Brexit-samningur May felldur aftur Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 19:16 Theresa May á þinginu í dag. AP/Jessica Taylor Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra, á nýjan leik. Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. Þegar þingmenn ræddu samninginn fyrr í dag varaði May við því að hætta væri á að ekkert yrði af úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ef samningurinn yrði ekki samþykktur. May lagði fram breytingar á honum sem varða írsku baktrygginguna svonefndu eftir samningaviðræður í gær og hélt því fram að þær tækju á áhyggjum Brexit-sinna um samninginn. Lögfræðiálit sem lagt var fyrir þingið í morgun gekk þó gegn þeirri fullyrðingu May.Sjá einnig: May varar við því að ekkert verði af BrexitStefnt er á að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars og er því ljóst að Bretar þurfa að grípa til einhverra aðgerða og það eins fljótt og auðið er. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að þingmenn myndu á morgun greiða atkvæði um hvort að verða ætti af Brexit eða ekki og með hvaða hætti næstu skref verða tekin. Það er að segja hvort Bretland eigi að sækja um frest, fara úr ESB án samnings, hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og svo framleiðis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði ekki koma til greina að fara úr ESB án samnings. Það þyrfti því að komast að samkomulagi við forsvarsmenn sambandsins. Það er þó ekki víst vilji sé til slíks innan ESB. Corbyn sagðist ætla að reyna að fá þingmenn til að styðja samningstillögu Verkamannaflokksins. Hann lagði þó til að réttast væri að boða til nýrra þingkosninga.Theresa May outlines what will happen now, after MPs voted against her #Brexit deal. She says there will be a free vote on the Conservative side.Sky News breaks down the possibilities here: https://t.co/a2YnNzNllZ pic.twitter.com/bHRLtQoeMF— Sky News (@SkyNews) March 12, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38 Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra, á nýjan leik. Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. Þegar þingmenn ræddu samninginn fyrr í dag varaði May við því að hætta væri á að ekkert yrði af úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ef samningurinn yrði ekki samþykktur. May lagði fram breytingar á honum sem varða írsku baktrygginguna svonefndu eftir samningaviðræður í gær og hélt því fram að þær tækju á áhyggjum Brexit-sinna um samninginn. Lögfræðiálit sem lagt var fyrir þingið í morgun gekk þó gegn þeirri fullyrðingu May.Sjá einnig: May varar við því að ekkert verði af BrexitStefnt er á að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars og er því ljóst að Bretar þurfa að grípa til einhverra aðgerða og það eins fljótt og auðið er. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að þingmenn myndu á morgun greiða atkvæði um hvort að verða ætti af Brexit eða ekki og með hvaða hætti næstu skref verða tekin. Það er að segja hvort Bretland eigi að sækja um frest, fara úr ESB án samnings, hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og svo framleiðis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði ekki koma til greina að fara úr ESB án samnings. Það þyrfti því að komast að samkomulagi við forsvarsmenn sambandsins. Það er þó ekki víst vilji sé til slíks innan ESB. Corbyn sagðist ætla að reyna að fá þingmenn til að styðja samningstillögu Verkamannaflokksins. Hann lagði þó til að réttast væri að boða til nýrra þingkosninga.Theresa May outlines what will happen now, after MPs voted against her #Brexit deal. She says there will be a free vote on the Conservative side.Sky News breaks down the possibilities here: https://t.co/a2YnNzNllZ pic.twitter.com/bHRLtQoeMF— Sky News (@SkyNews) March 12, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38 Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38
Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46