Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 13:19 Frá kröfugöngu hægriöfgamanna í Þýskalandi árið 2017. Stuðningsmenn Pegida-samtakanna veifa fána með tákn þjóðernishreyfingar hvíts fólks sem hefur dreift úr sér um Evrópu. Vísir/EPA Austurrísk stjórnvöld íhuga nú að banna starfsemi þarlends hægriöfgahóps eftir að í ljós kom að ástralskur karlmaður sem myrti tugi manna í tveimur moskum í Christchuch á Nýja-Sjálandi gaf leiðtoga hópsins fé. Saksóknarar í Austurríki hafa staðfest að 28 ára gamall karlmaður sem er grunaður um að hafa skotið fimmtíu manns til bana í Christchurch hafi gefið Martin Sellner, leiðtoga Þjóðernishreyfingar Austurríkis (Identitarian Movement (IBÖ)), 1.500 evrur, jafnvirði rúmlega 200.000 króna. Einnig hefur verið staðfest að ástralski morðinginn heimsótti Austurríki í nóvember. Sellner staðfestir að hann hafi fengið framlagið en hafnar því að hann tengist morðingjanum á nokkurn hátt. IBÖ eru hægriöfgasamtök sem eru andsnúin fjölmenningu og segjast „verja“ hvíta Evrópubúa fyrir innflytjendum frá Afríku og Miðausturlöndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hreyfingin hefur skotið rótum í nokkrum Evrópulöndum. Áhangendur hennar leigðu meðal annars skip til að reyna að stöðva för farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu árið 2017. Aðhyllast þeir rakalausa samsæriskenningu um að innflytjendur muni ryðja hvítu fólki úr vegi á Vesturlöndum og gera að minnihluta. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að yfirvöld rannsaki nú hvort að IBÖ teljist vera hryðjuverkasamtök. Leiði rannsókn það í ljós komi til greina að leysa samtökin upp. Sellner segir að lögreglumenn hafi gert húsleit í íbúð hans í Vín á mánudag og lagt hald á síma hans, tölvu og fleiri raftæki. Austurríki Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53 Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Austurrísk stjórnvöld íhuga nú að banna starfsemi þarlends hægriöfgahóps eftir að í ljós kom að ástralskur karlmaður sem myrti tugi manna í tveimur moskum í Christchuch á Nýja-Sjálandi gaf leiðtoga hópsins fé. Saksóknarar í Austurríki hafa staðfest að 28 ára gamall karlmaður sem er grunaður um að hafa skotið fimmtíu manns til bana í Christchurch hafi gefið Martin Sellner, leiðtoga Þjóðernishreyfingar Austurríkis (Identitarian Movement (IBÖ)), 1.500 evrur, jafnvirði rúmlega 200.000 króna. Einnig hefur verið staðfest að ástralski morðinginn heimsótti Austurríki í nóvember. Sellner staðfestir að hann hafi fengið framlagið en hafnar því að hann tengist morðingjanum á nokkurn hátt. IBÖ eru hægriöfgasamtök sem eru andsnúin fjölmenningu og segjast „verja“ hvíta Evrópubúa fyrir innflytjendum frá Afríku og Miðausturlöndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hreyfingin hefur skotið rótum í nokkrum Evrópulöndum. Áhangendur hennar leigðu meðal annars skip til að reyna að stöðva för farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu árið 2017. Aðhyllast þeir rakalausa samsæriskenningu um að innflytjendur muni ryðja hvítu fólki úr vegi á Vesturlöndum og gera að minnihluta. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að yfirvöld rannsaki nú hvort að IBÖ teljist vera hryðjuverkasamtök. Leiði rannsókn það í ljós komi til greina að leysa samtökin upp. Sellner segir að lögreglumenn hafi gert húsleit í íbúð hans í Vín á mánudag og lagt hald á síma hans, tölvu og fleiri raftæki.
Austurríki Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53 Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53
Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46