Hyggja á kappræður á Ólympíuvellinum í Kænugarði Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2019 23:45 Volodymyr Zelensky er 41 árs gamall. Getty Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hefur samþykkt að taka þátt í kappræðum við andstæðing sinn í síðari umferð forsetakosninganna, grínistann Volodymyr Zelensky. Til stendur að kappræðurnar fari fram á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði.Breska ríkisútvarpið segir frá því að enn hafi ekki verið gefin út dagsetning hvenær kappræðurnar fari fram. Þar segir ennfremur að forsetinn Pórósjenkó hafi einnig samþykkt að gangast undir fíkniefna- og áfengispróf á morgun, föstudag. Zelensky fékk rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna og Pórósjenkó um sextán prósent. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferðinni er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni, það er Zelensky og Pórósjenkó.Völlurinn tekur um 70 þúsund manns í sæti.Wikipedia commonsZelensky hefur ennfremur kallað eftir því að forsætisráðherrann fyrrverandi Júlía Tymósjenkó, sem sjálf var þriðja í forsetakosningunum, stýri kappræðunum. Hvorki Pórósjenkó né Tymósjenkó hafa brugðist við þeirri tillögu Zelensky Zelensky hefur litla pólitíska reynslu, en athygli hefur vakið að hann hefur farið með hlutverk Úkraínuforseta í vinsælli gamanþáttaröð þar í landi síðustu ár. Er söguþráðurinn á þá leið að venjulegur borgari sigrar forsetakosningar með því að heita því að berjast gegn spillingu í landinu. Má því segja að lífið hermi eftir listinni í þessu tilviki þar sem barátta gegn spillingu hefur verið helsta kosningaloforð Zelensky. Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hefur samþykkt að taka þátt í kappræðum við andstæðing sinn í síðari umferð forsetakosninganna, grínistann Volodymyr Zelensky. Til stendur að kappræðurnar fari fram á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði.Breska ríkisútvarpið segir frá því að enn hafi ekki verið gefin út dagsetning hvenær kappræðurnar fari fram. Þar segir ennfremur að forsetinn Pórósjenkó hafi einnig samþykkt að gangast undir fíkniefna- og áfengispróf á morgun, föstudag. Zelensky fékk rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna og Pórósjenkó um sextán prósent. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferðinni er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni, það er Zelensky og Pórósjenkó.Völlurinn tekur um 70 þúsund manns í sæti.Wikipedia commonsZelensky hefur ennfremur kallað eftir því að forsætisráðherrann fyrrverandi Júlía Tymósjenkó, sem sjálf var þriðja í forsetakosningunum, stýri kappræðunum. Hvorki Pórósjenkó né Tymósjenkó hafa brugðist við þeirri tillögu Zelensky Zelensky hefur litla pólitíska reynslu, en athygli hefur vakið að hann hefur farið með hlutverk Úkraínuforseta í vinsælli gamanþáttaröð þar í landi síðustu ár. Er söguþráðurinn á þá leið að venjulegur borgari sigrar forsetakosningar með því að heita því að berjast gegn spillingu í landinu. Má því segja að lífið hermi eftir listinni í þessu tilviki þar sem barátta gegn spillingu hefur verið helsta kosningaloforð Zelensky.
Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40
Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00