Náði fyrstu þrennunni í Mars-æðinu í sjö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 14:30 Ja Morant. AP/Jessica Hill Ja Morant var maðurinn á bak við óvæntan sigur Murray State á Marquette í fyrstu umferð úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Ja Morant var með 17 stig, 16 stoðsendingar og 11 stoðsendingar í öruggum 83-64 sigri á Marquette en Marquette var raðað í fimmta sæti yfir bestu liðin í þessum hluta keppninnar. Þetta var fyrsta þrennan í Mars-æðinu í sjö ár eða síðan að Draymond Green, núverandi leikmaður Golden State Warriors var með þrennu fyrir lið Michigan State vorið 2012. Það hafa síðan aðeins sjö aðrir leikmen náð þrennu í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og það eru þeir Oscar Robertson Magic Johnson, Gary Grant, David Cain, Andre Miller, Dwayne Wade og svo síðast Draymond Green.The following people have notched a triple-double in a NCAA tournament game. Oscar Robertson Magic Johnson Gary Grant David Cain Andre Miller Dwayne Wade Draymond Green Now add one more. Ja Morant. — Murray State Sports (@MSURacers) March 21, 2019Frammistaða Ja Morant hefur kallað á mun meiri athygli á þessum nítján ára strák sem er á sínu öðru ári í Murray State háskólanum. Í ár er hann með 24,6 stig og 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en í fyrravetur voru meðaltölin hans 12,7 stig og 6,3 stoðsendingar. Það er því kominn mikill áhugi frá NBA-liðum á þessum skemmtilega leikmanni. Hann var reyndar talsverður fyrir leikinn í gær en almennt er talið að hann verði einn af þeim fyrstu sem verða teknir í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Með því að gefa sextán stoðsendingar í leiknum þá komst Ja Morant einnig nálægt metinu yfir flestar stoðsendingar í úrslitakeppni NCAA en metið er átján stoðsendingar. „Sextán stoðsendingar. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Bara að sjá bros á andlitum liðsfélaganna. Að geta búið til skot og hjálpað til við að byggja upp sjálfstraust þeirra. Ég er stoltur af því,“ sagði Ja Morant eftir leikinn. „Ég vissi að þeir myndu einbeita sér að því að stoppa mig. Ég vissi þá um leið að það myndu þá verða fullt af tækifærum fyrir liðsfélagana mína að skora,“ sagði Morant.RELAX ‼️ i’m not done yet pic.twitter.com/IQPAhmgmLs — Ja Morant (@igotgame_12) March 22, 2019Næsti leikur hjá Ja Morant og félögum er á móti Florida State á sunnudaginn en það lið var sett í fjórða sætið þegar raðað var inn í úrslitakeppnina. Hér fyrir neðan má sjá eitthvað af tilþrifum í þessum leik.17 PTS, 16 AST, 11 REB Have a day, Ja Morant. #MarchMadnesspic.twitter.com/1dHri0Eo4F — NCAA March Madness (@marchmadness) March 21, 2019 Körfubolti NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Ja Morant var maðurinn á bak við óvæntan sigur Murray State á Marquette í fyrstu umferð úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Ja Morant var með 17 stig, 16 stoðsendingar og 11 stoðsendingar í öruggum 83-64 sigri á Marquette en Marquette var raðað í fimmta sæti yfir bestu liðin í þessum hluta keppninnar. Þetta var fyrsta þrennan í Mars-æðinu í sjö ár eða síðan að Draymond Green, núverandi leikmaður Golden State Warriors var með þrennu fyrir lið Michigan State vorið 2012. Það hafa síðan aðeins sjö aðrir leikmen náð þrennu í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og það eru þeir Oscar Robertson Magic Johnson, Gary Grant, David Cain, Andre Miller, Dwayne Wade og svo síðast Draymond Green.The following people have notched a triple-double in a NCAA tournament game. Oscar Robertson Magic Johnson Gary Grant David Cain Andre Miller Dwayne Wade Draymond Green Now add one more. Ja Morant. — Murray State Sports (@MSURacers) March 21, 2019Frammistaða Ja Morant hefur kallað á mun meiri athygli á þessum nítján ára strák sem er á sínu öðru ári í Murray State háskólanum. Í ár er hann með 24,6 stig og 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en í fyrravetur voru meðaltölin hans 12,7 stig og 6,3 stoðsendingar. Það er því kominn mikill áhugi frá NBA-liðum á þessum skemmtilega leikmanni. Hann var reyndar talsverður fyrir leikinn í gær en almennt er talið að hann verði einn af þeim fyrstu sem verða teknir í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Með því að gefa sextán stoðsendingar í leiknum þá komst Ja Morant einnig nálægt metinu yfir flestar stoðsendingar í úrslitakeppni NCAA en metið er átján stoðsendingar. „Sextán stoðsendingar. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Bara að sjá bros á andlitum liðsfélaganna. Að geta búið til skot og hjálpað til við að byggja upp sjálfstraust þeirra. Ég er stoltur af því,“ sagði Ja Morant eftir leikinn. „Ég vissi að þeir myndu einbeita sér að því að stoppa mig. Ég vissi þá um leið að það myndu þá verða fullt af tækifærum fyrir liðsfélagana mína að skora,“ sagði Morant.RELAX ‼️ i’m not done yet pic.twitter.com/IQPAhmgmLs — Ja Morant (@igotgame_12) March 22, 2019Næsti leikur hjá Ja Morant og félögum er á móti Florida State á sunnudaginn en það lið var sett í fjórða sætið þegar raðað var inn í úrslitakeppnina. Hér fyrir neðan má sjá eitthvað af tilþrifum í þessum leik.17 PTS, 16 AST, 11 REB Have a day, Ja Morant. #MarchMadnesspic.twitter.com/1dHri0Eo4F — NCAA March Madness (@marchmadness) March 21, 2019
Körfubolti NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum