Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Sveinn Arnarsson skrifar 20. mars 2019 06:45 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra breytti reglugerð í desember síðastliðnum. Fréttablaðið/Ernir Íbúðalánasjóður hafnaði Brynju – Hússjóði ÖBÍ um stofnframlög til kaupa á íbúðum fyrir öryrkja fyrir skömmu. Sex hundruð manns eru á biðlista hjá Brynju eftir húsnæði. Brynja sótti um stofnframlög vegna samtals 135 íbúða með það að markmiði að fjölga íbúðum fyrir öryrkja. Um var að ræða 110 tveggja herbergja íbúðir, 24 þriggja herbergja og eina fjögurra herbergja íbúð. Hússjóðurinn fékk neitun þar sem þetta var of dýrt að mati Íbúðalánasjóðs og takmarkaðar upphæðir í boði. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja og tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Umsókn Brynju byggir á lögum um almennar íbúðir. Markmið laganna, sem samþykkt voru 2016, er að veita tekjulágum húsnæðisöryggi og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.Garðar SverrissonÞannig var ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði, þar með talið fyrir ungt fólk, aldraða og fatlaða. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, breytti hins vegar reglugerð um veitingu stofnstyrks 5. desember síðastliðinn. Þar kemur fram að að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fjármagnsins eigi að renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Garðar Sverrisson, formaður stjórnar hússjóðsins Brynju og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það skjóta skökku við að tekjulægsti hópurinn, öryrkjar, fái ekki stofnframlög að þessu leyti. „Markmið laganna er skýrt. Með lögunum á að koma til móts við tekjulága. Ætla mætti að tekjulægsti hópurinn væri þar á meðal. Við höfum því ákveðið að skoða málið frekar. Nú eru 600 umsækjendur á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir geti komið til afgreiðslu á næstu árum,“ Hússjóðurinn hefur falið lögfræðingi að kanna hvernig þetta geti samræmst lögunum sem hafa það markmið að bæta húsnæðiskost tekjulágra. Öryrkjar, sem eru ekki á vinnumarkaði, séu þar með settir í annan flokk. Greinarmunur á einstaklingum sem tilheyra þessum ólíku hópum, öryrkjum sem ekki eru á vinnumarkaði, og tekjulágum á vinnumarkaði, á sér því ekki stoð í lögum. Lögfræðingur Brynju hefur ekki fengið svar við fyrirspurn sinni. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
Íbúðalánasjóður hafnaði Brynju – Hússjóði ÖBÍ um stofnframlög til kaupa á íbúðum fyrir öryrkja fyrir skömmu. Sex hundruð manns eru á biðlista hjá Brynju eftir húsnæði. Brynja sótti um stofnframlög vegna samtals 135 íbúða með það að markmiði að fjölga íbúðum fyrir öryrkja. Um var að ræða 110 tveggja herbergja íbúðir, 24 þriggja herbergja og eina fjögurra herbergja íbúð. Hússjóðurinn fékk neitun þar sem þetta var of dýrt að mati Íbúðalánasjóðs og takmarkaðar upphæðir í boði. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja og tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Umsókn Brynju byggir á lögum um almennar íbúðir. Markmið laganna, sem samþykkt voru 2016, er að veita tekjulágum húsnæðisöryggi og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.Garðar SverrissonÞannig var ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði, þar með talið fyrir ungt fólk, aldraða og fatlaða. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, breytti hins vegar reglugerð um veitingu stofnstyrks 5. desember síðastliðinn. Þar kemur fram að að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fjármagnsins eigi að renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Garðar Sverrisson, formaður stjórnar hússjóðsins Brynju og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það skjóta skökku við að tekjulægsti hópurinn, öryrkjar, fái ekki stofnframlög að þessu leyti. „Markmið laganna er skýrt. Með lögunum á að koma til móts við tekjulága. Ætla mætti að tekjulægsti hópurinn væri þar á meðal. Við höfum því ákveðið að skoða málið frekar. Nú eru 600 umsækjendur á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir geti komið til afgreiðslu á næstu árum,“ Hússjóðurinn hefur falið lögfræðingi að kanna hvernig þetta geti samræmst lögunum sem hafa það markmið að bæta húsnæðiskost tekjulágra. Öryrkjar, sem eru ekki á vinnumarkaði, séu þar með settir í annan flokk. Greinarmunur á einstaklingum sem tilheyra þessum ólíku hópum, öryrkjum sem ekki eru á vinnumarkaði, og tekjulágum á vinnumarkaði, á sér því ekki stoð í lögum. Lögfræðingur Brynju hefur ekki fengið svar við fyrirspurn sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði