Ítalir hrífa íslenska Eurovision aðdáendur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 09:42 FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. Söngvarinn Mahmood flytur lagið Soldi, eða Peningar eins og það heitir á íslensku, fyrir hönd Ítalíu en hann syngur lagið á ítölsku. Inntak lagsins fjallar þó ekki um dásömun peninga. Þvert á móti fjallar lagið um hvernig peningar geta spillt fólki og byrgt því sýn. Hinn 27 ára gamli Mahmood samdi textann sjálfur sem er sjálfsævisögulegur. Textinn fjallar um uppvaxtarár hans og föðurleysið. Mahmood fæddist í Mílanó en faðir hans, sem er frá Egyptalandi, yfirgaf fjölskylduna þegar Mahmood var aðeins sex ára. Sjálfur ólst Mahood upp hjá einstæðri móður frá Sardiníu. Hann segist alltaf hafa skort föðurímynd og þannig hafi hann með ýmsum ráðum reynt að fylla upp í tómarúm föðursins. Hefð er fyrir því að aðdáendaklúbbar allra landa sem hafa aðild að OGAE, alþjóðlegum samtökum um Eurovision, skili af sér niðurstöðum atkvæðagreiðslna um uppröðun laganna sem taka þátt í keppninni eftir styrkleika skömmu fyrir keppnina sjálfa. Veðbankar hafa lengi spáð Soldi góðu gengi og talið er að sigurinn falli annað hvort til Ítalíu eða Hollands. FÁSES setur ítalska framlagið í fyrsta sætið en fast á hæla fylgir framlag Hollands sem fær tíu stig hjá klúbbnum. Átta stig fara þá til Sviss, sjö til Kýpur, sex til frænda okkar í Svíþjóð og fimm stig til Noregs. Áhugamannaklúbburinn gefur framlagi Spánar fjögur stig, þrjú fara til Grikklands, tvö til Rússlands og San Marínó fær að lokum eitt stig. Eurovision Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira
FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. Söngvarinn Mahmood flytur lagið Soldi, eða Peningar eins og það heitir á íslensku, fyrir hönd Ítalíu en hann syngur lagið á ítölsku. Inntak lagsins fjallar þó ekki um dásömun peninga. Þvert á móti fjallar lagið um hvernig peningar geta spillt fólki og byrgt því sýn. Hinn 27 ára gamli Mahmood samdi textann sjálfur sem er sjálfsævisögulegur. Textinn fjallar um uppvaxtarár hans og föðurleysið. Mahmood fæddist í Mílanó en faðir hans, sem er frá Egyptalandi, yfirgaf fjölskylduna þegar Mahmood var aðeins sex ára. Sjálfur ólst Mahood upp hjá einstæðri móður frá Sardiníu. Hann segist alltaf hafa skort föðurímynd og þannig hafi hann með ýmsum ráðum reynt að fylla upp í tómarúm föðursins. Hefð er fyrir því að aðdáendaklúbbar allra landa sem hafa aðild að OGAE, alþjóðlegum samtökum um Eurovision, skili af sér niðurstöðum atkvæðagreiðslna um uppröðun laganna sem taka þátt í keppninni eftir styrkleika skömmu fyrir keppnina sjálfa. Veðbankar hafa lengi spáð Soldi góðu gengi og talið er að sigurinn falli annað hvort til Ítalíu eða Hollands. FÁSES setur ítalska framlagið í fyrsta sætið en fast á hæla fylgir framlag Hollands sem fær tíu stig hjá klúbbnum. Átta stig fara þá til Sviss, sjö til Kýpur, sex til frænda okkar í Svíþjóð og fimm stig til Noregs. Áhugamannaklúbburinn gefur framlagi Spánar fjögur stig, þrjú fara til Grikklands, tvö til Rússlands og San Marínó fær að lokum eitt stig.
Eurovision Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira
Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43