Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2019 18:12 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræðir við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel fyrr í dag. Getty Evrópusambandið gæti boðið Bretum að fresta útgöngu sinni úr sambandinu til 22. maí næstkomandi, að því gefnu að breska þingið samþykkti útgöngusamninginn í næstu viku. Þetta kemur fram í drögum að samþykkt leiðtogaráðs ESB sem fundar nú í Brussel. BBC segir frá því að í drögunum komi fram að ekki sé mögulegt að fresta útgöngunni fram yfir kosningarnar til Evrópuþingsins sem fram fara 23. til 26. maí. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði formlega eftir því í gær að útgöngu Bretlands yrði frestað um þrjá mánuði, eða til 30. júní, þar sem breska þingið hafi enn ekki staðfest sáttmálann. Til þessa hefur verið miðað við að Bretland myndi ganga úr sambandinu klukkan 23 að kvöldi 29. mars.Ræddi við aðra leiðtoga ESB-ríkja Fréttamaður BBC segir að May hafi rætt við aðra leiðtoga aðildaríkja ESB í um níutíu mínútur í dag og ítrekað verið spurð hvernig hún myndi bregðast við ef breskur þingheimur myndi fella útgöngusamninginn í þriðja sinn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur sagt að Bretland muni ganga úr sambandinu án samnings, felli breska þingið útgöngusamninginn á ný. May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti í gærkvöldi þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagðist hún skilja afstöðu afstöðu almennings sem hafi fengið sig fullsaddan af karpi stjórnmálamanna um Brexit. Þá sagðist hún ekki vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem breska þjóðin hafi nú þegar sagt sína skoðun. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Evrópusambandið gæti boðið Bretum að fresta útgöngu sinni úr sambandinu til 22. maí næstkomandi, að því gefnu að breska þingið samþykkti útgöngusamninginn í næstu viku. Þetta kemur fram í drögum að samþykkt leiðtogaráðs ESB sem fundar nú í Brussel. BBC segir frá því að í drögunum komi fram að ekki sé mögulegt að fresta útgöngunni fram yfir kosningarnar til Evrópuþingsins sem fram fara 23. til 26. maí. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði formlega eftir því í gær að útgöngu Bretlands yrði frestað um þrjá mánuði, eða til 30. júní, þar sem breska þingið hafi enn ekki staðfest sáttmálann. Til þessa hefur verið miðað við að Bretland myndi ganga úr sambandinu klukkan 23 að kvöldi 29. mars.Ræddi við aðra leiðtoga ESB-ríkja Fréttamaður BBC segir að May hafi rætt við aðra leiðtoga aðildaríkja ESB í um níutíu mínútur í dag og ítrekað verið spurð hvernig hún myndi bregðast við ef breskur þingheimur myndi fella útgöngusamninginn í þriðja sinn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur sagt að Bretland muni ganga úr sambandinu án samnings, felli breska þingið útgöngusamninginn á ný. May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti í gærkvöldi þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagðist hún skilja afstöðu afstöðu almennings sem hafi fengið sig fullsaddan af karpi stjórnmálamanna um Brexit. Þá sagðist hún ekki vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem breska þjóðin hafi nú þegar sagt sína skoðun.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11
Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent