Hatari í viðtali við Independent: „Við erum bleiki fíllinn í herberginu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2019 12:30 Hataramenn verða á sviðinu í Tel Aviv 14. maí. Mynd/RÚV Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í byrjun mánaðarins en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí. Ljóst er að Ísland verður í seinni hlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv eins og lokakeppnin 18. maí. Hataramenn, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, eru í viðtali við breska miðilinn Independent þar sem þeir segjast vera bleiki fíllinn í herberginu í keppninni. Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari vann Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovision hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. Yfirlýst markmið Hatara er að knésetja kapítalismann. Rob Holley, blaðamaður Independent, hitti sveitina hér í Reykjavík.Hatari unnu Söngvakeppnina með miklum yfirburðum.visir/vilhelm„Okkur hefur verið lýst sem BDSM sviðlistabandi en listinn yfir lýsingarorð yfir sveitina er í raun endalaus,“ segir Matthías Haraldsson og þá bætir Klemens Hannigan við: „Um leið og fólk fer að setja okkur í eitthvað box, bregðumst við við til að forðast einhvern stimpil,“ en viðtalið var tekið inni í Laugardalshöll. „Tónlistarsenan í Reykjavík er mjög lítil og það er auðvelt að vekja athygli. Flestallir í senunni eru vinir og maður þekkir í raun alla. Við byrjuðum í grasrótinni í senunni en núna þekkir öll þjóðin okkur,“ segir Klemens. Eins og áður segir er yfirlýst markmið sveitarinnar að knésetja kapítalismann. „Það var kannski of háleitt markmið. Það er auðveldara að ímynda sér endalok heimsins en endalok kapítalismans. Við ætlum okkur að reyna það en í leiðinni selja kannski nokkra stuttermaboli,“ segir Matthías og bætir við að hann og Klemens séu algjörar andstæður í laginu og flutningnum. Hataramenn vilja nota vettvanginn til að koma fram með ákveðin skilaboð. „Það er mikill munur á framgöngu Ísraelsríkis, þar sem við beinum gagnrýni okkar til, og fólksins í Ísrael,“ segir Matthías og bætir við að það sé mjög erfitt að halda því fram að Eurovision sé ópólitísk keppni.Klemens og Matthías ræddu við Endependent.„Þú skrifar undir samning sem segir að það sé ekki leyfilegt að koma fram með pólitísk skilaboð. Ef einhver keppandi heldur að hann sé að fara í keppnina án þess að vera með einhverskonar pólitísk skilaboð, þá gæti sá aðili ekki haft meira rangt fyrir sér. Öll lögin sem verða á sviðinu gætu sært blygðunarkennd einhvers og aðallega af þeirri ástæðu hvar keppnin er haldin,“ segir Matthías. „Svo það verður erfitt að brjóta þessar reglur. Þú getur ekki komið fram á sviðinu í Tel Aviv án þess að brjóta þessar reglur. Það á við um okkur og alla aðra. Þú getur aldrei þagað alveg um ástandið, en þögnin er einnig mjög pólitísk yfirlýsing,“ segir Matthías. „Ég skil alveg fólk sem vill sniðganga keppnina að þessu sinni og það er alveg þeirra réttur,“ segir Klemens. Þarna greina þeir frá áskorun sinni til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael í glímu. Ef Netanyahu vinnur bardaga í íslenskri glímu fær Ísraelsríki yfirráð yfir Vestmannaeyjum. „Fólk getur vel haft skoðun á gæði lagsins og flutningum en það er mikil þörf fyrir þessu atriði. Fólk virðist tengja við þetta samtal, þetta eldheita samtal,“ segir Matthías en Ísland hefur ekki komist upp úr undanriðlinum síðan 2014 og er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur unnið keppnina. „Við munum vinna Eurovision 2019. Eins og staðan er núna eru hlutirnir að fara alveg eins og planað var. Við erum bleiki fíllinn í herberginu.“ Eurovision Tengdar fréttir Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30 Lagið sem skaust á toppinn um helgina hjá Eurovision veðbönkum Undanfarnar vikur hafa Rússar verið sigurstranglegastir í Eurovision samkvæmt öllum helstu veðmálasíðum en nú hefur það breyst. 11. mars 2019 10:30 Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Svipað að fara í Súpermanbúning og klæðast sem Hatari Formaður BDSM á Íslandi segir ekkert til sem heitir BDSM-klæðnaður. 11. mars 2019 14:35 Óborganleg viðbrögð Eurovision spekinga við fyrstu hlustun á Hatara Mörg þúsund Eurovision-spekingar eru til á YouTube og birtast reglulega myndbönd frá þeim um lögin sem taka þátt í keppninni á ári hverju. 11. mars 2019 14:30 Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30 Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í byrjun mánaðarins en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí. Ljóst er að Ísland verður í seinni hlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv eins og lokakeppnin 18. maí. Hataramenn, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, eru í viðtali við breska miðilinn Independent þar sem þeir segjast vera bleiki fíllinn í herberginu í keppninni. Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari vann Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovision hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. Yfirlýst markmið Hatara er að knésetja kapítalismann. Rob Holley, blaðamaður Independent, hitti sveitina hér í Reykjavík.Hatari unnu Söngvakeppnina með miklum yfirburðum.visir/vilhelm„Okkur hefur verið lýst sem BDSM sviðlistabandi en listinn yfir lýsingarorð yfir sveitina er í raun endalaus,“ segir Matthías Haraldsson og þá bætir Klemens Hannigan við: „Um leið og fólk fer að setja okkur í eitthvað box, bregðumst við við til að forðast einhvern stimpil,“ en viðtalið var tekið inni í Laugardalshöll. „Tónlistarsenan í Reykjavík er mjög lítil og það er auðvelt að vekja athygli. Flestallir í senunni eru vinir og maður þekkir í raun alla. Við byrjuðum í grasrótinni í senunni en núna þekkir öll þjóðin okkur,“ segir Klemens. Eins og áður segir er yfirlýst markmið sveitarinnar að knésetja kapítalismann. „Það var kannski of háleitt markmið. Það er auðveldara að ímynda sér endalok heimsins en endalok kapítalismans. Við ætlum okkur að reyna það en í leiðinni selja kannski nokkra stuttermaboli,“ segir Matthías og bætir við að hann og Klemens séu algjörar andstæður í laginu og flutningnum. Hataramenn vilja nota vettvanginn til að koma fram með ákveðin skilaboð. „Það er mikill munur á framgöngu Ísraelsríkis, þar sem við beinum gagnrýni okkar til, og fólksins í Ísrael,“ segir Matthías og bætir við að það sé mjög erfitt að halda því fram að Eurovision sé ópólitísk keppni.Klemens og Matthías ræddu við Endependent.„Þú skrifar undir samning sem segir að það sé ekki leyfilegt að koma fram með pólitísk skilaboð. Ef einhver keppandi heldur að hann sé að fara í keppnina án þess að vera með einhverskonar pólitísk skilaboð, þá gæti sá aðili ekki haft meira rangt fyrir sér. Öll lögin sem verða á sviðinu gætu sært blygðunarkennd einhvers og aðallega af þeirri ástæðu hvar keppnin er haldin,“ segir Matthías. „Svo það verður erfitt að brjóta þessar reglur. Þú getur ekki komið fram á sviðinu í Tel Aviv án þess að brjóta þessar reglur. Það á við um okkur og alla aðra. Þú getur aldrei þagað alveg um ástandið, en þögnin er einnig mjög pólitísk yfirlýsing,“ segir Matthías. „Ég skil alveg fólk sem vill sniðganga keppnina að þessu sinni og það er alveg þeirra réttur,“ segir Klemens. Þarna greina þeir frá áskorun sinni til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael í glímu. Ef Netanyahu vinnur bardaga í íslenskri glímu fær Ísraelsríki yfirráð yfir Vestmannaeyjum. „Fólk getur vel haft skoðun á gæði lagsins og flutningum en það er mikil þörf fyrir þessu atriði. Fólk virðist tengja við þetta samtal, þetta eldheita samtal,“ segir Matthías en Ísland hefur ekki komist upp úr undanriðlinum síðan 2014 og er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur unnið keppnina. „Við munum vinna Eurovision 2019. Eins og staðan er núna eru hlutirnir að fara alveg eins og planað var. Við erum bleiki fíllinn í herberginu.“
Eurovision Tengdar fréttir Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30 Lagið sem skaust á toppinn um helgina hjá Eurovision veðbönkum Undanfarnar vikur hafa Rússar verið sigurstranglegastir í Eurovision samkvæmt öllum helstu veðmálasíðum en nú hefur það breyst. 11. mars 2019 10:30 Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Svipað að fara í Súpermanbúning og klæðast sem Hatari Formaður BDSM á Íslandi segir ekkert til sem heitir BDSM-klæðnaður. 11. mars 2019 14:35 Óborganleg viðbrögð Eurovision spekinga við fyrstu hlustun á Hatara Mörg þúsund Eurovision-spekingar eru til á YouTube og birtast reglulega myndbönd frá þeim um lögin sem taka þátt í keppninni á ári hverju. 11. mars 2019 14:30 Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30 Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30
Lagið sem skaust á toppinn um helgina hjá Eurovision veðbönkum Undanfarnar vikur hafa Rússar verið sigurstranglegastir í Eurovision samkvæmt öllum helstu veðmálasíðum en nú hefur það breyst. 11. mars 2019 10:30
Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Svipað að fara í Súpermanbúning og klæðast sem Hatari Formaður BDSM á Íslandi segir ekkert til sem heitir BDSM-klæðnaður. 11. mars 2019 14:35
Óborganleg viðbrögð Eurovision spekinga við fyrstu hlustun á Hatara Mörg þúsund Eurovision-spekingar eru til á YouTube og birtast reglulega myndbönd frá þeim um lögin sem taka þátt í keppninni á ári hverju. 11. mars 2019 14:30
Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30