Nú sé kominn tími til að ræða staðreyndir Klausturmálsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 20:00 Formaður Miðflokksins segir að eftir að hafa fengið aðgang að upptöku af Klausturbar blasi við að upptakan hafi verið vel skipulögð aðgerð og að fleiri en Bára Halldórsdóttir hafi komið að henni. Búið sé að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla á barnum, nú sé komin tími til að ræða staðreyndir málsins. Þingmenn Miðflokksins kvörtuðu til Persónuverndar eftir að upptöku af samtali þeirra á Klausturbar í nóvember síðastliðnum var lekið til fjölmiðla. Í grein sem formaður Miðflokksins ritar á vef Fréttablaðsins í dag segir að nú hafi hann fengið aðgang að gögnum sem kallað hafði verið eftir, meðal annars upptökum úr öryggismyndavélum og þar sé ýmislegt sem varpi nýju ljósi á málið. Niðurstaðan sé sú að ein mesta persónulega aðför sem gerð hafi verið opinberlega að stjórnmálamönnum og öðru saklausu fólki í seinni tíð hafi verið skipulögð aðgerð. „Það blasir við að öll sagan af atburðarrásinni er ósönn. Það blasir líka við að þetta hefur verið undirbúið fyrirfram og tekið upp með allt öðrum hætti en gefið hefur verið til kynna. Það sést með því að fylgjast með atburðarrásinni, hvernig viðkomandi mætir á staðinn og fer strax beint til verka. Allt ólíkt því en sem haldið hafði verið fram um að þetta hafi gerst á tilviljunarkenndan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að það væri of langt mál að rekja allar rangfærslurnar. „Allt sem haldið var fram hvernig þetta hefði atvikaðist var rangt og augljóst að fleiri hefðu komið að þessu,“ segir Sigmundur Davíð. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Persónuverndar að málið sé í vinnslu hjá stofnuninni. Miðflokksmenn hafi ekki sjálfir horft á upptökurnar heldur hafi lögmaður þeirra fengið að horfa á þær undir eftirliti lögfræðinga stofnunarinnar. Bára Halldórsdóttir, hefur hins vegar sjálf horft á upptökurnar en hún fór með lögmanni sínum til Persónuverndar. Hún segir Miðflokksmenn reyna að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum. Það sé ekkert í upptökunni sem bendi til þess að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp.En er kjarni málsins ekki þau ljótu orð sem þið létuð falla? „Það er búið að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla. Nú er komin tími til að ræða staðreynir málsins,“ segir Sigmundur Davíð. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir að eftir að hafa fengið aðgang að upptöku af Klausturbar blasi við að upptakan hafi verið vel skipulögð aðgerð og að fleiri en Bára Halldórsdóttir hafi komið að henni. Búið sé að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla á barnum, nú sé komin tími til að ræða staðreyndir málsins. Þingmenn Miðflokksins kvörtuðu til Persónuverndar eftir að upptöku af samtali þeirra á Klausturbar í nóvember síðastliðnum var lekið til fjölmiðla. Í grein sem formaður Miðflokksins ritar á vef Fréttablaðsins í dag segir að nú hafi hann fengið aðgang að gögnum sem kallað hafði verið eftir, meðal annars upptökum úr öryggismyndavélum og þar sé ýmislegt sem varpi nýju ljósi á málið. Niðurstaðan sé sú að ein mesta persónulega aðför sem gerð hafi verið opinberlega að stjórnmálamönnum og öðru saklausu fólki í seinni tíð hafi verið skipulögð aðgerð. „Það blasir við að öll sagan af atburðarrásinni er ósönn. Það blasir líka við að þetta hefur verið undirbúið fyrirfram og tekið upp með allt öðrum hætti en gefið hefur verið til kynna. Það sést með því að fylgjast með atburðarrásinni, hvernig viðkomandi mætir á staðinn og fer strax beint til verka. Allt ólíkt því en sem haldið hafði verið fram um að þetta hafi gerst á tilviljunarkenndan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að það væri of langt mál að rekja allar rangfærslurnar. „Allt sem haldið var fram hvernig þetta hefði atvikaðist var rangt og augljóst að fleiri hefðu komið að þessu,“ segir Sigmundur Davíð. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Persónuverndar að málið sé í vinnslu hjá stofnuninni. Miðflokksmenn hafi ekki sjálfir horft á upptökurnar heldur hafi lögmaður þeirra fengið að horfa á þær undir eftirliti lögfræðinga stofnunarinnar. Bára Halldórsdóttir, hefur hins vegar sjálf horft á upptökurnar en hún fór með lögmanni sínum til Persónuverndar. Hún segir Miðflokksmenn reyna að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum. Það sé ekkert í upptökunni sem bendi til þess að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp.En er kjarni málsins ekki þau ljótu orð sem þið létuð falla? „Það er búið að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla. Nú er komin tími til að ræða staðreynir málsins,“ segir Sigmundur Davíð.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02
Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25