Mennirnir voru vel búnir til fjallaferða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2019 11:45 Aðstæður á vettvangi í nótt Landsbjörg Björgunarsveitir á Hvolsvelli, Hellu og Flúðum voru boðaðar út eftir að tilkynning barst um aðþrír menn á tveimur jeppum hefðu farið niður um vök við Hnauspoll að Fjallabaki nyrðra áþriðja tímanum í nótt. Aftakaveður var á miðhálendinu í alla nótt. Veðurstofan hafi gefið út appelsínugula, og síðar gul veðurviðvörun, vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið. Mennirnir þrír komust allir út í bílunum en voru blautir og hrakir en tókst að láta vita af sér til Neyðarlínu. Þeir höfðu verið á leið til að bjarga félaga sínum á þriðja bílnum sem hafði fest hann á leið sinni inn í Landmannalaugar. Vegna veðursins og biðarinnar eftir björgun ákváðu mennirnir þrír að ganga í átt að bílnum sem var fastur, 7,5 km til þess að komast í skjól. Þorsteinn Jónsson, björgunarsveitarmaður hjá Dagrenningu á Hvolsvelli var meðal þeirra sem kom að björgun mannanna í morgun. Hann segir svarta byl hafa verið þegar björgunarsveitarmenn lögðu á hálendið í nótt og ferðin sóst seint. Komið var að mönnunum á sjöunda tímanum í morgun. „Þeir báru sig vel. Þeir voru búnir að vera á labbi sem hélt ábyggilega á þeim hita, þannig að þeir báru sig ótrúlega vel,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir að mennirnir hafi verið vel búnir til fjallaferða. „Þeir voru vel búnir. Búnir til þess að ferðast á fjöllum en þeir voru blautir því að bíllinn hjá þeim fór á kaf og þeir blotnuðu þegar þeir voru að komast út úr bílnum,“ sagði Þorsteinn. Ferð björgunarsveitarmanna með mennina til byggða hefur líka sóst seint í morgun. „Það er nú svona þæfingur og snjór og við erum ekkert búnir að festa okkur mjög oft. Veðrið er að ganga niður en það koma rokur þannig að stundum sést mjög lítið,“ sagði Þorsteinn sem á ekki von á að komið verði með mennina til byggða fyrr en eftir hádegi. Lægðin sem gekk yfir landið í dag á að vera gengin niður að mestu leiti nú í hádeginu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrú Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins hafi heilt yfir verið fá. Staðbundin verkefni eins og hjá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru hins vegar mörg að sögn formanns sveitarinnar. Mesta vindhviða sem mældist í gærkvöldi var hjá veðurathugunarstöðinni Steinum á Suðurlandi. Hún 67,9 m/s og er öflugasta vindhviða sem þar hefur mælst. Önnur, heldur grynnri lægð er síðan í væntanleg og heldur hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40 Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Björgunarsveitir á Hvolsvelli, Hellu og Flúðum voru boðaðar út eftir að tilkynning barst um aðþrír menn á tveimur jeppum hefðu farið niður um vök við Hnauspoll að Fjallabaki nyrðra áþriðja tímanum í nótt. Aftakaveður var á miðhálendinu í alla nótt. Veðurstofan hafi gefið út appelsínugula, og síðar gul veðurviðvörun, vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið. Mennirnir þrír komust allir út í bílunum en voru blautir og hrakir en tókst að láta vita af sér til Neyðarlínu. Þeir höfðu verið á leið til að bjarga félaga sínum á þriðja bílnum sem hafði fest hann á leið sinni inn í Landmannalaugar. Vegna veðursins og biðarinnar eftir björgun ákváðu mennirnir þrír að ganga í átt að bílnum sem var fastur, 7,5 km til þess að komast í skjól. Þorsteinn Jónsson, björgunarsveitarmaður hjá Dagrenningu á Hvolsvelli var meðal þeirra sem kom að björgun mannanna í morgun. Hann segir svarta byl hafa verið þegar björgunarsveitarmenn lögðu á hálendið í nótt og ferðin sóst seint. Komið var að mönnunum á sjöunda tímanum í morgun. „Þeir báru sig vel. Þeir voru búnir að vera á labbi sem hélt ábyggilega á þeim hita, þannig að þeir báru sig ótrúlega vel,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir að mennirnir hafi verið vel búnir til fjallaferða. „Þeir voru vel búnir. Búnir til þess að ferðast á fjöllum en þeir voru blautir því að bíllinn hjá þeim fór á kaf og þeir blotnuðu þegar þeir voru að komast út úr bílnum,“ sagði Þorsteinn. Ferð björgunarsveitarmanna með mennina til byggða hefur líka sóst seint í morgun. „Það er nú svona þæfingur og snjór og við erum ekkert búnir að festa okkur mjög oft. Veðrið er að ganga niður en það koma rokur þannig að stundum sést mjög lítið,“ sagði Þorsteinn sem á ekki von á að komið verði með mennina til byggða fyrr en eftir hádegi. Lægðin sem gekk yfir landið í dag á að vera gengin niður að mestu leiti nú í hádeginu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrú Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins hafi heilt yfir verið fá. Staðbundin verkefni eins og hjá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru hins vegar mörg að sögn formanns sveitarinnar. Mesta vindhviða sem mældist í gærkvöldi var hjá veðurathugunarstöðinni Steinum á Suðurlandi. Hún 67,9 m/s og er öflugasta vindhviða sem þar hefur mælst. Önnur, heldur grynnri lægð er síðan í væntanleg og heldur hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40 Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40
Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12