Nýjasta stjarnan í Formúlu 1 skrökvaði að föður sínum sem lá á dánarbeðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2019 17:30 Charles Leclerc verður í sviðsljósinu á þessu ári. vísir/getty Charles Leclerc, 21 árs gamall strákur frá Mónakó, er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 en nýtt tímabil þar hefst um helgina og verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Leclerc er tekinn við bílstjórasætinu í öðrum bíl Ferrari-liðsins og keyrir því samhliða Sebastian Vettel hjá þessu stærsta Formúluliði sögunnar sem ætlar sér að endurheimta titilinn í ár. Hann keyrði fyrir Sauber í fyrra og vakti mikla athygli en Sauber er í samstarfi við Ferrari. Áður hafði Leclerc unnið bæði GP3-mótaröðina árið 2016 og Formúlu 2 árið 2017 þegar að hann var í Ferrari-skólanum. Hann þreytti svo frumraun sína í Formúlu 1 á síðasta ári og hafnaði í heildina í 13. sæti. Leclerc missti föður sinn í júní árið 2017 en þá var hann á miðju F2-tímabilinu og var búist fastlega við því að hann myndi fá bílstjórasæti í Formúlu 1 árið eftir. Leclerc ákvað því að skrökva að föður sínum að hann væri kominn með stöðu í Formúlu 1 til að gera honum síðustu dagana bærilegri. „Þetta gerðist aðeins áður en ég skrifaði í raun og veru undir en þegar að litið er til baka þá laug í engu því ég er í Formúlu 1 núna og er að keyra fyrir Ferrari sem er ótrúlegt,“ segir Charles Leclerc í viðtali við BBC. „Pabbi vildi alltaf að ég myndi keyra í Formúlu 1 og að ég yrði heimsmeistari. Ég hef ekki afrekað það síðara enn þá en ég mun vinna hart að því að láta drauma hans rætast,“ segir Charles Leclerc. Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Charles Leclerc, 21 árs gamall strákur frá Mónakó, er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 en nýtt tímabil þar hefst um helgina og verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Leclerc er tekinn við bílstjórasætinu í öðrum bíl Ferrari-liðsins og keyrir því samhliða Sebastian Vettel hjá þessu stærsta Formúluliði sögunnar sem ætlar sér að endurheimta titilinn í ár. Hann keyrði fyrir Sauber í fyrra og vakti mikla athygli en Sauber er í samstarfi við Ferrari. Áður hafði Leclerc unnið bæði GP3-mótaröðina árið 2016 og Formúlu 2 árið 2017 þegar að hann var í Ferrari-skólanum. Hann þreytti svo frumraun sína í Formúlu 1 á síðasta ári og hafnaði í heildina í 13. sæti. Leclerc missti föður sinn í júní árið 2017 en þá var hann á miðju F2-tímabilinu og var búist fastlega við því að hann myndi fá bílstjórasæti í Formúlu 1 árið eftir. Leclerc ákvað því að skrökva að föður sínum að hann væri kominn með stöðu í Formúlu 1 til að gera honum síðustu dagana bærilegri. „Þetta gerðist aðeins áður en ég skrifaði í raun og veru undir en þegar að litið er til baka þá laug í engu því ég er í Formúlu 1 núna og er að keyra fyrir Ferrari sem er ótrúlegt,“ segir Charles Leclerc í viðtali við BBC. „Pabbi vildi alltaf að ég myndi keyra í Formúlu 1 og að ég yrði heimsmeistari. Ég hef ekki afrekað það síðara enn þá en ég mun vinna hart að því að láta drauma hans rætast,“ segir Charles Leclerc.
Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira