Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 21:58 Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim, fannst mér,“ sagði landsliðsfyrirliðinn við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok í kvöld. „Við komumst varla nálægt þeim en vorum að loka ágætlega á þá í fyrri hálfleik. Svo kemur þessi fyrirgjöf, við erum nú ekki vanir að fá á okkur mörk úr því.“ „Þetta var illa tapað hjá okkur og svekkjandi 4-0 tap fannst mér.“ Íslenska liðið spilaði vörnina ágætlega í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir annað mark Frakka. „Seinni hálfleikurinn var bara eins og fyrri hálfleikurinn á EM [í 8-liða úrslitunum á EM 2016 þegar Ísland tapaði 5-2]. Þeir komust á bak við okkur trekk í trekk og við vorum of opnir.“ „Við fórum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik, kannski eðlilega þar sem við vorum að tapa, en við hefðum átt að halda skipulaginu aðeins betur fannst mér.“ Átti íslenska liðið mikið inni í þessum leik? „Já, við eigum mikið inni.“ „Ég hata að tapa, strákarnir líka, og þar af leiðandi er maður svekktur þrátt fyrir að þetta séu heimsmeistararnir á heimavelli og allt það.“ „Uppleggið var fínt. Auðvitað voru þeir meira með boltann og allt það, svekkjandi að fá á okkur mark úr seinni bylgju eftir hornspyrnu þar sem kross kemur fyrir og hann kemst á milli okkar.“ Næstu þrír leikir Íslands eru allir á heimavelli eftir tvo útileiki. Íslenska liðið þarf níu stig úr þeim leikjum til þess að gera alvöru atlögu að sæti á EM. „Það eru gríðarlega mikilvægir leikir í sumar, við viljum gera Laugardalsvöll aftur að vígi og þar líður okkur vel. En við þurfum að ná upp stemningu aftur. Þetta var svekkjandi en bara upp með kassann eins og gamla góða tuggan segir.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim, fannst mér,“ sagði landsliðsfyrirliðinn við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok í kvöld. „Við komumst varla nálægt þeim en vorum að loka ágætlega á þá í fyrri hálfleik. Svo kemur þessi fyrirgjöf, við erum nú ekki vanir að fá á okkur mörk úr því.“ „Þetta var illa tapað hjá okkur og svekkjandi 4-0 tap fannst mér.“ Íslenska liðið spilaði vörnina ágætlega í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir annað mark Frakka. „Seinni hálfleikurinn var bara eins og fyrri hálfleikurinn á EM [í 8-liða úrslitunum á EM 2016 þegar Ísland tapaði 5-2]. Þeir komust á bak við okkur trekk í trekk og við vorum of opnir.“ „Við fórum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik, kannski eðlilega þar sem við vorum að tapa, en við hefðum átt að halda skipulaginu aðeins betur fannst mér.“ Átti íslenska liðið mikið inni í þessum leik? „Já, við eigum mikið inni.“ „Ég hata að tapa, strákarnir líka, og þar af leiðandi er maður svekktur þrátt fyrir að þetta séu heimsmeistararnir á heimavelli og allt það.“ „Uppleggið var fínt. Auðvitað voru þeir meira með boltann og allt það, svekkjandi að fá á okkur mark úr seinni bylgju eftir hornspyrnu þar sem kross kemur fyrir og hann kemst á milli okkar.“ Næstu þrír leikir Íslands eru allir á heimavelli eftir tvo útileiki. Íslenska liðið þarf níu stig úr þeim leikjum til þess að gera alvöru atlögu að sæti á EM. „Það eru gríðarlega mikilvægir leikir í sumar, við viljum gera Laugardalsvöll aftur að vígi og þar líður okkur vel. En við þurfum að ná upp stemningu aftur. Þetta var svekkjandi en bara upp með kassann eins og gamla góða tuggan segir.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira