„Áhugaverðast og ánægjulegast“ að laun hækki með hagvexti Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2019 11:15 Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Nýsamþakktir kjarasamningar gefa um margt góð fyrirheit að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. Þeir líti hreint „ágætlega út,“ ekki síst vegna þeirra nýmæla sem þar er að finna og hinnar „ótrúlega góðu“ grunnhugmyndar sem þær hvíla á. Þá sé að sama skapi „mjög gott“ að samningarnir séu til fjögurra ára; það hjálpi „fyrirtækjum, fjárfestum og heimilum að skipuleggja fram í tímann“ að sögn Konráðs. Í samtali við Brennsluna í morgun sagði hann þó að það sem væri kannski hvað „áhugaverðast og ánægjulegast“ við hina nýju samninga væri „beina tengingin við hagvöxt.“ Þar vísar Konráð til þess sem kallað var „hagvaxtarauki“ í kynningu gærkvöldsins, sem á að tryggja „að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni“ haldist stöðugur. Í stuttu máli: Með samningunum munu laun hækka eftir því sem hagvöxtur eykst.Í töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar hækkanir gætu litið út. Mælist hagvöxturinn 1% á mann mun hagvaxtarlaunaviðbótin nema 3 þúsund krónum á mánuði en 13 þúsund krónum ef hagvöxturinn er 3 prósent. Þessar hækkanir munu því leggjast ofan á þá hækkun sem samið var um á samningstímanum, sem t.d. nemur um 90 þúsund krónum fyrir þá tekjulægstu. „Þannig að ef það gengur vel hjá okkur þá mun það renna beint í vasann til þeirra sem eru á þessum samningi,“ segir Konráð en bætir við að það verði þó ekki að „fullu leyti.“ „Þetta hefur aldrei sést áður í nokkrum kjarasamningum á Íslandi, svo ég viti til, en grunnhugmyndin að þessu er náttúrulega ótrúlega góð.“ Það sé ekki síst vegna þess, að mati Konráðs, að þessi hækkun sé beintengd við verðmætasköpun í landinu. Hagvöxtur sé mælikvarði á hana - „og ef hún er meiri þá er meira til. Þá er hægt að hækka launin meira.“ Því segir Konráð að það verði athyglisvert að fylgjast með því hvernig „þessi tilraun“ mun þróast. Viðtalið við Konráð S. Guðjónsson má heyra hér að neðan, en það hefst eftir um 2 klukkustundir og 15 mínútur. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Nýsamþakktir kjarasamningar gefa um margt góð fyrirheit að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. Þeir líti hreint „ágætlega út,“ ekki síst vegna þeirra nýmæla sem þar er að finna og hinnar „ótrúlega góðu“ grunnhugmyndar sem þær hvíla á. Þá sé að sama skapi „mjög gott“ að samningarnir séu til fjögurra ára; það hjálpi „fyrirtækjum, fjárfestum og heimilum að skipuleggja fram í tímann“ að sögn Konráðs. Í samtali við Brennsluna í morgun sagði hann þó að það sem væri kannski hvað „áhugaverðast og ánægjulegast“ við hina nýju samninga væri „beina tengingin við hagvöxt.“ Þar vísar Konráð til þess sem kallað var „hagvaxtarauki“ í kynningu gærkvöldsins, sem á að tryggja „að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni“ haldist stöðugur. Í stuttu máli: Með samningunum munu laun hækka eftir því sem hagvöxtur eykst.Í töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar hækkanir gætu litið út. Mælist hagvöxturinn 1% á mann mun hagvaxtarlaunaviðbótin nema 3 þúsund krónum á mánuði en 13 þúsund krónum ef hagvöxturinn er 3 prósent. Þessar hækkanir munu því leggjast ofan á þá hækkun sem samið var um á samningstímanum, sem t.d. nemur um 90 þúsund krónum fyrir þá tekjulægstu. „Þannig að ef það gengur vel hjá okkur þá mun það renna beint í vasann til þeirra sem eru á þessum samningi,“ segir Konráð en bætir við að það verði þó ekki að „fullu leyti.“ „Þetta hefur aldrei sést áður í nokkrum kjarasamningum á Íslandi, svo ég viti til, en grunnhugmyndin að þessu er náttúrulega ótrúlega góð.“ Það sé ekki síst vegna þess, að mati Konráðs, að þessi hækkun sé beintengd við verðmætasköpun í landinu. Hagvöxtur sé mælikvarði á hana - „og ef hún er meiri þá er meira til. Þá er hægt að hækka launin meira.“ Því segir Konráð að það verði athyglisvert að fylgjast með því hvernig „þessi tilraun“ mun þróast. Viðtalið við Konráð S. Guðjónsson má heyra hér að neðan, en það hefst eftir um 2 klukkustundir og 15 mínútur.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54