslenskar valdastofnanir hafa staðfest að sé gild? Ástæða er til að skora á þátttakendur í málskrúði daganna að sitja nú á sér og taka höndum saman um að hrinda þessari aðför sem Ísland hefur nú sætt frá erlendri stofnun sem blygðunarlaust sækir sér vald sem hún fer alls ekki með. Þeir ættu að sýna stærð með því að sameinast til varnar fyrir fullveldi landsins í stað þess að hjakka í fari síður merkilegra deilna innanlands.Höfundur er lögmaður.(Pistillinn birtist fyrst á síðu lögmannastofunnar JSG lögmenn.)
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar