Mildum niðursveifluna Ingólfur Bender skrifar 3. apríl 2019 07:00 Efnahagshorfur hafa farið hratt versnandi undanfarið. Slæm tíðindi hafa borist af gjaldeyrisskapandi greinum sem munu hafa víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf ef þeim er ekki mætt með réttum hætti í hagstjórn. Umtalsverð fækkun í flugframboði til og frá landinu sem komið er til með brotthvarfi WOW air er áfall fyrir íslenskt hagkerfi en fyrirtækið hefur átt stóran þátt í efnahagsuppsveiflu síðustu ára. Verkefnið nú er að milda efnahagsleg áhrif þessara breytinga. Ýmsar greinar iðnaðar hafa átt stóran þátt í að mæta þörfum vaxandi fjölda ferðamanna. Byggingariðnaðurinn er ein af þessum greinum. Vöxtur í fjölda ferðamanna er háður fjárfestingu í innviðum, svo sem gistirými og samgöngumannvirkjum. Fjölgun ferðamanna hefur því kallað á uppbyggingu sem byggingariðnaðurinn hefur mætt. Hefur greinin vaxið umtalsvert af þessari ástæðu en launþegum í greininni hefur á síðustu sjö árum fjölgað úr 8.600 í 15.200. Ríflega 8% allra launþega í landinu voru starfandi í greininni i fyrra. Íslenskt hagkerfi hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð. Aukinn stöðugleiki er öllum fyrirtækjum afar mikilvægur en byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur búið við mun meiri sveiflur en aðrar atvinnugreinar í íslensku hagkerfi. Í byggingariðnaði er framkvæmdatími verka oft langur og nauðsynlegt að efnahagslegar forsendur þeirra séu nokkuð fyrirséðar. Í stöðugu umhverfi verður framleiðnivöxtur og aukin verðmætasköpun best tryggð. Afar slæmt er þegar fjárhagslegum forsendum verkefna er kippt undan framkvæmdaraðilum líkt og því miður hefur alltof oft gerst í íslenskri hagsögu.Samgöngur lífæðar tekjuöflunar Mörg stór verkefni eru nú í gangi á sviði byggingariðnaðarins, meðal annars í byggingu hótela og íbúða. Framboð íbúða hefur ekki náð að mæta þörf síðustu ára og hefur markvisst verið unnið í að bæta það ástand. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í helstu byggðarkjörnum í febrúar síðastliðnum voru tæplega 5.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, tæplega 1.200 í nágrannasveitarfélögum á Suðurlandi og um 300 á Norðurlandi. Fjöldi íbúða í byggingu hefur ekki áður verið meiri í þeirri efnahagsuppsveiflu sem nú virðist vera á enda. Til að milda niðursveifluna í kjölfar brotthvarfs WOW air er eitt af forgangsmálunum að tryggja að vöxtur verði í flugframboði frá öðrum flugfélögum. Ísland er í sérstöðu sem ferðamannastaður þar sem komur og brottfarir ferðamanna eru fyrst og fremst með flugi. Flugsamgöngurnar eru því lífæðar þessarar tekjuöflunar þjóðarbúsins og frumskilyrði að þær samgöngur séu til staðar. Á sviði vegasamgangna er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald umtalsvert. Umferð á vegum landsins hefur aukist verulega undanfarin ár á sama tíma og viðhald og nýfjárfestingar í vegasamgöngum hafa verið litlar. Tafir eru allt of miklar og slys of algeng. Til að bæta þar úr þarf að endurbæta vegakerfið. Nú er kjörið tækifæri til að gera átak á þessu sviði. Með því er dregið úr slakanum sem annars myndast í hagkerfinu og byggt undir hagvöxt framtíðarinnar.Nýtum hagstjórnartækin Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkominni tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. Þar er fjárframlag til málaflokksins aukið úr 100 milljörðum króna í 120 milljarða króna á tímabilinu. Einnig er ánægjulegt að sjá þá áherslu sem þar er lögð á nýsköpun og menntun en ljóst er að með áherslu á þá málaflokka má renna stoðum undir samkeppnishæfni landsins og hagvöxt framtíðarinnar sem einkennist af fjölbreytileika og verðmætum störfum. Með samstilltu átaki í opinberum fjármálum, í peningamálum og meðal aðila vinnumarkaðarins má sem best tryggja mjúka lendingu hagkerfisins. Tæki peningastjórnunarinnar eru í þessu sambandi öflug. Seðlabankinn er með stóran gjaldeyrisforða sem við þessar aðstæður á að nýta til að varna sveiflum í gengi krónunnar. Eftir aðhaldsaðgerðir síðustu ára eru stýrivextir Seðlabankans nokkuð háir um þessar mundir. Með lækkun þeirra er hægt að draga úr niðursveiflunni. Forsenda þess er hins vegar víðtæk samstaða aðila vinnumarkaðarins um kjarasamninga sem samrýmast verðstöðugleika.Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagshorfur hafa farið hratt versnandi undanfarið. Slæm tíðindi hafa borist af gjaldeyrisskapandi greinum sem munu hafa víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf ef þeim er ekki mætt með réttum hætti í hagstjórn. Umtalsverð fækkun í flugframboði til og frá landinu sem komið er til með brotthvarfi WOW air er áfall fyrir íslenskt hagkerfi en fyrirtækið hefur átt stóran þátt í efnahagsuppsveiflu síðustu ára. Verkefnið nú er að milda efnahagsleg áhrif þessara breytinga. Ýmsar greinar iðnaðar hafa átt stóran þátt í að mæta þörfum vaxandi fjölda ferðamanna. Byggingariðnaðurinn er ein af þessum greinum. Vöxtur í fjölda ferðamanna er háður fjárfestingu í innviðum, svo sem gistirými og samgöngumannvirkjum. Fjölgun ferðamanna hefur því kallað á uppbyggingu sem byggingariðnaðurinn hefur mætt. Hefur greinin vaxið umtalsvert af þessari ástæðu en launþegum í greininni hefur á síðustu sjö árum fjölgað úr 8.600 í 15.200. Ríflega 8% allra launþega í landinu voru starfandi í greininni i fyrra. Íslenskt hagkerfi hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð. Aukinn stöðugleiki er öllum fyrirtækjum afar mikilvægur en byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur búið við mun meiri sveiflur en aðrar atvinnugreinar í íslensku hagkerfi. Í byggingariðnaði er framkvæmdatími verka oft langur og nauðsynlegt að efnahagslegar forsendur þeirra séu nokkuð fyrirséðar. Í stöðugu umhverfi verður framleiðnivöxtur og aukin verðmætasköpun best tryggð. Afar slæmt er þegar fjárhagslegum forsendum verkefna er kippt undan framkvæmdaraðilum líkt og því miður hefur alltof oft gerst í íslenskri hagsögu.Samgöngur lífæðar tekjuöflunar Mörg stór verkefni eru nú í gangi á sviði byggingariðnaðarins, meðal annars í byggingu hótela og íbúða. Framboð íbúða hefur ekki náð að mæta þörf síðustu ára og hefur markvisst verið unnið í að bæta það ástand. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í helstu byggðarkjörnum í febrúar síðastliðnum voru tæplega 5.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, tæplega 1.200 í nágrannasveitarfélögum á Suðurlandi og um 300 á Norðurlandi. Fjöldi íbúða í byggingu hefur ekki áður verið meiri í þeirri efnahagsuppsveiflu sem nú virðist vera á enda. Til að milda niðursveifluna í kjölfar brotthvarfs WOW air er eitt af forgangsmálunum að tryggja að vöxtur verði í flugframboði frá öðrum flugfélögum. Ísland er í sérstöðu sem ferðamannastaður þar sem komur og brottfarir ferðamanna eru fyrst og fremst með flugi. Flugsamgöngurnar eru því lífæðar þessarar tekjuöflunar þjóðarbúsins og frumskilyrði að þær samgöngur séu til staðar. Á sviði vegasamgangna er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald umtalsvert. Umferð á vegum landsins hefur aukist verulega undanfarin ár á sama tíma og viðhald og nýfjárfestingar í vegasamgöngum hafa verið litlar. Tafir eru allt of miklar og slys of algeng. Til að bæta þar úr þarf að endurbæta vegakerfið. Nú er kjörið tækifæri til að gera átak á þessu sviði. Með því er dregið úr slakanum sem annars myndast í hagkerfinu og byggt undir hagvöxt framtíðarinnar.Nýtum hagstjórnartækin Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkominni tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. Þar er fjárframlag til málaflokksins aukið úr 100 milljörðum króna í 120 milljarða króna á tímabilinu. Einnig er ánægjulegt að sjá þá áherslu sem þar er lögð á nýsköpun og menntun en ljóst er að með áherslu á þá málaflokka má renna stoðum undir samkeppnishæfni landsins og hagvöxt framtíðarinnar sem einkennist af fjölbreytileika og verðmætum störfum. Með samstilltu átaki í opinberum fjármálum, í peningamálum og meðal aðila vinnumarkaðarins má sem best tryggja mjúka lendingu hagkerfisins. Tæki peningastjórnunarinnar eru í þessu sambandi öflug. Seðlabankinn er með stóran gjaldeyrisforða sem við þessar aðstæður á að nýta til að varna sveiflum í gengi krónunnar. Eftir aðhaldsaðgerðir síðustu ára eru stýrivextir Seðlabankans nokkuð háir um þessar mundir. Með lækkun þeirra er hægt að draga úr niðursveiflunni. Forsenda þess er hins vegar víðtæk samstaða aðila vinnumarkaðarins um kjarasamninga sem samrýmast verðstöðugleika.Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun