Vilja vinna fernuna fyrir City stuðningsmanninn sem varð fyrir fólskulegri árás Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 16:45 Stuðningsmaður Manchester City sem slasaðist var fjölskyldumaður eins og þessi. Getty/Clive Mason Stuðningsmenn Manchester City vilja að sínir leikmenn heiðri slasaðan stuðningsmann félagsins með því að vinna fernuna á þessu tímabili. Umræddur stuðningsmaður Manchester City varð fyrir fólskulegri árás í Gelsenkirchen í Þýskalandi þegar hann var mættur til að fylgjast með fyrri leik Schalke og Manchester City í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Stuðningsmaður þessi var 32 ára gamall og hann varð fyrir miklum höfuðáverkum í árásinni. Hann lenti þarna í tveimur „ultra“ stuðningsmönnum Schalke liðsins. Mark Rogers, einn af stuðningsmönnum Manchester City, hefur sett af stað söfnun fyrir fórnarlambið og fjölskyldu hans. Stuðningsfólk Schalke er meðal þeirra sem hafa gefið í þessa söfnun."Let's do the quadruple for the lad"#MCFC fans have called on the club to bring home all four trophies in honour of the supporter who was attacked following their #UCL win over Schalke. Full Story: https://t.co/lAQKnmE3cepic.twitter.com/BdadEleiBI — BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2019„Við fengum góð viðbrögð og nú skulum við vinna fernuna fyrir strákinn,“ sagði Mark Rogers í viðtali við BBC. „City er fjölskylda. Þú býst við reiði en það var engin. Þetta snýst allt um að vona að hann nái sér að fullu og að allt verði í lagi,“ sagði Rogers. „Þarna var fjölskylda á leiðinni á fótboltaleik, móðir, faðir og dóttir. Þau voru í fjölskylduferð og urðu fyrir áras. Þetta á ekki að gerast, ekki á neinum íþróttavelli,“ sagði Mark Rogers. Hinn slasaði hefur ekki verið nefndur á nafn en hann var í dái eftir árásina. Hann hefur vaknað úr dáinu en getur ekki talað þar sem hann er í öndunarvél. Manchester City vann fyrri leikinn 3-2 á útivelli og er því í fínum málum fyrir heimaleikinn í kvöld. City hefur þegar tryggt sér enska deildabikarinn en liðið er síðan í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Leikur Manchester City og Schalke hefst klukkan 20.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarupphitunin hefst klukkan 19.30 og Meistaradeildarmörkin verða eftir báða leiki kvöldsins. Leikur Juventus og Atletico Madrid hefst líka klukkan 20.00 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester City vilja að sínir leikmenn heiðri slasaðan stuðningsmann félagsins með því að vinna fernuna á þessu tímabili. Umræddur stuðningsmaður Manchester City varð fyrir fólskulegri árás í Gelsenkirchen í Þýskalandi þegar hann var mættur til að fylgjast með fyrri leik Schalke og Manchester City í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Stuðningsmaður þessi var 32 ára gamall og hann varð fyrir miklum höfuðáverkum í árásinni. Hann lenti þarna í tveimur „ultra“ stuðningsmönnum Schalke liðsins. Mark Rogers, einn af stuðningsmönnum Manchester City, hefur sett af stað söfnun fyrir fórnarlambið og fjölskyldu hans. Stuðningsfólk Schalke er meðal þeirra sem hafa gefið í þessa söfnun."Let's do the quadruple for the lad"#MCFC fans have called on the club to bring home all four trophies in honour of the supporter who was attacked following their #UCL win over Schalke. Full Story: https://t.co/lAQKnmE3cepic.twitter.com/BdadEleiBI — BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2019„Við fengum góð viðbrögð og nú skulum við vinna fernuna fyrir strákinn,“ sagði Mark Rogers í viðtali við BBC. „City er fjölskylda. Þú býst við reiði en það var engin. Þetta snýst allt um að vona að hann nái sér að fullu og að allt verði í lagi,“ sagði Rogers. „Þarna var fjölskylda á leiðinni á fótboltaleik, móðir, faðir og dóttir. Þau voru í fjölskylduferð og urðu fyrir áras. Þetta á ekki að gerast, ekki á neinum íþróttavelli,“ sagði Mark Rogers. Hinn slasaði hefur ekki verið nefndur á nafn en hann var í dái eftir árásina. Hann hefur vaknað úr dáinu en getur ekki talað þar sem hann er í öndunarvél. Manchester City vann fyrri leikinn 3-2 á útivelli og er því í fínum málum fyrir heimaleikinn í kvöld. City hefur þegar tryggt sér enska deildabikarinn en liðið er síðan í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Leikur Manchester City og Schalke hefst klukkan 20.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarupphitunin hefst klukkan 19.30 og Meistaradeildarmörkin verða eftir báða leiki kvöldsins. Leikur Juventus og Atletico Madrid hefst líka klukkan 20.00 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Sjá meira