Stefnum á annað sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. apríl 2019 14:00 Axel var nokkuð sáttur með riðil íslenska liðsins. Fréttablaðið/anton Brink Dregið var í riðlana í undankeppni Evrópumótsins 2020 í kvennaflokki í Kaupmannahöfn í gær þar sem Ísland fékk verðuga andstæðinga. Síðasta liðið sem kom í riðil Íslands gæti ekki verið sterkara, ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Frakklands bættust við riðil Íslands með Króatíu og Tyrklandi þar sem tvö lið fá þátttökurétt í mótinu á næsta ári. Mótið fer fram í Danmörku og Noregi, á sama stað og Ísland lék fyrst í lokakeppni á stórmóti í kvennaflokki árið 2010. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í gær og því ljóst að andstæðingarnir yrðu alltaf erfiðir. Tyrkland var fyrsta liðið sem kom upp úr pottinum. Ísland hefur sjö sinnum áður mætt Tyrklandi og hafa Tyrkir unnið fjóra leiki, þremur lokið með sigri Íslands. Liðin mættust í undankeppni HM í haust þar sem Ísland vann þrettán marka sigur en Tyrkir hafa aldrei komist á stórmót. Króatía var næsta lið sem bættist við riðil Íslands. Króatar hafa verið fastagestir á síðustu átta Evrópumótum og unnu tíu marka sigur á Íslandi á EM 2010. Í sex tilraunum hefur Íslandi aldrei tekist að vinna Króatíu. Að lokum komu ríkjandi heims- og Evrópumeistarar í riðil Íslands. Frakkar hafa unnið síðustu fjórtán leiki liðanna í röð eftir að Ísland vann fjórar fyrstu viðureignir liðanna árið 1984. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, virtist bara nokkuð sáttur með riðilinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta var bara fínt, við gátum verið heppnari en á sama tíma gátum við verið óheppnari með andstæðinga. Þetta verður spennandi verkefni að takast á við,“ segir Axel og bætti við: „Frakkland er með langbesta liðið í þessari undankeppni en það verður gaman að mæta þeim. Við verðum að læra af þessum leikjum gegn þeim bestu í heiminum.“ Axel tók undir að það væri strax stefnt á annað sætið í riðlinum. „Þar liggja möguleikar okkar. Króatía var ofarlega á lista hjá manni sem andstæðingur úr þriðja styrkleikaflokki og ég tel að við getum náð úrslitum gegn Króatíu. Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að vinna heimaleikinn og reyna svo að sækja úrslit til Króatíu.“ Axel telur að leikirnir gegn Króatíu muni ráða úrslitum í riðlinum. „Við mættum Tyrkjum í undankeppni HM, þó að þær séu í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur tel ég að við ættum að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Ef við ætlum okkur að ná öðru sætinu verðum við að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Leikirnir gegn Króatíu ættu svo að ráða úrslitum um hvaða lið fylgir Frökkum inn á EM.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Dregið var í riðlana í undankeppni Evrópumótsins 2020 í kvennaflokki í Kaupmannahöfn í gær þar sem Ísland fékk verðuga andstæðinga. Síðasta liðið sem kom í riðil Íslands gæti ekki verið sterkara, ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Frakklands bættust við riðil Íslands með Króatíu og Tyrklandi þar sem tvö lið fá þátttökurétt í mótinu á næsta ári. Mótið fer fram í Danmörku og Noregi, á sama stað og Ísland lék fyrst í lokakeppni á stórmóti í kvennaflokki árið 2010. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í gær og því ljóst að andstæðingarnir yrðu alltaf erfiðir. Tyrkland var fyrsta liðið sem kom upp úr pottinum. Ísland hefur sjö sinnum áður mætt Tyrklandi og hafa Tyrkir unnið fjóra leiki, þremur lokið með sigri Íslands. Liðin mættust í undankeppni HM í haust þar sem Ísland vann þrettán marka sigur en Tyrkir hafa aldrei komist á stórmót. Króatía var næsta lið sem bættist við riðil Íslands. Króatar hafa verið fastagestir á síðustu átta Evrópumótum og unnu tíu marka sigur á Íslandi á EM 2010. Í sex tilraunum hefur Íslandi aldrei tekist að vinna Króatíu. Að lokum komu ríkjandi heims- og Evrópumeistarar í riðil Íslands. Frakkar hafa unnið síðustu fjórtán leiki liðanna í röð eftir að Ísland vann fjórar fyrstu viðureignir liðanna árið 1984. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, virtist bara nokkuð sáttur með riðilinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta var bara fínt, við gátum verið heppnari en á sama tíma gátum við verið óheppnari með andstæðinga. Þetta verður spennandi verkefni að takast á við,“ segir Axel og bætti við: „Frakkland er með langbesta liðið í þessari undankeppni en það verður gaman að mæta þeim. Við verðum að læra af þessum leikjum gegn þeim bestu í heiminum.“ Axel tók undir að það væri strax stefnt á annað sætið í riðlinum. „Þar liggja möguleikar okkar. Króatía var ofarlega á lista hjá manni sem andstæðingur úr þriðja styrkleikaflokki og ég tel að við getum náð úrslitum gegn Króatíu. Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að vinna heimaleikinn og reyna svo að sækja úrslit til Króatíu.“ Axel telur að leikirnir gegn Króatíu muni ráða úrslitum í riðlinum. „Við mættum Tyrkjum í undankeppni HM, þó að þær séu í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur tel ég að við ættum að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Ef við ætlum okkur að ná öðru sætinu verðum við að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Leikirnir gegn Króatíu ættu svo að ráða úrslitum um hvaða lið fylgir Frökkum inn á EM.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira