„Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 23:34 Vilhjálmur Birgisson í húsnæði ríkissáttasemjara. FBL/Sigtryggur Ari „Ég hlakka til að kynna þessa afurð,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, í samtali við Vísi úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka avinnulífsins vinna nú hörðum höndum að gerð kjarasamnings. Boðað var að samningagerðinni yrði framhaldið langt fram eftir kvöldi og jafnvel inn í nóttina en Vilhjálmur segist ekki bjartsýnn á að það verk muni klárast í nótt.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að samninganefnd Eflingar hefði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að veita Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, heimild til að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem nú eru til staðar.Sólveig Anna ásamt fulltrúm Eflingar.Vísir/VilhelmSólveig sagði við RÚV að hún hefði sett fram þá kröfu að fólk fengi að komast heim og hvíla sig. Vilhjálmur Birgisson segir í samtali við Vísi að samningagerðin standi og falli á textavinnu og sérköflum. Um mikinn yfirlestur sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Við erum að véla með lífsviðurværi fólks og allur texti í kjarasamningum þarf að vera réttur,“ segir Vilhjálmur en tekur fram að þetta sé mikil og flókin vinni sem sé að eiga sér stað og hann sé ekki sérstaklega bjartsýnn á að hún klárist í nótt. Það sé hlutverk ríkissáttasemjara að boða samningsaðila aftur til fundar á morgun, hvenær það verður sé óljóst en gæti þó orðið strax um klukkan níu á morgun. „En, hún tekur ákvörðunina. Hún hefur stjórnað þessum viðræðum með harðri og góðri hendi,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson segir að þessum samningi sé ætla að slá skjaldborg um þá sem eru með lægstu launin. Vísir/VilhelmSpurður hvað hafi orðið til þess að fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafi náð saman segir Vilhjálmur það vera grundvallarskyldu í kjaraviðræðum að ná samningum. Ávallt komi að þeirri stundu að ganga þurfi frá kjarasamningum og samningsaðilar telji sig hafa fundið réttu lausnina við afar erfiðar aðstæður. Kólnandi hagkerfi blasi við samningsaðilum og margir félagsmenn stéttarfélaganna hafi fengið uppsagnarbréf á undanförnum dögum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Vilhjálmur segist spenntur að fá að kynna kjarasamninga fyrir sínum félagsmönnum. Hann hafi ávallt haldið því fram að hægt sé að auka ráðstöfunartekjur verkafólks með launahækkunum og vaxtalækkunum. Þessum kjarasamningum sé ætlað að slá skjaldborg utan um þá sem eru með lægstu launin. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Ég hlakka til að kynna þessa afurð,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, í samtali við Vísi úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka avinnulífsins vinna nú hörðum höndum að gerð kjarasamnings. Boðað var að samningagerðinni yrði framhaldið langt fram eftir kvöldi og jafnvel inn í nóttina en Vilhjálmur segist ekki bjartsýnn á að það verk muni klárast í nótt.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að samninganefnd Eflingar hefði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að veita Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, heimild til að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem nú eru til staðar.Sólveig Anna ásamt fulltrúm Eflingar.Vísir/VilhelmSólveig sagði við RÚV að hún hefði sett fram þá kröfu að fólk fengi að komast heim og hvíla sig. Vilhjálmur Birgisson segir í samtali við Vísi að samningagerðin standi og falli á textavinnu og sérköflum. Um mikinn yfirlestur sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Við erum að véla með lífsviðurværi fólks og allur texti í kjarasamningum þarf að vera réttur,“ segir Vilhjálmur en tekur fram að þetta sé mikil og flókin vinni sem sé að eiga sér stað og hann sé ekki sérstaklega bjartsýnn á að hún klárist í nótt. Það sé hlutverk ríkissáttasemjara að boða samningsaðila aftur til fundar á morgun, hvenær það verður sé óljóst en gæti þó orðið strax um klukkan níu á morgun. „En, hún tekur ákvörðunina. Hún hefur stjórnað þessum viðræðum með harðri og góðri hendi,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson segir að þessum samningi sé ætla að slá skjaldborg um þá sem eru með lægstu launin. Vísir/VilhelmSpurður hvað hafi orðið til þess að fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafi náð saman segir Vilhjálmur það vera grundvallarskyldu í kjaraviðræðum að ná samningum. Ávallt komi að þeirri stundu að ganga þurfi frá kjarasamningum og samningsaðilar telji sig hafa fundið réttu lausnina við afar erfiðar aðstæður. Kólnandi hagkerfi blasi við samningsaðilum og margir félagsmenn stéttarfélaganna hafi fengið uppsagnarbréf á undanförnum dögum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Vilhjálmur segist spenntur að fá að kynna kjarasamninga fyrir sínum félagsmönnum. Hann hafi ávallt haldið því fram að hægt sé að auka ráðstöfunartekjur verkafólks með launahækkunum og vaxtalækkunum. Þessum kjarasamningum sé ætlað að slá skjaldborg utan um þá sem eru með lægstu launin.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16
Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33