Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 08:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir samkomulagið sem Efling og samflotsfélög féllust á við Samtök atvinnulífsins í gær „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslínu milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda“. Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þá segir í tilkynningu að meðlimir samninganefndar Eflingar funduðu ásamt forystu félagsins í gærkvöldi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Þar var rætt ítarlega um „inntak viðræðna síðustu daga og þann grundvöll sem þar hefur loks myndast.“ Þessi grundvöllur hafi orðið til í gegnum stífar viðræður Eflingar og samflotsfélaganna VR, LÍV, Framsýnar, VLFA og VLFG við Samtök atvinnulífsins síðustu daga.Sjá einnig: Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air „Að höfðu samráði við félagsmenn ákvað formaður Eflingar að aflýsa verkfallsaðgerðum og vinna að lokagerð samnings. Mun sú vinna hefjast strax í dag, auk þess sem leitað verður eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum en aðkoma þeirra er mikilvægur fyrirvari um undirritun samnings þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri EflingarFréttablaðið/AntonÞá er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að baráttan haldi áfram. „Niðurstaðan í þessum viðræðum er ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda. Baráttan milli þeirra heldur áfram. Ég er sátt við að við höfum fengið fram grundvöll til þess að loka samningi eftir langar og strangar kjaraviðræður,“ sagði Sólveig. „Félagsmenn okkar hafa auðvitað síðasta orðið um hvort þeir samþykkja samning í atkvæðagreiðslu eða ekki. En ég held að með þessum samningsgrundvelli hafi náðst að koma til móts við kröfur okkar félagsmanna um lífskjarabót.“ Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar að stálin stinn hafi mæst á lokametrum samningagerðarinnar. „Hér skipti miklu máli pressan sem verkfallsaðgerðir okkar sköpuðu, samtakamáttur félagsmanna og sá mikli meðbyr sem við höfum fundið í samfélaginu við kröfur Eflingar og bandalagsfélaga okkar,“ sagði Viðar. Efling undirbýr nú áætlun um kynningu komandi samnings meðal félagsmanna, á félagsfundum og með kynningarefni. Trúnaður hvílir enn sem komið er um inntak viðræðna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir samkomulagið sem Efling og samflotsfélög féllust á við Samtök atvinnulífsins í gær „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslínu milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda“. Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þá segir í tilkynningu að meðlimir samninganefndar Eflingar funduðu ásamt forystu félagsins í gærkvöldi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Þar var rætt ítarlega um „inntak viðræðna síðustu daga og þann grundvöll sem þar hefur loks myndast.“ Þessi grundvöllur hafi orðið til í gegnum stífar viðræður Eflingar og samflotsfélaganna VR, LÍV, Framsýnar, VLFA og VLFG við Samtök atvinnulífsins síðustu daga.Sjá einnig: Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air „Að höfðu samráði við félagsmenn ákvað formaður Eflingar að aflýsa verkfallsaðgerðum og vinna að lokagerð samnings. Mun sú vinna hefjast strax í dag, auk þess sem leitað verður eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum en aðkoma þeirra er mikilvægur fyrirvari um undirritun samnings þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri EflingarFréttablaðið/AntonÞá er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að baráttan haldi áfram. „Niðurstaðan í þessum viðræðum er ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda. Baráttan milli þeirra heldur áfram. Ég er sátt við að við höfum fengið fram grundvöll til þess að loka samningi eftir langar og strangar kjaraviðræður,“ sagði Sólveig. „Félagsmenn okkar hafa auðvitað síðasta orðið um hvort þeir samþykkja samning í atkvæðagreiðslu eða ekki. En ég held að með þessum samningsgrundvelli hafi náðst að koma til móts við kröfur okkar félagsmanna um lífskjarabót.“ Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar að stálin stinn hafi mæst á lokametrum samningagerðarinnar. „Hér skipti miklu máli pressan sem verkfallsaðgerðir okkar sköpuðu, samtakamáttur félagsmanna og sá mikli meðbyr sem við höfum fundið í samfélaginu við kröfur Eflingar og bandalagsfélaga okkar,“ sagði Viðar. Efling undirbýr nú áætlun um kynningu komandi samnings meðal félagsmanna, á félagsfundum og með kynningarefni. Trúnaður hvílir enn sem komið er um inntak viðræðna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30