Neyðaráætlanir víða virkjaðar vegna gjaldþrots WOW Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2019 20:30 Neyðaráætlanir voru virkjaðar víðsvegar í dag vegna þúsunda farþega WOW air sem urðu strandaglópar eftir að félagið varð gjaldþrota og lagði þar með niður starfsemi í morgun. Ráðherrar komu saman í forsætisráðuneytinu og flugfélög buðu farþegum WOW upp á sérfargjöld. Legið hefur fyrir undanfarnar vikur að stjórnendur WOW Air réru lífróður til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Eftir að stórir kröfuhafar samþykktu í fyrradag að breyta skuldum í hlutafé og leit hófst að nýjum fjárfestum til að leggja til aukið hlutafé upp á um fimm milljarða kviknaði veik von um að það tækist að bjarga félaginu. Flestir fóru því að sofa í gærkvöldi nokkuð öryggir um að félagið héldi velli í einhverja daga til viðbótar að minnsta kosti. Upp úr miðnætti bárust fyrstur fréttir um kyrrsetningu flugvélar WOW í Montréal í Kanda og síðar um nóttina að sjö flugfélar WOW hefðu verið kyrrsettar í Bandaríkjunum og Kanada. Um klukkan þrjú í nótt kom tilkynning frá WOW um að félagið væri á lokametrunum að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp en allt flug hefði verið stöðvað þangað til þeir samningar yrðu kláraðir. Það var því greinilega enn haldið í vonina á þessum tímapunkti þar sem boðað var að nánari upplýsingar yrðu gefnar klukkan níu í morgun. En töluvert áður en klukkan sló níu komu tilkynningar á vefsíðum flugfélagsins og Samgöngustofu um að félagið væri hætt allri starfsemi.Ráðherrar á neyðarfundi Stjórnvöld hafa fylgst með þróun mála undanfarna mánuði og strax upp úr klukkan níu kom hluti ríkisstjórnarinnar saman í forsætisráðuneytinu, þeirra á meðal Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Þessi staða sem upp er komin, kom hún á óvart?„Ég vil nú fyrst og fremst fá tækifæri til að fara yfir þetta. Ég skal veita viðtal síðar í dag. En við erum auðvitað búin að vera að undirbúa meðal annars þessa niðurstöðu í mjög langan tíma. Mér er sagt að þú sért sá ráðherra sem fari með viðbragðsáætlun stjórnvalda.”Er þegar búi að virkja hana?„Já,” sagði samgönguráðherra á leið til fundar með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra. Þegar þarna var komið var komið hafði örvænting gripið um sig hjá mörgum þeirra að minnsta kosti þrjú þúsund farþega sem áttu bókað far með WOW ýmist hér á landi eða vestan hafs sem höfðu þá fengið takmarkaðar upplýsingar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir atburðarásina hafa verið hraða á lokametrunum. „Það hefur margt gerst á milli klukkustunda sem hafa liðið. Þannig að í gærkvöldi vissum við að þau væru enn að berjast og reyna að ná þessu. Svo kom í ljós þegar maður vaknaði snemma í morgun að það hafði ekki tekist,” segir Þórdís Kolbrún. Önnur flugfélög koma til aðstoðar En strax snemma í morgun hafði IATA alþjóðasamtök flugfélaga sent út tilkynningu um gjaldþrot WOW með tilmælum til annarra flugfélaga um að aðstoða farþega félagsins við að koma þeim til áfangastaða sinna á sérkjörum. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið hafa byrjað að aðstoða farþega strax í morgun. „Ég vil byrja á að segja að þetta er sorgardagur í fluggeiranum á Íslandi og hugur okkar er hjá starfsfólki WOW air. En strax í morgun virkjuðum við okkar viðbragðsáætlun sem felst í því að bjóða farþegum WOW upp á sérfargjöld. Jafnframt höfum við verið að vinna í því að aðstoða við að koma áhöfnum WOW air til síns heima þeim að kostnaðarlausu,” sagði Bogi Nils. Farþegar WOW njóta sérkjara hjá Icelandair næstu tvær vikurnar með framvísun farseðla en löng röð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair og annarra félaga í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Gjaldþrot WOW hefur áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. 28. mars 2019 20:00 Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Neyðaráætlanir voru virkjaðar víðsvegar í dag vegna þúsunda farþega WOW air sem urðu strandaglópar eftir að félagið varð gjaldþrota og lagði þar með niður starfsemi í morgun. Ráðherrar komu saman í forsætisráðuneytinu og flugfélög buðu farþegum WOW upp á sérfargjöld. Legið hefur fyrir undanfarnar vikur að stjórnendur WOW Air réru lífróður til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Eftir að stórir kröfuhafar samþykktu í fyrradag að breyta skuldum í hlutafé og leit hófst að nýjum fjárfestum til að leggja til aukið hlutafé upp á um fimm milljarða kviknaði veik von um að það tækist að bjarga félaginu. Flestir fóru því að sofa í gærkvöldi nokkuð öryggir um að félagið héldi velli í einhverja daga til viðbótar að minnsta kosti. Upp úr miðnætti bárust fyrstur fréttir um kyrrsetningu flugvélar WOW í Montréal í Kanda og síðar um nóttina að sjö flugfélar WOW hefðu verið kyrrsettar í Bandaríkjunum og Kanada. Um klukkan þrjú í nótt kom tilkynning frá WOW um að félagið væri á lokametrunum að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp en allt flug hefði verið stöðvað þangað til þeir samningar yrðu kláraðir. Það var því greinilega enn haldið í vonina á þessum tímapunkti þar sem boðað var að nánari upplýsingar yrðu gefnar klukkan níu í morgun. En töluvert áður en klukkan sló níu komu tilkynningar á vefsíðum flugfélagsins og Samgöngustofu um að félagið væri hætt allri starfsemi.Ráðherrar á neyðarfundi Stjórnvöld hafa fylgst með þróun mála undanfarna mánuði og strax upp úr klukkan níu kom hluti ríkisstjórnarinnar saman í forsætisráðuneytinu, þeirra á meðal Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Þessi staða sem upp er komin, kom hún á óvart?„Ég vil nú fyrst og fremst fá tækifæri til að fara yfir þetta. Ég skal veita viðtal síðar í dag. En við erum auðvitað búin að vera að undirbúa meðal annars þessa niðurstöðu í mjög langan tíma. Mér er sagt að þú sért sá ráðherra sem fari með viðbragðsáætlun stjórnvalda.”Er þegar búi að virkja hana?„Já,” sagði samgönguráðherra á leið til fundar með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra. Þegar þarna var komið var komið hafði örvænting gripið um sig hjá mörgum þeirra að minnsta kosti þrjú þúsund farþega sem áttu bókað far með WOW ýmist hér á landi eða vestan hafs sem höfðu þá fengið takmarkaðar upplýsingar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir atburðarásina hafa verið hraða á lokametrunum. „Það hefur margt gerst á milli klukkustunda sem hafa liðið. Þannig að í gærkvöldi vissum við að þau væru enn að berjast og reyna að ná þessu. Svo kom í ljós þegar maður vaknaði snemma í morgun að það hafði ekki tekist,” segir Þórdís Kolbrún. Önnur flugfélög koma til aðstoðar En strax snemma í morgun hafði IATA alþjóðasamtök flugfélaga sent út tilkynningu um gjaldþrot WOW með tilmælum til annarra flugfélaga um að aðstoða farþega félagsins við að koma þeim til áfangastaða sinna á sérkjörum. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið hafa byrjað að aðstoða farþega strax í morgun. „Ég vil byrja á að segja að þetta er sorgardagur í fluggeiranum á Íslandi og hugur okkar er hjá starfsfólki WOW air. En strax í morgun virkjuðum við okkar viðbragðsáætlun sem felst í því að bjóða farþegum WOW upp á sérfargjöld. Jafnframt höfum við verið að vinna í því að aðstoða við að koma áhöfnum WOW air til síns heima þeim að kostnaðarlausu,” sagði Bogi Nils. Farþegar WOW njóta sérkjara hjá Icelandair næstu tvær vikurnar með framvísun farseðla en löng röð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair og annarra félaga í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Gjaldþrot WOW hefur áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. 28. mars 2019 20:00 Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30
Gjaldþrot WOW hefur áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. 28. mars 2019 20:00
Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28