Meistararnir reiðir dómaranum eftir tap í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. mars 2019 09:30 Golden State Warriors tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Liðsmenn Warriors voru dómurunum mjög reiðir í lok leiksins. Heimamenn í Timberwolves unnu leikinn með einu stigi, 131-130, og kom sigurstigið af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum. Kevin Durant braut á Karl-Anthony Towns og sendi hann á vítalínuna, Towns setti fyrra skotið ofan í en klikkaði á því seinna. Það var þó ekki sú villa sem truflaði Steve Kerr þjálfara mest. Þegar 4,4 sekúndur voru eftir greip Durant boltann, snéri sér í átt að körfunni og skaut þriggja stiga körfu sem hefði jafnað leikinn. Það var hins vegar brotið á honum og dómari leiksins sagði brotið hafa komið áður en Durant skaut og því fékk karfan ekki að standa né fékk Durant vítaskot. „Ég horfði á endursýningu af þessu. Hann greip boltann og skaut. Þetta er fjögurra stiga sókn. Ég skil þetta ekki. Ef það er brotið á þér þegar þú grípur og ferð í skot færðu körfu góða og vítaskot í hvaða deild sem er,“ sagði Kerr eftir leikinn. Í næstu sókn náði Stephen Curry að jafna með erfiðum þrist í 130-130, en eins og áður segir náði Towns að taka sigurinn fyrir Timberwolves. Golden State er enn á toppi vesturdeildarinnar og öruggt með sæti í úrslitakeppninni á meðan Minnesota á ekki möguleika á að komast þangað.the BEST OT PLAYS as the @Timberwolves top the @warriors in a thrilling finish at home! #AllEyesNorthpic.twitter.com/u4St8W2UXL — NBA (@NBA) March 30, 2019 Denver Nuggets náði hins vegar að jafna Golden State á toppnum með sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Jamal Murray skoraði 27 stig og Nikola Jokic 23 fyrir Nuggets í 115-105 sigri. Sigur Nuggets var nokkuð öruggur en gestirnir voru með yfirhöndina nær allan tíman. Jerami Grant náði að jafna leikinn fyrir Oklahoma í þriðja leikhluta en Denver svaraði með 14-2 áhlaupi og leiddi með 11 stigum fyrir fjórða leikhlutann.Nikola Jokic (23 PTS, 16 REB) and @BeMore27 (27 PTS, 9 AST) combine for 50 to lead the @nuggets past OKC! #MileHighBasketballpic.twitter.com/SSIZZp1J2n — NBA (@NBA) March 30, 2019 Boston Celtics hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu vikur en náðu í mikilvægan sigur á Indiana Pacers í nótt, liði sem þeir gætu vel mætt í úrslitakeppninni. Kyrie Irving skoraði sigurkörfuna þegar sekúndubrot voru eftir af leiknum og tryggði Boston 114-112 sigur. Irving kláraði leikinn með 30 stig og fimm stoðsendingar en hann hefur farið í að minnsta kosti 30 stig í fimm af síðustu sex leikjum. Al Horford bætti við 19 stigum og Aron Baynes setti 13 stig og tók 13 fráköst. Eins og er eru þessi lið í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar og myndu því mætast í 8-liða úrslitunum. Boston er 2-1 yfir í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur en þau eiga eftir að mætast einu sinni enn í deildarkeppninni.@KyrieIrving goes for 30 PTS and hits the game-winning lay-up in the @celtics home W! #CUsRisepic.twitter.com/KFsjuR2UMT — NBA (@NBA) March 30, 2019Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Indiana Pacers 114-112 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 98-118 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 131-130 Oklahoma City Thunder - Denver Nuggets 105-115 Utah Jazz - Washington Wizards 128-124 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 129-115 NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Golden State Warriors tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Liðsmenn Warriors voru dómurunum mjög reiðir í lok leiksins. Heimamenn í Timberwolves unnu leikinn með einu stigi, 131-130, og kom sigurstigið af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum. Kevin Durant braut á Karl-Anthony Towns og sendi hann á vítalínuna, Towns setti fyrra skotið ofan í en klikkaði á því seinna. Það var þó ekki sú villa sem truflaði Steve Kerr þjálfara mest. Þegar 4,4 sekúndur voru eftir greip Durant boltann, snéri sér í átt að körfunni og skaut þriggja stiga körfu sem hefði jafnað leikinn. Það var hins vegar brotið á honum og dómari leiksins sagði brotið hafa komið áður en Durant skaut og því fékk karfan ekki að standa né fékk Durant vítaskot. „Ég horfði á endursýningu af þessu. Hann greip boltann og skaut. Þetta er fjögurra stiga sókn. Ég skil þetta ekki. Ef það er brotið á þér þegar þú grípur og ferð í skot færðu körfu góða og vítaskot í hvaða deild sem er,“ sagði Kerr eftir leikinn. Í næstu sókn náði Stephen Curry að jafna með erfiðum þrist í 130-130, en eins og áður segir náði Towns að taka sigurinn fyrir Timberwolves. Golden State er enn á toppi vesturdeildarinnar og öruggt með sæti í úrslitakeppninni á meðan Minnesota á ekki möguleika á að komast þangað.the BEST OT PLAYS as the @Timberwolves top the @warriors in a thrilling finish at home! #AllEyesNorthpic.twitter.com/u4St8W2UXL — NBA (@NBA) March 30, 2019 Denver Nuggets náði hins vegar að jafna Golden State á toppnum með sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Jamal Murray skoraði 27 stig og Nikola Jokic 23 fyrir Nuggets í 115-105 sigri. Sigur Nuggets var nokkuð öruggur en gestirnir voru með yfirhöndina nær allan tíman. Jerami Grant náði að jafna leikinn fyrir Oklahoma í þriðja leikhluta en Denver svaraði með 14-2 áhlaupi og leiddi með 11 stigum fyrir fjórða leikhlutann.Nikola Jokic (23 PTS, 16 REB) and @BeMore27 (27 PTS, 9 AST) combine for 50 to lead the @nuggets past OKC! #MileHighBasketballpic.twitter.com/SSIZZp1J2n — NBA (@NBA) March 30, 2019 Boston Celtics hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu vikur en náðu í mikilvægan sigur á Indiana Pacers í nótt, liði sem þeir gætu vel mætt í úrslitakeppninni. Kyrie Irving skoraði sigurkörfuna þegar sekúndubrot voru eftir af leiknum og tryggði Boston 114-112 sigur. Irving kláraði leikinn með 30 stig og fimm stoðsendingar en hann hefur farið í að minnsta kosti 30 stig í fimm af síðustu sex leikjum. Al Horford bætti við 19 stigum og Aron Baynes setti 13 stig og tók 13 fráköst. Eins og er eru þessi lið í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar og myndu því mætast í 8-liða úrslitunum. Boston er 2-1 yfir í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur en þau eiga eftir að mætast einu sinni enn í deildarkeppninni.@KyrieIrving goes for 30 PTS and hits the game-winning lay-up in the @celtics home W! #CUsRisepic.twitter.com/KFsjuR2UMT — NBA (@NBA) March 30, 2019Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Indiana Pacers 114-112 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 98-118 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 131-130 Oklahoma City Thunder - Denver Nuggets 105-115 Utah Jazz - Washington Wizards 128-124 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 129-115
NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum