Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 11:42 Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að loftslagslögum er kveðið á um að stjórnarráðið, allar stofnanir ríkisins og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins setji sér loftslagsstefnu. Fréttablaðið/Vilhelm Kolefnislosun flugferða verður tekin með í reikninginn og fjarfundum verður fjölgað samkvæmt loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Markmiðið er að stjórnarráðið dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030. Loftslagsstefnan nær til allra tíu ráðuneyta stjórnarráðsins og rekstrarfélags stjórnarráðsins en til viðbótar eru gerðar kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Auk samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun ætlar stjórnarráðið sér að kolefnisjafna alla losun sína strax á þessu ári og á endum binda meiri koltvísýring en það losar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að fylgja loftslagsstefnunni eftir. Mest losun stjórnarráðsins er til komin vegna flugferða starfsmanna þess erlendis eða um tveir þriðju hlutar losunarinnar. Þar á eftir koma ferðir starfsfólks til og frá vinnu (16%), akstur á vegum ráðuneyta (7%), losun frá mötuneytum (5%), flugferðir starfsmanna innanlands (3%), losun vegna úrgangs sem fellur til (1%) og orkunotkun (1%).Fækka innlendum flugferðum um tæpan fimmtung Aðgerðirnar sem ráðist verður í ná til fjögurra ára til ársins 2022. Til að byrja með á að veita losun frá flugi sérstaka athygli með það fyrir augum að draga úr henni án þess að setja alþjóðlegu samstarfi og skuldbindingum Íslands skorður. Markmiðið er að fækka flugferðum erlendis um 2% og innanlands um 19%. Tækifæri eru sögð leynast til samdráttar í skipulagningu og fjölgun fjarfunda. Þannig á að þróa veflausn fyrir skipulagningu ferða sem veitir upplýsingar um kolefnisspor mismunandi leiða. Þannig verði hægt að fylgjast með kolefnislosun ferða á sama hátt og fylgst sé með kostnaði í krónum talið. Þá verður fjarfundarbúnaði komið upp í öllum ráðuneytum og starfsmönnum veitt fræðsla og þjálfun í notkun hans ásamt leiðbeiningum um hvaða fundir henta sem fjarfundir. Ráðuneytin eiga jafnframt að setja sér markmið um aukið hlutfall fjarfunda. Á þessu ári stendur einnig til að fjölga hleðslustöðvum rafbíla við ráðuneyti, koma upp hjólaaðstöðu fyrir starfsmenn og efla þekkingu starfsmanna á loftslagsmálum. Markmiðið er að draga úr losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu um rúman fimmtung. Einnig verður starfsmönnum boðið upp á rafhjól fyrir styttri vinnuferðir. Til að draga úr losun vegna aksturs á vegum ráðuneyta um 30% ætlar stjórnarráðið að semja við bílaleigur um að nýta vistvæna bíla og óska sérstaklega eftir visthæfum leigubílum. Þá stendur til að rafvæða bílaflota stjórnarráðsins, þar á meðal ráðherra- og þjónustubíla. Fyrir kolefnisjöfnun stjórnarráðsins á að koma á fót sérstöku landgræðslusvæði sem ráðuneyti og stofnanir hafa val um að nýta þar sem starfsmenn planta sjálfir. Bílaleigur Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Kolefnislosun flugferða verður tekin með í reikninginn og fjarfundum verður fjölgað samkvæmt loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Markmiðið er að stjórnarráðið dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030. Loftslagsstefnan nær til allra tíu ráðuneyta stjórnarráðsins og rekstrarfélags stjórnarráðsins en til viðbótar eru gerðar kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Auk samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun ætlar stjórnarráðið sér að kolefnisjafna alla losun sína strax á þessu ári og á endum binda meiri koltvísýring en það losar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að fylgja loftslagsstefnunni eftir. Mest losun stjórnarráðsins er til komin vegna flugferða starfsmanna þess erlendis eða um tveir þriðju hlutar losunarinnar. Þar á eftir koma ferðir starfsfólks til og frá vinnu (16%), akstur á vegum ráðuneyta (7%), losun frá mötuneytum (5%), flugferðir starfsmanna innanlands (3%), losun vegna úrgangs sem fellur til (1%) og orkunotkun (1%).Fækka innlendum flugferðum um tæpan fimmtung Aðgerðirnar sem ráðist verður í ná til fjögurra ára til ársins 2022. Til að byrja með á að veita losun frá flugi sérstaka athygli með það fyrir augum að draga úr henni án þess að setja alþjóðlegu samstarfi og skuldbindingum Íslands skorður. Markmiðið er að fækka flugferðum erlendis um 2% og innanlands um 19%. Tækifæri eru sögð leynast til samdráttar í skipulagningu og fjölgun fjarfunda. Þannig á að þróa veflausn fyrir skipulagningu ferða sem veitir upplýsingar um kolefnisspor mismunandi leiða. Þannig verði hægt að fylgjast með kolefnislosun ferða á sama hátt og fylgst sé með kostnaði í krónum talið. Þá verður fjarfundarbúnaði komið upp í öllum ráðuneytum og starfsmönnum veitt fræðsla og þjálfun í notkun hans ásamt leiðbeiningum um hvaða fundir henta sem fjarfundir. Ráðuneytin eiga jafnframt að setja sér markmið um aukið hlutfall fjarfunda. Á þessu ári stendur einnig til að fjölga hleðslustöðvum rafbíla við ráðuneyti, koma upp hjólaaðstöðu fyrir starfsmenn og efla þekkingu starfsmanna á loftslagsmálum. Markmiðið er að draga úr losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu um rúman fimmtung. Einnig verður starfsmönnum boðið upp á rafhjól fyrir styttri vinnuferðir. Til að draga úr losun vegna aksturs á vegum ráðuneyta um 30% ætlar stjórnarráðið að semja við bílaleigur um að nýta vistvæna bíla og óska sérstaklega eftir visthæfum leigubílum. Þá stendur til að rafvæða bílaflota stjórnarráðsins, þar á meðal ráðherra- og þjónustubíla. Fyrir kolefnisjöfnun stjórnarráðsins á að koma á fót sérstöku landgræðslusvæði sem ráðuneyti og stofnanir hafa val um að nýta þar sem starfsmenn planta sjálfir.
Bílaleigur Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30