Ein ríkasta kona Rússlands fórst í flugslysi við Frankfurt Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2019 23:36 Natalia Fileva var meðeigandi S7, stærsta einkarekna flugfélags Rússlands. Vísir/AP Þrír fórust í flugslysi í grennd við þýsku borgina Frankfurt síðdegis í dag. Natalia Fileva, einn eigenda rússneska flugfélagsins S7 og ein ríkasta kona Rússlands, er á meðal þeirra sem fórust í slysinu. Þá létust tveir í bílslysi viðbragðsaðila sem voru á leið á slysstað í dag. Í frétt New York Times segir að vélin, sem var eins hreyfils flugvél af gerðinni Epic LT, hafi brotlent á akri í aðflugi að flugvellinum í Egelsbach, bæ í grennd við Frankfurt. Þrír voru um borð í vélinni, þar á meðal hin 55 ára Fileva, og létust allir. Talið er að hinir tveir hafi einnig verið rússneskir ríkisborgarar. Í yfirlýsingu frá S7, stærsta einkarekna flugfélagi Rússlands, segir að félagið sendi aðstandendum Filevu samúðarkveðjur. Þá er hennar minnst sem áhrifamikils leiðtoga og yndislegrar manneskju. „Þetta er óbætanlegur missir,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Tveir til viðbótar létust í árekstri fólkbíls við lögreglubíl sem var á leið á slysstað. Samkvæmt frétt DPA-fréttaveitunnar eru þrír lögregluþjónar alvarlega slasaðir eftir áreksturinn en bílstjóri og farþegi hins bílsins létust.Frá vettvangi flugslyssins.Vísir/AP Fréttir af flugi Rússland Þýskaland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Þrír fórust í flugslysi í grennd við þýsku borgina Frankfurt síðdegis í dag. Natalia Fileva, einn eigenda rússneska flugfélagsins S7 og ein ríkasta kona Rússlands, er á meðal þeirra sem fórust í slysinu. Þá létust tveir í bílslysi viðbragðsaðila sem voru á leið á slysstað í dag. Í frétt New York Times segir að vélin, sem var eins hreyfils flugvél af gerðinni Epic LT, hafi brotlent á akri í aðflugi að flugvellinum í Egelsbach, bæ í grennd við Frankfurt. Þrír voru um borð í vélinni, þar á meðal hin 55 ára Fileva, og létust allir. Talið er að hinir tveir hafi einnig verið rússneskir ríkisborgarar. Í yfirlýsingu frá S7, stærsta einkarekna flugfélagi Rússlands, segir að félagið sendi aðstandendum Filevu samúðarkveðjur. Þá er hennar minnst sem áhrifamikils leiðtoga og yndislegrar manneskju. „Þetta er óbætanlegur missir,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Tveir til viðbótar létust í árekstri fólkbíls við lögreglubíl sem var á leið á slysstað. Samkvæmt frétt DPA-fréttaveitunnar eru þrír lögregluþjónar alvarlega slasaðir eftir áreksturinn en bílstjóri og farþegi hins bílsins létust.Frá vettvangi flugslyssins.Vísir/AP
Fréttir af flugi Rússland Þýskaland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira