Cambridge-háskóli afturkallar boð til Jordans Peterson Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2019 12:03 Hæstráðendur við Cambridge-háskóla á Bretlandseyjum hafa afturkallað boð til Jordans Peterson, sálfræðiprófessors, um að vera gestakennari við skólann eftir að nemendur og ýmsir kennarar létu í ljós óánægju sína með tilhögunina. Vísir/vilhelm Hæstráðendur við Cambridge-háskóla á Bretlandseyjum hafa afturkallað boð til Jordans Peterson, sálfræðiprófessors, um að vera gestakennari við skólann eftir að nemendur og ýmsir kennarar létu í ljós óánægju sína með tilhögunina. Kanadíski sálfræðiprófessorinn, sem þekktur er fyrir sjálfshálparbókina Tólf lífsreglur – mótefni við glundroða (2018) og fyrirlestrana sína á Youtube, kom til Íslands síðasta sumar og hélt fyrirlestur fyrir landsmenn í Hörpu. Til stóð að kanadíski sálfræðiprófessorinn yrði hjá Cambridge-háskóla í haust til að gegna stöðu gestaprófessors við skólann. Peterson sagði við fylgjendur sína á Youtube-rásinni sinni að því fylgdi mikil spenna að hafa fengið boð sem þetta, sér í lagi fyrir einhvern sem væri jafn „akademískt þenkjandi“ og hann sjálfur. Talsmenn háskólans segja að ástæðan fyrir því að boðið hefði verið afturkallað sé vegna þess að Cambridge-háskóli vilji áfram bjóða nemendum upp á umhverfi þar sem allir fái notið sín eða svokallað „inclusive environment“ eins það er kallað á ensku.Hinn virti Cambridge-háskóli á Bretlandseyjum.Vísir/getty„Við ætlumst til þess af starfsfólkinu okkar og gestakennurum að virða reglur okkar og stefnu. Þetta er ekki staður fyrir þá sem ekki geta séð sér fært um að gera það.“ Nemendafélag Cambridge-háskólans sagði í yfirlýsingu: „Okkur var það mikill léttir að heyra að boð Jordans Peterson um að gerast gestakennari við Cambridge-háskóla, hefði verið afturkallað að lokinni nánari athugun. Það er pólitískt í sjálfu sér að tengja nafn háskólans við verk prófessorsins með boði um aðstöðu við skólann. Slíkt veitir fígúrum á borð við Peterson ákveðið lögmæti.“ Nemendafélagið sagði þá einnig að höfundarverk Petersons og hans sjónarmið endurspegluðu ekki að neinu leyti viðhorf nemenda og fræðasamfélagsins. Þvert á móti væru sjónarmið Petersons á skjön við Cambridge-háskóla og nemendafélagið telur að heimsókn Petersons hefði ekki neitt gildi fyrir háskólann.The truth is Cambridge just doesn't have enough sage authoritative white men who believe they know better than everyone else and can tell the world how to run itself. We need to ship them in from outside. — Priyamvada Gopal (@PriyamvadaGopal) March 20, 2019 Dr. Anna Judson, prófessor við háskólann, segir í tísti að hún sé fegin að heyra að boðið hafi verið afturkallað en hún veltir vöngum yfir því hvers vegna honum hafi yfir höfuð staðið til boða að gerast gestakennari við skólann. Annar prófessor við háskólann, Dr. Priyamvada Gopal, segir á sama vettvangi að svo virtist sem að við háskólann væru ekki nógu margir spekingslegir, valdsmannslegir, hvítir karlmenn sem vita betur en allir aðrir. Það þyrfti sækja þá út fyrir landsteinana og flytja þá inn. Bretland England Tengdar fréttir Skilaboð Jordan Peterson til Justin Trudeau „mesta rétttrúnaðar þjóðarleiðtoga á jörðinni“ Jordan Peterson segir að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada þurfi að hugsa til enda hvaða afleiðingar inngrip sín sem forsætisráðherra muni hafa fyrir samfélög frumbyggja í Kanada. Hugsanlega gagnist þau aðeins honum sjálfum en engum öðrum. 26. júní 2018 15:00 Höfðar ekki bara til karla í tilfinningakreppu Sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson er gríðarlegra vinsæll en umdeildur, jafnvel hataður. Í síðustu viku varð allt brjálað þegar haft var eftir honum að útvega þyrfti ungum körlum konur svo þeir yrðu til friðs. Hann segir þetta alrangt og kannast ekki við að boðskapur hans sé sniðinn að ráðvilltum og andlega dælduðum karlmönnum. 26. maí 2018 06:00 Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Hæstráðendur við Cambridge-háskóla á Bretlandseyjum hafa afturkallað boð til Jordans Peterson, sálfræðiprófessors, um að vera gestakennari við skólann eftir að nemendur og ýmsir kennarar létu í ljós óánægju sína með tilhögunina. Kanadíski sálfræðiprófessorinn, sem þekktur er fyrir sjálfshálparbókina Tólf lífsreglur – mótefni við glundroða (2018) og fyrirlestrana sína á Youtube, kom til Íslands síðasta sumar og hélt fyrirlestur fyrir landsmenn í Hörpu. Til stóð að kanadíski sálfræðiprófessorinn yrði hjá Cambridge-háskóla í haust til að gegna stöðu gestaprófessors við skólann. Peterson sagði við fylgjendur sína á Youtube-rásinni sinni að því fylgdi mikil spenna að hafa fengið boð sem þetta, sér í lagi fyrir einhvern sem væri jafn „akademískt þenkjandi“ og hann sjálfur. Talsmenn háskólans segja að ástæðan fyrir því að boðið hefði verið afturkallað sé vegna þess að Cambridge-háskóli vilji áfram bjóða nemendum upp á umhverfi þar sem allir fái notið sín eða svokallað „inclusive environment“ eins það er kallað á ensku.Hinn virti Cambridge-háskóli á Bretlandseyjum.Vísir/getty„Við ætlumst til þess af starfsfólkinu okkar og gestakennurum að virða reglur okkar og stefnu. Þetta er ekki staður fyrir þá sem ekki geta séð sér fært um að gera það.“ Nemendafélag Cambridge-háskólans sagði í yfirlýsingu: „Okkur var það mikill léttir að heyra að boð Jordans Peterson um að gerast gestakennari við Cambridge-háskóla, hefði verið afturkallað að lokinni nánari athugun. Það er pólitískt í sjálfu sér að tengja nafn háskólans við verk prófessorsins með boði um aðstöðu við skólann. Slíkt veitir fígúrum á borð við Peterson ákveðið lögmæti.“ Nemendafélagið sagði þá einnig að höfundarverk Petersons og hans sjónarmið endurspegluðu ekki að neinu leyti viðhorf nemenda og fræðasamfélagsins. Þvert á móti væru sjónarmið Petersons á skjön við Cambridge-háskóla og nemendafélagið telur að heimsókn Petersons hefði ekki neitt gildi fyrir háskólann.The truth is Cambridge just doesn't have enough sage authoritative white men who believe they know better than everyone else and can tell the world how to run itself. We need to ship them in from outside. — Priyamvada Gopal (@PriyamvadaGopal) March 20, 2019 Dr. Anna Judson, prófessor við háskólann, segir í tísti að hún sé fegin að heyra að boðið hafi verið afturkallað en hún veltir vöngum yfir því hvers vegna honum hafi yfir höfuð staðið til boða að gerast gestakennari við skólann. Annar prófessor við háskólann, Dr. Priyamvada Gopal, segir á sama vettvangi að svo virtist sem að við háskólann væru ekki nógu margir spekingslegir, valdsmannslegir, hvítir karlmenn sem vita betur en allir aðrir. Það þyrfti sækja þá út fyrir landsteinana og flytja þá inn.
Bretland England Tengdar fréttir Skilaboð Jordan Peterson til Justin Trudeau „mesta rétttrúnaðar þjóðarleiðtoga á jörðinni“ Jordan Peterson segir að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada þurfi að hugsa til enda hvaða afleiðingar inngrip sín sem forsætisráðherra muni hafa fyrir samfélög frumbyggja í Kanada. Hugsanlega gagnist þau aðeins honum sjálfum en engum öðrum. 26. júní 2018 15:00 Höfðar ekki bara til karla í tilfinningakreppu Sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson er gríðarlegra vinsæll en umdeildur, jafnvel hataður. Í síðustu viku varð allt brjálað þegar haft var eftir honum að útvega þyrfti ungum körlum konur svo þeir yrðu til friðs. Hann segir þetta alrangt og kannast ekki við að boðskapur hans sé sniðinn að ráðvilltum og andlega dælduðum karlmönnum. 26. maí 2018 06:00 Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Skilaboð Jordan Peterson til Justin Trudeau „mesta rétttrúnaðar þjóðarleiðtoga á jörðinni“ Jordan Peterson segir að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada þurfi að hugsa til enda hvaða afleiðingar inngrip sín sem forsætisráðherra muni hafa fyrir samfélög frumbyggja í Kanada. Hugsanlega gagnist þau aðeins honum sjálfum en engum öðrum. 26. júní 2018 15:00
Höfðar ekki bara til karla í tilfinningakreppu Sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson er gríðarlegra vinsæll en umdeildur, jafnvel hataður. Í síðustu viku varð allt brjálað þegar haft var eftir honum að útvega þyrfti ungum körlum konur svo þeir yrðu til friðs. Hann segir þetta alrangt og kannast ekki við að boðskapur hans sé sniðinn að ráðvilltum og andlega dælduðum karlmönnum. 26. maí 2018 06:00
Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15
Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30