„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 21:00 Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. Á svæðinu er öryggisvistun fyrir fanga og hafa börn orðið fyrir áreiti þar. Íbúi segir að það líti út fyrir að borginni sé ekki annt um öryggi barna í hverfinu. Í febrúar var breyting á deiluskipulagi við Hagasel 23 auglýst en samkvæmt því á að byggja þar 600 fermetra hús með átta íbúðum. Þar á að vera búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í þjónustuflokki III en á sömu lóð er félagsmiðstöðin Hólmasel. „Það segir okkur að það er fólk með geðröskun og mögulegan fíknivanda. Það er ekkert hægt að fullyrða hvort þetta verði fólk í fíknineyslu eða ekki,“ segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu og bætir við að það hafi ekki verið hægt að fá það staðfest skriflega hjá borginni að þar yrði ekki fólk með fíknivanda. „Það er bara það sama og þau lofuðu hérna í Rangárselinu. Það átti aldrei að vera neitt hættulegt fólk vistað þar,“ segir Ágústa Ýr Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu, og bætir við að raunin hafi svo verið önnur. Í Rangárseli sé nú öryggisvistun fyrir fanga og er Rangársel í innan við 140 metra sjónlínu frá lóðinni við Hagasel 23. Þá viti þær að það bráðvantar úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda, það er geð- og fíknivanda. Íbúar hverfisins óttast öryggi barna sinna mest en mikið barnastarf á svæðinu. Til að mynda er eru tveir grunnskólar mjög nálægt, leikskóli og kirkjan þar sem mjög oft fer fram barnastarf. „Göngustígurinn hérna er göngustígur milli Ölduselsskóla og Seljaskóla. Þetta er þjóðbraut barna hérna í hverfinu,“ segir Ágústa Ýr. Ótækt sé að slíku búsetuúrræði sé komið fyrir á þessu svæði, þar sem vandamál hafa áður komið upp vegna búsetukjarnans að Rangárseli. „Ég á til dæmis einn níu ára vin sem lenti í árás nú í haust frá vistmanni frá Rangárseli og ég veit um fleiri börn sem hafa lent í áreiti frá íbúum þar þrátt fyrir að það hafi átt að tryggja að það yrði ekki ónæði af þeim. Á þessu skipulagi lítur út eins og Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna,“ segir Hildur.En hvar á þá þetta fólk að vera?„Akkúrat og maður hefði haldið að borgin væri með heildstæða sín á það og ynni markvisst að því að finna þeim góðan samastað. Akkúrat upp í félagsmiðstöð þar sem eru mikil læti í krökkum það er ekki góður staður,“ segir Hildur. Íbúar hafa efnt til undirskriftarsöfnunar í mótmælaskyni og hafa nú 600 manns skrifað undir listann. Þá vinnur umboðsmaður Borgarbúa nú í málinu með íbúum. Borgarstjórn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. Á svæðinu er öryggisvistun fyrir fanga og hafa börn orðið fyrir áreiti þar. Íbúi segir að það líti út fyrir að borginni sé ekki annt um öryggi barna í hverfinu. Í febrúar var breyting á deiluskipulagi við Hagasel 23 auglýst en samkvæmt því á að byggja þar 600 fermetra hús með átta íbúðum. Þar á að vera búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í þjónustuflokki III en á sömu lóð er félagsmiðstöðin Hólmasel. „Það segir okkur að það er fólk með geðröskun og mögulegan fíknivanda. Það er ekkert hægt að fullyrða hvort þetta verði fólk í fíknineyslu eða ekki,“ segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu og bætir við að það hafi ekki verið hægt að fá það staðfest skriflega hjá borginni að þar yrði ekki fólk með fíknivanda. „Það er bara það sama og þau lofuðu hérna í Rangárselinu. Það átti aldrei að vera neitt hættulegt fólk vistað þar,“ segir Ágústa Ýr Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu, og bætir við að raunin hafi svo verið önnur. Í Rangárseli sé nú öryggisvistun fyrir fanga og er Rangársel í innan við 140 metra sjónlínu frá lóðinni við Hagasel 23. Þá viti þær að það bráðvantar úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda, það er geð- og fíknivanda. Íbúar hverfisins óttast öryggi barna sinna mest en mikið barnastarf á svæðinu. Til að mynda er eru tveir grunnskólar mjög nálægt, leikskóli og kirkjan þar sem mjög oft fer fram barnastarf. „Göngustígurinn hérna er göngustígur milli Ölduselsskóla og Seljaskóla. Þetta er þjóðbraut barna hérna í hverfinu,“ segir Ágústa Ýr. Ótækt sé að slíku búsetuúrræði sé komið fyrir á þessu svæði, þar sem vandamál hafa áður komið upp vegna búsetukjarnans að Rangárseli. „Ég á til dæmis einn níu ára vin sem lenti í árás nú í haust frá vistmanni frá Rangárseli og ég veit um fleiri börn sem hafa lent í áreiti frá íbúum þar þrátt fyrir að það hafi átt að tryggja að það yrði ekki ónæði af þeim. Á þessu skipulagi lítur út eins og Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna,“ segir Hildur.En hvar á þá þetta fólk að vera?„Akkúrat og maður hefði haldið að borgin væri með heildstæða sín á það og ynni markvisst að því að finna þeim góðan samastað. Akkúrat upp í félagsmiðstöð þar sem eru mikil læti í krökkum það er ekki góður staður,“ segir Hildur. Íbúar hafa efnt til undirskriftarsöfnunar í mótmælaskyni og hafa nú 600 manns skrifað undir listann. Þá vinnur umboðsmaður Borgarbúa nú í málinu með íbúum.
Borgarstjórn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira