Íbúðalánasjóði verður skipt upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 17:28 Íbúðalánasjóður. Mynd/ÍLS Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um að Íbúðalánasjóði verði skipt upp. Í því felst að sá hluti sem snýr að fjármálaumsýslu vegna eldra lánasafns sjóðsins verði skilinn frá meginstarfsemi hansÍ tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að legið hafi fyrir frá árinu 2012, þegar almennum lánveitingum sjóðsins til almennings vegna húsnæðiskaupa var að mestu hætt, að bregðast þyrfti við áhrifum þess á Íbúðalánasjóð. Þeim var hætt í kjölfar úrskurðar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að lánin stönguðust á við reglur EES-samningsins. Starfshópur, sem skipaður var í september síðastliðnum, hefur verið með breytta stöðu sjóðsins til umfjöllunar og var niðurstaða hópsins að leggja til við ráðherra að fara þessa leið. Í tilkynningunni segir að hlutverk Íbúðalánasjóðs hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum með breytingum á lögum um húsnæðismál og sé í dag sú stofnun sem fari með framkvæmd húsnæðismála hér á landi. Hún fari með stefnumótun og rannsóknir á húsnæðismarkaði, hafi umsjón með opinberum húsnæðisstuðningi og veitingu félagslegra húsnæðislána. „Eftir uppskiptinguna verður til öflug húsnæðisstofnun sem gegnir lykilhlutverki á húsnæðismarkaði. Hún fer með framkvæmd og samhæfingu húsnæðismála um land allt auk þess að vera öflugur samstarfsaðili fyrir sveitarfélögin í landinu í tengslum við áætlunargerð þeirra í húsnæðismálum,“ segir í tilkynningunni. Á sama fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag kynnti Ásmundur Einar að til greina komi að sameina Mannvirkjastofnun við húsnæðisstofnunarhluta Íbúðalánasjóðs. Hyggst ráðherrann skipa starfshóp á næstu dögum sem ætlað er að skoða ítarlega kosti þess og galla. Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um að Íbúðalánasjóði verði skipt upp. Í því felst að sá hluti sem snýr að fjármálaumsýslu vegna eldra lánasafns sjóðsins verði skilinn frá meginstarfsemi hansÍ tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að legið hafi fyrir frá árinu 2012, þegar almennum lánveitingum sjóðsins til almennings vegna húsnæðiskaupa var að mestu hætt, að bregðast þyrfti við áhrifum þess á Íbúðalánasjóð. Þeim var hætt í kjölfar úrskurðar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að lánin stönguðust á við reglur EES-samningsins. Starfshópur, sem skipaður var í september síðastliðnum, hefur verið með breytta stöðu sjóðsins til umfjöllunar og var niðurstaða hópsins að leggja til við ráðherra að fara þessa leið. Í tilkynningunni segir að hlutverk Íbúðalánasjóðs hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum með breytingum á lögum um húsnæðismál og sé í dag sú stofnun sem fari með framkvæmd húsnæðismála hér á landi. Hún fari með stefnumótun og rannsóknir á húsnæðismarkaði, hafi umsjón með opinberum húsnæðisstuðningi og veitingu félagslegra húsnæðislána. „Eftir uppskiptinguna verður til öflug húsnæðisstofnun sem gegnir lykilhlutverki á húsnæðismarkaði. Hún fer með framkvæmd og samhæfingu húsnæðismála um land allt auk þess að vera öflugur samstarfsaðili fyrir sveitarfélögin í landinu í tengslum við áætlunargerð þeirra í húsnæðismálum,“ segir í tilkynningunni. Á sama fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag kynnti Ásmundur Einar að til greina komi að sameina Mannvirkjastofnun við húsnæðisstofnunarhluta Íbúðalánasjóðs. Hyggst ráðherrann skipa starfshóp á næstu dögum sem ætlað er að skoða ítarlega kosti þess og galla.
Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira