Rúmur fjórðungur vill flytja inn kjöt frá Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2019 13:01 Könnunin bendir til þess að Íslendingur séu almennt á móti innflutningi á evrópsku kjöti. Fréttablaðið/Stefán Rúmlega helmingur svarenda í nýrri skoðanakönnun MMR segist andvígur því að leyfa innflutning á fersku kjöti frá Evrópu en rétt rúmur fjórðungur er því fylgjandi. Yngra fólk hefur merkjanlegra frjálslyndara viðhorf til innflutnings en eldra ef marka má könnunina. Spurt var út í afstöðu fólks til innflutnings á fersku kjöti frá löndum á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Af þeim sem svöruðu sögðust 55% andvígur en 27% fylgjandi. Þar af sögðust 38% mjög andvíg innflutningnum, 18% frekar andvíg og 17% hvorki fylgjandi né andvíg. Um 15% voru frekar fylgjandi og 12% mjög fylgjandi. Andstaðan við innflutninginn eykst með aldri í könnuninni. Þannig sögðust 70% fólks á aldrinu 68 ára og eldri frekar eða mjög andvíg en 52% fólks á aldrinum 18-29 ára. Í aldurshópnum 30-49 ára voru 49% andsnúin innflutningi á kjöti. Mestur stuðningur við innflutninginn var í aldurshópnum 30-49 ára, rétt um þriðjungur, en minnstur í í yngsta aldurhópnum, um fimmtungur. Konur höfðu meiri efasemdir um innflutninginn en karlar. Um 63% kvenna voru andvígar honum en 48% karla. Þá voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu mun líklegri til að aðhyllast frjálsan innflutning á kjöti en landsbyggðarbúar. Yfir helmingur landsbyggðarbúa sagðist mjög andvígur innflutningnum en þriðjungur höfuðborgarbúa sagðist honum fylgjandi. Þegar litið er til stuðnings við stjórnmálaflokka nýtur innflutningur á kjöti mestrar hylli hjá stuðningsmönnum Viðreisnar (68%), Samfylkingar (51%) og Pírata (46%). Mest andstaða var í röðum framsóknarfólks (82%), miðflokksfólks (80%) og vinstrigrænna (78%). Landbúnaður Neytendur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Rúmlega helmingur svarenda í nýrri skoðanakönnun MMR segist andvígur því að leyfa innflutning á fersku kjöti frá Evrópu en rétt rúmur fjórðungur er því fylgjandi. Yngra fólk hefur merkjanlegra frjálslyndara viðhorf til innflutnings en eldra ef marka má könnunina. Spurt var út í afstöðu fólks til innflutnings á fersku kjöti frá löndum á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Af þeim sem svöruðu sögðust 55% andvígur en 27% fylgjandi. Þar af sögðust 38% mjög andvíg innflutningnum, 18% frekar andvíg og 17% hvorki fylgjandi né andvíg. Um 15% voru frekar fylgjandi og 12% mjög fylgjandi. Andstaðan við innflutninginn eykst með aldri í könnuninni. Þannig sögðust 70% fólks á aldrinu 68 ára og eldri frekar eða mjög andvíg en 52% fólks á aldrinum 18-29 ára. Í aldurshópnum 30-49 ára voru 49% andsnúin innflutningi á kjöti. Mestur stuðningur við innflutninginn var í aldurshópnum 30-49 ára, rétt um þriðjungur, en minnstur í í yngsta aldurhópnum, um fimmtungur. Konur höfðu meiri efasemdir um innflutninginn en karlar. Um 63% kvenna voru andvígar honum en 48% karla. Þá voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu mun líklegri til að aðhyllast frjálsan innflutning á kjöti en landsbyggðarbúar. Yfir helmingur landsbyggðarbúa sagðist mjög andvígur innflutningnum en þriðjungur höfuðborgarbúa sagðist honum fylgjandi. Þegar litið er til stuðnings við stjórnmálaflokka nýtur innflutningur á kjöti mestrar hylli hjá stuðningsmönnum Viðreisnar (68%), Samfylkingar (51%) og Pírata (46%). Mest andstaða var í röðum framsóknarfólks (82%), miðflokksfólks (80%) og vinstrigrænna (78%).
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira