Brexit-laus útgöngudagsetning Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2019 06:00 Mörg eru ósátt við töfina og minna á atkvæðagreiðsluna. Nordicphotos/AFP Bretar hefðu gengið út úr Evrópusambandinu (ESB) í dag samkvæmt upphaflegum útgöngudegi. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir en ferlið hefur verið þyrnum stráð að undanförnu. Staðan er afar óljós og í rauninni ómögulegt að segja til um hvað koma skal. Bretar þurfa að taka ákvörðun um framhaldið fyrir 12. apríl. Samkvæmt breskum miðlum vill Theresa May forsætisráðherra láta reyna á það í þriðja skipti að ná meirihluta þingmanna utan um útgöngusamninginn sem hún hefur gert við ESB. Í fyrstu atkvæðagreiðslu var samningurinn felldur með sögulegum mun. Saman dró í annarri atkvæðagreiðslu en munurinn var þó mikill, 149 atkvæði. Þingmenn tóku völdin í Brexit-málinu fyrr í vikunni. Á miðvikudagskvöld greiddu þeir atkvæði um átta tillögur um framhaldið, aðrar en samning May. Þar á meðal voru tillögur um aðild að EFTA, tollabandalagi ESB, aflýsingu Brexit, þjóðaratkvæðagreiðslu um samning May og samningslausa útgöngu. Hver einasta tillaga var felld. Minnsti munurinn var í atkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að tollabandalaginu. Hún var felld með 272 atkvæðum gegn 264. Þótt lengi hafi verið rætt um að pattstaða sé komin upp í málinu á sú lýsing ef til vill betur við nú en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdastjórn ESB sagði í gær að ef breska þingið kæmist ekki að samkomulagi í vikunni yrði Brexit ekki frestað lengur en til 12. apríl. Útgangan yrði því í raun samningslaus. „Við sáum átta „nei“ í gærkvöldi. Núna þurfum við að sjá eitthvert „já“ um framhaldið.“Forsætisráðherra Bretlands á leið úr þinginu á miðvikudag. Fréttablaðið/AFPÍ von um að koma samningi sínum í gegnum þingið hefur May lofað að segja af sér ef samningurinn verður samþykktur. Vonast þar með til þess að persónuleg óvild þingmanna úr eigin flokki í hennar garð dugi til að fá þá til að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni. Þetta loforð og fyrrnefnd pattstaða virðist hafa borið nokkurn árangur. Jacob Rees-Mogg, einn leiðtoga hörðustu Brexit-sinnanna innan Íhaldsflokksins, greiddi atkvæði gegn samningnum í fyrstu tvö skiptin. Í gær sagðist hann ætla að styðja plaggið. „Samningurinn varð ekkert skyndilega betri. Hinir valkostirnir eru einfaldlega verri. Ég styð samninginn og vona að DUP taki sömu ákvörðun. Við þurfum að bíða og sjá hvað þau gera.“ Og þar virðist helsti vandi May liggja þessa stundina. Þótt ósáttir Íhaldsmenn séu margir hverjir komnir með henni í lið dugar það ekki til. Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins reiðir sig á stuðning DUP, eða Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírsks smáflokks. DUP hefur greitt atkvæði gegn samningnum í bæði skipti. Afstaða flokksins grundvallast einkum á andstöðu við svokallaða varúðarráðstöfun um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, eða Bretlands. Ráðstöfunin felur í sér að Norður-Írar þurfi að fara að stærri hluta regluverks ESB en restin af Bretlandi og við þá uppskiptingu geta DUP-liðar ekki sætt sig. Dagskrá þingsins í dag lá ekki fyrir þegar fréttin var skrifuð. Þingflokksformaður Íhaldsflokks sagðist ætla að leggja fram tillögu um Brexit fyrir daginn í dag. John Bercow þingforseti hefur áður neitað því að heimila atkvæðagreiðslu um samninginn ef hann er í sömu mynd og áður var felld. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Forseti breska þingsins hefur heimilað ríkisstjórninni að leggja fram útgöngusáttmálann við Evrópusambandið í þriðja sinn. 28. mars 2019 19:00 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Bretar hefðu gengið út úr Evrópusambandinu (ESB) í dag samkvæmt upphaflegum útgöngudegi. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir en ferlið hefur verið þyrnum stráð að undanförnu. Staðan er afar óljós og í rauninni ómögulegt að segja til um hvað koma skal. Bretar þurfa að taka ákvörðun um framhaldið fyrir 12. apríl. Samkvæmt breskum miðlum vill Theresa May forsætisráðherra láta reyna á það í þriðja skipti að ná meirihluta þingmanna utan um útgöngusamninginn sem hún hefur gert við ESB. Í fyrstu atkvæðagreiðslu var samningurinn felldur með sögulegum mun. Saman dró í annarri atkvæðagreiðslu en munurinn var þó mikill, 149 atkvæði. Þingmenn tóku völdin í Brexit-málinu fyrr í vikunni. Á miðvikudagskvöld greiddu þeir atkvæði um átta tillögur um framhaldið, aðrar en samning May. Þar á meðal voru tillögur um aðild að EFTA, tollabandalagi ESB, aflýsingu Brexit, þjóðaratkvæðagreiðslu um samning May og samningslausa útgöngu. Hver einasta tillaga var felld. Minnsti munurinn var í atkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að tollabandalaginu. Hún var felld með 272 atkvæðum gegn 264. Þótt lengi hafi verið rætt um að pattstaða sé komin upp í málinu á sú lýsing ef til vill betur við nú en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdastjórn ESB sagði í gær að ef breska þingið kæmist ekki að samkomulagi í vikunni yrði Brexit ekki frestað lengur en til 12. apríl. Útgangan yrði því í raun samningslaus. „Við sáum átta „nei“ í gærkvöldi. Núna þurfum við að sjá eitthvert „já“ um framhaldið.“Forsætisráðherra Bretlands á leið úr þinginu á miðvikudag. Fréttablaðið/AFPÍ von um að koma samningi sínum í gegnum þingið hefur May lofað að segja af sér ef samningurinn verður samþykktur. Vonast þar með til þess að persónuleg óvild þingmanna úr eigin flokki í hennar garð dugi til að fá þá til að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni. Þetta loforð og fyrrnefnd pattstaða virðist hafa borið nokkurn árangur. Jacob Rees-Mogg, einn leiðtoga hörðustu Brexit-sinnanna innan Íhaldsflokksins, greiddi atkvæði gegn samningnum í fyrstu tvö skiptin. Í gær sagðist hann ætla að styðja plaggið. „Samningurinn varð ekkert skyndilega betri. Hinir valkostirnir eru einfaldlega verri. Ég styð samninginn og vona að DUP taki sömu ákvörðun. Við þurfum að bíða og sjá hvað þau gera.“ Og þar virðist helsti vandi May liggja þessa stundina. Þótt ósáttir Íhaldsmenn séu margir hverjir komnir með henni í lið dugar það ekki til. Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins reiðir sig á stuðning DUP, eða Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírsks smáflokks. DUP hefur greitt atkvæði gegn samningnum í bæði skipti. Afstaða flokksins grundvallast einkum á andstöðu við svokallaða varúðarráðstöfun um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, eða Bretlands. Ráðstöfunin felur í sér að Norður-Írar þurfi að fara að stærri hluta regluverks ESB en restin af Bretlandi og við þá uppskiptingu geta DUP-liðar ekki sætt sig. Dagskrá þingsins í dag lá ekki fyrir þegar fréttin var skrifuð. Þingflokksformaður Íhaldsflokks sagðist ætla að leggja fram tillögu um Brexit fyrir daginn í dag. John Bercow þingforseti hefur áður neitað því að heimila atkvæðagreiðslu um samninginn ef hann er í sömu mynd og áður var felld.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Forseti breska þingsins hefur heimilað ríkisstjórninni að leggja fram útgöngusáttmálann við Evrópusambandið í þriðja sinn. 28. mars 2019 19:00 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Forseti breska þingsins hefur heimilað ríkisstjórninni að leggja fram útgöngusáttmálann við Evrópusambandið í þriðja sinn. 28. mars 2019 19:00
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent