Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 14:48 Frohnmaier var kjörinn á þing í september árið 2017. Rússnesku skjölin eru frá því í apríl sama ár. Vísir/EPA Skjöl sem fóru á milli rússnesk fyrrverandi þingmanns og háttsetts embættismanns í ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta Rússlands benda til þess að Rússar hafi talið sig geta stjórnað algerlega núverandi þingmanni þýska hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD). Markus Frohnmaier var kjörinn á þing fyrir AfD í september árið 2017. Hann hefur ítrekað gagnrýnt refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi, heimsótt Krímskaga og austurhluta Úkraínu sem er á valdi uppreisnarmanna hliðhollum Rússum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsókn BBC, þýska tímaritsins Der Spiegel, þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF og ítalska dagblaðsins La Repubblica á gögnum sem samtök á vegum Mikhails Khódorkovskí, rússnesks fyrrverandi ólígarka, grófu upp er sögð varpa ljósi á tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á vestræn stjórnmál. Skjalið sem fjölmiðlarnir komust yfir virðist vera lýsing á þeim tilraunum frá því í apríl árið 2017. Í því kemur fram að Frohnmaier geti verið „algerlega stjórnað“ af Rússum, hjálpi þeir honum að vinna sæti á þýska sambandsþinginu. Sendandinn var Petr Mremyak, fyrrverandi leyniþjónustumaður og fyrrveraandi þingmaður í efri deild rússneska þingsins, til Sergeis Sokolov, háttsetts embættismanns í stjórn Pútín.Segir skjalið falsað Ekki liggur fyrir hvort að rússnesk stjórnvöld hafi fylgt því eftir og stutt framboð Frohnmaier sem segist sjálfur ekkert kannast við skjalið. „Ég held að þetta sé falsað skjal,“ sagði hann. BBC segist hafa séð annað skjal: bréf þar sem svo virðist sem að beðið sé um aðstoð fyrir hönd framboðs Frohnmaier. Þar sé beðið um „efnislega aðstoð“ auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun í Rússlandi gæti verið frambjóðandanum hjálpleg. Í staðinn myndi Frohnmaier tala um mikilvægt góðra samskipta við Rússland, refsiaðgerðir og afskipti Evrópusambandsins af rússneskum stjórnmálum í kosningabaráttu sinni. Lögmenn þingmannsins neita því að hann hafi beðið um eða notið nokkurrar aðstoðar og að hann hafi ekki verið undir stjórn nokkurs. Rússland Þýskaland Tengdar fréttir AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33 Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Skjöl sem fóru á milli rússnesk fyrrverandi þingmanns og háttsetts embættismanns í ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta Rússlands benda til þess að Rússar hafi talið sig geta stjórnað algerlega núverandi þingmanni þýska hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD). Markus Frohnmaier var kjörinn á þing fyrir AfD í september árið 2017. Hann hefur ítrekað gagnrýnt refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi, heimsótt Krímskaga og austurhluta Úkraínu sem er á valdi uppreisnarmanna hliðhollum Rússum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsókn BBC, þýska tímaritsins Der Spiegel, þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF og ítalska dagblaðsins La Repubblica á gögnum sem samtök á vegum Mikhails Khódorkovskí, rússnesks fyrrverandi ólígarka, grófu upp er sögð varpa ljósi á tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á vestræn stjórnmál. Skjalið sem fjölmiðlarnir komust yfir virðist vera lýsing á þeim tilraunum frá því í apríl árið 2017. Í því kemur fram að Frohnmaier geti verið „algerlega stjórnað“ af Rússum, hjálpi þeir honum að vinna sæti á þýska sambandsþinginu. Sendandinn var Petr Mremyak, fyrrverandi leyniþjónustumaður og fyrrveraandi þingmaður í efri deild rússneska þingsins, til Sergeis Sokolov, háttsetts embættismanns í stjórn Pútín.Segir skjalið falsað Ekki liggur fyrir hvort að rússnesk stjórnvöld hafi fylgt því eftir og stutt framboð Frohnmaier sem segist sjálfur ekkert kannast við skjalið. „Ég held að þetta sé falsað skjal,“ sagði hann. BBC segist hafa séð annað skjal: bréf þar sem svo virðist sem að beðið sé um aðstoð fyrir hönd framboðs Frohnmaier. Þar sé beðið um „efnislega aðstoð“ auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun í Rússlandi gæti verið frambjóðandanum hjálpleg. Í staðinn myndi Frohnmaier tala um mikilvægt góðra samskipta við Rússland, refsiaðgerðir og afskipti Evrópusambandsins af rússneskum stjórnmálum í kosningabaráttu sinni. Lögmenn þingmannsins neita því að hann hafi beðið um eða notið nokkurrar aðstoðar og að hann hafi ekki verið undir stjórn nokkurs.
Rússland Þýskaland Tengdar fréttir AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33 Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38
Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26
Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33
Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08