Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 12:14 Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í gær en eins og fjallað hefur verið um var mikið um að vera í Karphúsinu í gær þar sem skrifað var undir kjarasamninga verka- og verslunarfólks við SA á ellefta tímanum í gærkvöldi. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir í samtali við Vísi að það sé jákvætt að samningar hafi tekist í gær. Það sé hins vegar erfitt að segja til um hvaða áhrif samningarnir hafi nákvæmlega á viðræður iðnaðarmanna og SA, til dæmis varðandi tímarammann og hvenær skrifað verður undir, þó að Kristján ætli að nýundirritaðir samningar muni klárlega liðka fyrir. „Við þurfum að sjá hvað kemur fram á fundinum á eftir og vinna út frá því,“ segir Kristján.Skipti máli að hægt verði að ráðstafa séreign inn á höfuðstól lána Aðspurður hvernig honum líst á nýundirritaða samninga kveðst hann eiga eftir að sjá alla samningana. Hann sem 2. varaforseti ASÍ hafi hins vegar tekið þátt í því ferli að ræða við stjórnvöld um aðkomu þeirra og þar sé margt jákvætt að finna þótt fátt sé komið til framkvæmda. Spurður út í það hvað helst sé að finna í pakka stjórnvalda sem skipti máli fyrir iðnaðarmenn nefnir hann heimildir til þess að greiða inn á höfuðstól lána. Samkvæmt kynningu stjórnvalda munu þau setja í forgang að heimilt verði að ráðstafa tilgreindri séreign til þess að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána eða til að lækka afborganir eða höfuðstól óverðtryggðra fasteignalána. „Ég tel það vera mjög jákvætt í okkar hóp þar sem langstærstur hluti félagsmanna á fasteignir og geta þannig haldið áfram að létta undir og lækka skuldir með þessum hætti. Það er líka jákvætt að það sé verið að gera breytingar á skattkerfinu þannig að skattar á lægri laun lækki án þess að skattar hækki á millitekjuhópinn. Það er í anda hugmynda iðnaðarmannafélaganna sem við fórum af stað með í vetur þannig að við erum ánægð með að það upplegg skilaði sér,“ segir Kristján.Horft til þess að auka kaupmátt launa Þá segir hann jákvætt að verið sé að gefa í hvað varðar barnabæturnar auk þess sem stjórnvöld komi með jákvæð innlegg varðandi lífeyrismálin. „Við hefðum viljað ná fram breytingu á fjármagnstekjuskatti til þess að þeir sem taka laun út úr fyrirtækjum í formi arðgreiðslna myndu leggja meira af mörkum til samfélagsins en maður fær ekki allt sem maður vill,“ segir Kristján. Verkalýðsfélögin sem sömdu í gær lögðu mikla áherslu á krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana eins og vaninn hefur verið í kjarasamningum hér á landi undanfarin og fengu slíkar hækkanir í gegn. Aðspurður hvernig launaliðurinn snúi að iðnaðarmönnum, hvort þeir leggi jafnmikla áherslu á krónutöluhækkanir og þá á sama skala og samið var um í gær. „Við höfum verið að horfa á það að auka kaupmátt launa hjá okkar félagsmönnum og við horfum bara á þessa stöðu betur á fundinum í dag og sjá hvernig uppleggið verður. Þannig að það er ekki tímabært að svara þessu núna,“ segir Kristján. Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í gær en eins og fjallað hefur verið um var mikið um að vera í Karphúsinu í gær þar sem skrifað var undir kjarasamninga verka- og verslunarfólks við SA á ellefta tímanum í gærkvöldi. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir í samtali við Vísi að það sé jákvætt að samningar hafi tekist í gær. Það sé hins vegar erfitt að segja til um hvaða áhrif samningarnir hafi nákvæmlega á viðræður iðnaðarmanna og SA, til dæmis varðandi tímarammann og hvenær skrifað verður undir, þó að Kristján ætli að nýundirritaðir samningar muni klárlega liðka fyrir. „Við þurfum að sjá hvað kemur fram á fundinum á eftir og vinna út frá því,“ segir Kristján.Skipti máli að hægt verði að ráðstafa séreign inn á höfuðstól lána Aðspurður hvernig honum líst á nýundirritaða samninga kveðst hann eiga eftir að sjá alla samningana. Hann sem 2. varaforseti ASÍ hafi hins vegar tekið þátt í því ferli að ræða við stjórnvöld um aðkomu þeirra og þar sé margt jákvætt að finna þótt fátt sé komið til framkvæmda. Spurður út í það hvað helst sé að finna í pakka stjórnvalda sem skipti máli fyrir iðnaðarmenn nefnir hann heimildir til þess að greiða inn á höfuðstól lána. Samkvæmt kynningu stjórnvalda munu þau setja í forgang að heimilt verði að ráðstafa tilgreindri séreign til þess að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána eða til að lækka afborganir eða höfuðstól óverðtryggðra fasteignalána. „Ég tel það vera mjög jákvætt í okkar hóp þar sem langstærstur hluti félagsmanna á fasteignir og geta þannig haldið áfram að létta undir og lækka skuldir með þessum hætti. Það er líka jákvætt að það sé verið að gera breytingar á skattkerfinu þannig að skattar á lægri laun lækki án þess að skattar hækki á millitekjuhópinn. Það er í anda hugmynda iðnaðarmannafélaganna sem við fórum af stað með í vetur þannig að við erum ánægð með að það upplegg skilaði sér,“ segir Kristján.Horft til þess að auka kaupmátt launa Þá segir hann jákvætt að verið sé að gefa í hvað varðar barnabæturnar auk þess sem stjórnvöld komi með jákvæð innlegg varðandi lífeyrismálin. „Við hefðum viljað ná fram breytingu á fjármagnstekjuskatti til þess að þeir sem taka laun út úr fyrirtækjum í formi arðgreiðslna myndu leggja meira af mörkum til samfélagsins en maður fær ekki allt sem maður vill,“ segir Kristján. Verkalýðsfélögin sem sömdu í gær lögðu mikla áherslu á krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana eins og vaninn hefur verið í kjarasamningum hér á landi undanfarin og fengu slíkar hækkanir í gegn. Aðspurður hvernig launaliðurinn snúi að iðnaðarmönnum, hvort þeir leggi jafnmikla áherslu á krónutöluhækkanir og þá á sama skala og samið var um í gær. „Við höfum verið að horfa á það að auka kaupmátt launa hjá okkar félagsmönnum og við horfum bara á þessa stöðu betur á fundinum í dag og sjá hvernig uppleggið verður. Þannig að það er ekki tímabært að svara þessu núna,“ segir Kristján.
Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54