Næstu skref verði að taka mið af því að styrkja sjálfstæði dómstóla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:03 Ingibjörg Þorsteinsdótitr er héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. Þetta segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. Hún var einn af framsögumönnum á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm MDE sem féll í Strassborg í síðustu viku um að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þá segir hún jafnframt brýnt að sú ákvörðun sem tekin verður þurfi að taka mið af því að auka skilvirkni Landsréttar sem allra fyrst. Ingibjörg segir að uppi sé stjórnskipuleg krísa því það sé ekkert í stjórnskipunarlögunum sem segi okkur hvað við getum gert í þeirri stöðu sem er komin upp. „Hvað geta stjórnvöld gert sem mun ekki rekast á við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins?“ Aðrir framsögumenn á málþinginu vöktu athygli á því óréttlæti sem þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir ólöglega við Landsrétt stæðu frammi fyrir. Staðan sé óþolandi og ólíðandi Ingibjörg tekur undir það sjónarmið en bætti einnig við að innan raða dómarafélags Íslands væri fólk sem hefði orðið fyrir verulegum miska vegna þess að gengið hafi verið fram hjá þeim með framferði dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Þetta væri Hæstiréttur búinn að fallast á og einum verið greiddar miskabætur. Hún segir að málið hafi gert sér erfitt fyrir að gæta hagsmuna sinna félagsmanna sem sé fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði dómstóla andspænis pólitíkinni og að tala máli sinna félagsmanna. „Þetta er staða sem er óþolandi og ólíðandi,“ segir Ingibjörg sem bætir við að allir ættu að geta verið sammála um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Hún veltir því auk þess fyrir sér hvernig málið hljóti að hafa haft áhrif á áhuga fólks til að sækja um starf dómara. Það hljóti að velta fyrir sér hvort það muni lenda fyrir barðinu á þessari þeytivindu sem Landsréttarmálið hefur verið. Ingibjörg segir að þetta sé nú þegar búið að vera afar langt ferli sem hafi skapað deilur, óróa og dómsmál og varpað algjörum skugga á allt það jákvæða sem tilkoma þessa nýja dómstigs átti að hafa í för með sér fyrir borgara þessa lands. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. Þetta segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. Hún var einn af framsögumönnum á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm MDE sem féll í Strassborg í síðustu viku um að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þá segir hún jafnframt brýnt að sú ákvörðun sem tekin verður þurfi að taka mið af því að auka skilvirkni Landsréttar sem allra fyrst. Ingibjörg segir að uppi sé stjórnskipuleg krísa því það sé ekkert í stjórnskipunarlögunum sem segi okkur hvað við getum gert í þeirri stöðu sem er komin upp. „Hvað geta stjórnvöld gert sem mun ekki rekast á við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins?“ Aðrir framsögumenn á málþinginu vöktu athygli á því óréttlæti sem þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir ólöglega við Landsrétt stæðu frammi fyrir. Staðan sé óþolandi og ólíðandi Ingibjörg tekur undir það sjónarmið en bætti einnig við að innan raða dómarafélags Íslands væri fólk sem hefði orðið fyrir verulegum miska vegna þess að gengið hafi verið fram hjá þeim með framferði dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Þetta væri Hæstiréttur búinn að fallast á og einum verið greiddar miskabætur. Hún segir að málið hafi gert sér erfitt fyrir að gæta hagsmuna sinna félagsmanna sem sé fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði dómstóla andspænis pólitíkinni og að tala máli sinna félagsmanna. „Þetta er staða sem er óþolandi og ólíðandi,“ segir Ingibjörg sem bætir við að allir ættu að geta verið sammála um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Hún veltir því auk þess fyrir sér hvernig málið hljóti að hafa haft áhrif á áhuga fólks til að sækja um starf dómara. Það hljóti að velta fyrir sér hvort það muni lenda fyrir barðinu á þessari þeytivindu sem Landsréttarmálið hefur verið. Ingibjörg segir að þetta sé nú þegar búið að vera afar langt ferli sem hafi skapað deilur, óróa og dómsmál og varpað algjörum skugga á allt það jákvæða sem tilkoma þessa nýja dómstigs átti að hafa í för með sér fyrir borgara þessa lands.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35