Brexit-samningur May felldur aftur Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 19:16 Theresa May á þinginu í dag. AP/Jessica Taylor Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra, á nýjan leik. Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. Þegar þingmenn ræddu samninginn fyrr í dag varaði May við því að hætta væri á að ekkert yrði af úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ef samningurinn yrði ekki samþykktur. May lagði fram breytingar á honum sem varða írsku baktrygginguna svonefndu eftir samningaviðræður í gær og hélt því fram að þær tækju á áhyggjum Brexit-sinna um samninginn. Lögfræðiálit sem lagt var fyrir þingið í morgun gekk þó gegn þeirri fullyrðingu May.Sjá einnig: May varar við því að ekkert verði af BrexitStefnt er á að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars og er því ljóst að Bretar þurfa að grípa til einhverra aðgerða og það eins fljótt og auðið er. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að þingmenn myndu á morgun greiða atkvæði um hvort að verða ætti af Brexit eða ekki og með hvaða hætti næstu skref verða tekin. Það er að segja hvort Bretland eigi að sækja um frest, fara úr ESB án samnings, hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og svo framleiðis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði ekki koma til greina að fara úr ESB án samnings. Það þyrfti því að komast að samkomulagi við forsvarsmenn sambandsins. Það er þó ekki víst vilji sé til slíks innan ESB. Corbyn sagðist ætla að reyna að fá þingmenn til að styðja samningstillögu Verkamannaflokksins. Hann lagði þó til að réttast væri að boða til nýrra þingkosninga.Theresa May outlines what will happen now, after MPs voted against her #Brexit deal. She says there will be a free vote on the Conservative side.Sky News breaks down the possibilities here: https://t.co/a2YnNzNllZ pic.twitter.com/bHRLtQoeMF— Sky News (@SkyNews) March 12, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38 Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra, á nýjan leik. Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. Þegar þingmenn ræddu samninginn fyrr í dag varaði May við því að hætta væri á að ekkert yrði af úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ef samningurinn yrði ekki samþykktur. May lagði fram breytingar á honum sem varða írsku baktrygginguna svonefndu eftir samningaviðræður í gær og hélt því fram að þær tækju á áhyggjum Brexit-sinna um samninginn. Lögfræðiálit sem lagt var fyrir þingið í morgun gekk þó gegn þeirri fullyrðingu May.Sjá einnig: May varar við því að ekkert verði af BrexitStefnt er á að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars og er því ljóst að Bretar þurfa að grípa til einhverra aðgerða og það eins fljótt og auðið er. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að þingmenn myndu á morgun greiða atkvæði um hvort að verða ætti af Brexit eða ekki og með hvaða hætti næstu skref verða tekin. Það er að segja hvort Bretland eigi að sækja um frest, fara úr ESB án samnings, hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og svo framleiðis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði ekki koma til greina að fara úr ESB án samnings. Það þyrfti því að komast að samkomulagi við forsvarsmenn sambandsins. Það er þó ekki víst vilji sé til slíks innan ESB. Corbyn sagðist ætla að reyna að fá þingmenn til að styðja samningstillögu Verkamannaflokksins. Hann lagði þó til að réttast væri að boða til nýrra þingkosninga.Theresa May outlines what will happen now, after MPs voted against her #Brexit deal. She says there will be a free vote on the Conservative side.Sky News breaks down the possibilities here: https://t.co/a2YnNzNllZ pic.twitter.com/bHRLtQoeMF— Sky News (@SkyNews) March 12, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38 Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38
Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46