Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 10:17 Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir að það komi ekki annað til greina en að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segi af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í dag og fjallaði um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðspurð um næstu skrefin á Alþingi segist Helga Vala þurfa að bíða viðbragða ríkistjórnarinnar. „Þau hljóta nú að vera með eitthvað plan. Að minnsta kosti getur dómsmálaráðherra ekki setið áfram, það er alveg ljóst. Hún hlýtur bara að stíga til hliðar í dag. Það kemur ekkert annað til greina. Það er enginn sem framkvæmir þetta annar en hún. Það er allt vegna hennar ákvörðunar, hennar persónulegu,“ segir Helga Vala. Hún segir að vegna dómsins sem féll í dag ríki réttaróvissa á Íslandi. „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu og við erum að tala um að Hæstiréttur fær líka skell fyrir að hafa í rauninni ekki fallist á rök dómfellda, sem var núna að vinna þetta mál.“ Umfangið er gríðarstórt Helga Vala segir að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart þrátt fyrir að hún hefði vonað „í bjartsýni sinni“ að niðurstaðan yrði önnur. Hún segir að dómur MDE grundvallaðist á sömu athugasemdum og hún hefði bent á frá því málið kom fyrst upp. „Ég hef sagt að ef þetta yrði niðurstaðan væri uppi algjör réttaróvissa. Þetta er ekkert grín. Þetta er heill dómstóll og það er ekki hægt að láta eins og þetta sé ekki neitt neitt,“ segir Helga Vala og bendir á að umfang skaðans sé gríðarlegt: „Allir þeir dómar sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti frá 1. janúar 2018 eru þarna undir.“ Ástæðan fyrir því að vafi er nú uppi um alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti er sú að Alþingi greiddi atkvæði um alla 15 dómarana í einu og fór þannig á svig við dómstólalög sem kveða á um að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn umsækjanda. „Þau bara litu svo á að þingsköp toppuðu dómstólalögin. Lögin segja að það eigi að greiða atkvæði um hvern og einn en þau vildu ekki gera það af því að þá hefðu þau tvístrast þegar kæmi að þessum fjórum,“ segir Helga Vala um þá fjóra dómara sem voru ekki efst á blaði samkvæmt hæfnisnefnd. Stórar upphæðir í húfi Helga Vala segir að þeir dómar sem hafa verið kveðnir upp frá 1. janúar 2018 ógildist ekki af sjálfu sér heldur þurfi hver og einn að sækja rétt sinn.Er þá ekki líklegt að aðrir vilji rétta sinn hlut?„Jújú og hver ætlar að borga það? Það er auðvitað ríkið sem borgar það. Sjáðu peningana. Þetta eru endalausir fjármunir sem við erum að borga út af persónulegum ákvörðunum þessarar konu í embætti dómsmálaráðherra. Henni var ráðlagt að gera þetta ekki. Það voru sérfræðingar inn í ráðuneytinu sem sögðu að hún gæti ekki gert þetta svona.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir að það komi ekki annað til greina en að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segi af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í dag og fjallaði um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðspurð um næstu skrefin á Alþingi segist Helga Vala þurfa að bíða viðbragða ríkistjórnarinnar. „Þau hljóta nú að vera með eitthvað plan. Að minnsta kosti getur dómsmálaráðherra ekki setið áfram, það er alveg ljóst. Hún hlýtur bara að stíga til hliðar í dag. Það kemur ekkert annað til greina. Það er enginn sem framkvæmir þetta annar en hún. Það er allt vegna hennar ákvörðunar, hennar persónulegu,“ segir Helga Vala. Hún segir að vegna dómsins sem féll í dag ríki réttaróvissa á Íslandi. „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu og við erum að tala um að Hæstiréttur fær líka skell fyrir að hafa í rauninni ekki fallist á rök dómfellda, sem var núna að vinna þetta mál.“ Umfangið er gríðarstórt Helga Vala segir að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart þrátt fyrir að hún hefði vonað „í bjartsýni sinni“ að niðurstaðan yrði önnur. Hún segir að dómur MDE grundvallaðist á sömu athugasemdum og hún hefði bent á frá því málið kom fyrst upp. „Ég hef sagt að ef þetta yrði niðurstaðan væri uppi algjör réttaróvissa. Þetta er ekkert grín. Þetta er heill dómstóll og það er ekki hægt að láta eins og þetta sé ekki neitt neitt,“ segir Helga Vala og bendir á að umfang skaðans sé gríðarlegt: „Allir þeir dómar sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti frá 1. janúar 2018 eru þarna undir.“ Ástæðan fyrir því að vafi er nú uppi um alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti er sú að Alþingi greiddi atkvæði um alla 15 dómarana í einu og fór þannig á svig við dómstólalög sem kveða á um að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn umsækjanda. „Þau bara litu svo á að þingsköp toppuðu dómstólalögin. Lögin segja að það eigi að greiða atkvæði um hvern og einn en þau vildu ekki gera það af því að þá hefðu þau tvístrast þegar kæmi að þessum fjórum,“ segir Helga Vala um þá fjóra dómara sem voru ekki efst á blaði samkvæmt hæfnisnefnd. Stórar upphæðir í húfi Helga Vala segir að þeir dómar sem hafa verið kveðnir upp frá 1. janúar 2018 ógildist ekki af sjálfu sér heldur þurfi hver og einn að sækja rétt sinn.Er þá ekki líklegt að aðrir vilji rétta sinn hlut?„Jújú og hver ætlar að borga það? Það er auðvitað ríkið sem borgar það. Sjáðu peningana. Þetta eru endalausir fjármunir sem við erum að borga út af persónulegum ákvörðunum þessarar konu í embætti dómsmálaráðherra. Henni var ráðlagt að gera þetta ekki. Það voru sérfræðingar inn í ráðuneytinu sem sögðu að hún gæti ekki gert þetta svona.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent