Forsetaframbjóðendur í lyfjapróf fyrir kappræður Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 16:56 Petró Pórósjenkó forseti Úkraínu hér í miðju lyfjaprófi. EPA/Mikhail Palinchak Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó varð við kröfu mótframbjóðanda síns, Vólódímírs Selenskíj, um að gangast undir áfengis- og lyfjapróf fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja sem munu fara fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. CNN greinir frá. Selenskíj, sem er leikari og hefur enga reynslu af pólitík nema frá hlutverki sínu sem forseti Úkraínu í þarlendum gamanþáttum, sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna sem fóru fram 31. mars síðastliðinn. Selenskíj hlaut rúm 30% atkvæða og tryggði sig þar með inn í seinni umferð kosninganna þar sem hann mætir sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, sem fékk næst flest atkvæði í fyrri umferðinni. Í kjölfar úrslitanna skoraði Selenskíj á Pórósjenko að mæta sér í kappræðum í beinni útsendingu. Talið var í fyrstu að um grín væri að ræða en Selenskíj birti í vikunni myndband þar sem hann stendur við áskorunina og skýtur á Pórósjenkó fyrir að hafa hafnað áskorun Juliu Tymosjenkó um kappræður fyrir kosningarnar 2014.Pórósjenkó kom á óvart og samþykkti áskorunina Skilmálar Selenskíj fyrir kappræðurnar voru að þær yrðu haldnar í beinni útsendingu á öllum sjónvarpsstöðvum Úkraínu, færu fram á Ólympíuleikvanginum, sem tekur 70 þúsund manns í sæti, og að frambjóðendurnir tveir þyrftu að gangast undir áfengis- og lyfjapróf áður en þær færu fram til þess að sýna fram á að þeir væru hvorki alkóhólistar né eiturlyfjafíklar. Talið var að Pórósjenkó myndi virða áskorunina að vettugi en allt kom fyrir ekki, Pórósjenkó samþykkti að mæta Selenskíj og sagði kappræður ekki vera neitt grín. Pórósjenkó gekkst því undir lyfjapróf í dag og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Pórósjenkó hvatti Selenskíj til að taka prófin með sér en Selenskíj kaus heldur að gera það einn. „Ég gekkst undir blóðprufuna, það var tekið mikið af mínu unga blóði úr æðum mínum,“ sagði Selenskíj eftir prófið og skaut þar á aldur mótframbjóðanda síns. Seinni umferð forsetakosninganna í Úkraínu fer fram 21. Apríl næstkomandi. Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó varð við kröfu mótframbjóðanda síns, Vólódímírs Selenskíj, um að gangast undir áfengis- og lyfjapróf fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja sem munu fara fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. CNN greinir frá. Selenskíj, sem er leikari og hefur enga reynslu af pólitík nema frá hlutverki sínu sem forseti Úkraínu í þarlendum gamanþáttum, sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna sem fóru fram 31. mars síðastliðinn. Selenskíj hlaut rúm 30% atkvæða og tryggði sig þar með inn í seinni umferð kosninganna þar sem hann mætir sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, sem fékk næst flest atkvæði í fyrri umferðinni. Í kjölfar úrslitanna skoraði Selenskíj á Pórósjenko að mæta sér í kappræðum í beinni útsendingu. Talið var í fyrstu að um grín væri að ræða en Selenskíj birti í vikunni myndband þar sem hann stendur við áskorunina og skýtur á Pórósjenkó fyrir að hafa hafnað áskorun Juliu Tymosjenkó um kappræður fyrir kosningarnar 2014.Pórósjenkó kom á óvart og samþykkti áskorunina Skilmálar Selenskíj fyrir kappræðurnar voru að þær yrðu haldnar í beinni útsendingu á öllum sjónvarpsstöðvum Úkraínu, færu fram á Ólympíuleikvanginum, sem tekur 70 þúsund manns í sæti, og að frambjóðendurnir tveir þyrftu að gangast undir áfengis- og lyfjapróf áður en þær færu fram til þess að sýna fram á að þeir væru hvorki alkóhólistar né eiturlyfjafíklar. Talið var að Pórósjenkó myndi virða áskorunina að vettugi en allt kom fyrir ekki, Pórósjenkó samþykkti að mæta Selenskíj og sagði kappræður ekki vera neitt grín. Pórósjenkó gekkst því undir lyfjapróf í dag og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Pórósjenkó hvatti Selenskíj til að taka prófin með sér en Selenskíj kaus heldur að gera það einn. „Ég gekkst undir blóðprufuna, það var tekið mikið af mínu unga blóði úr æðum mínum,“ sagði Selenskíj eftir prófið og skaut þar á aldur mótframbjóðanda síns. Seinni umferð forsetakosninganna í Úkraínu fer fram 21. Apríl næstkomandi.
Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40
Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00