Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Sylvía Hall skrifar 1. apríl 2019 18:15 Einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur og þjónar hjá WOW air fá ekki atvinnuleysisbætur séu þeir í fullu námi. WOW air Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. Verandi í námi eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysisbótum en hafa verið of tekjuháir til þess að geta leitað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Starfsmennirnir hafa leitað til Vinnumálastofnunar og óskað eftir því að undanþága verði gerð til þess að koma til móts við þá sem sjá fram á mikið tekjutap vegna atvinnumissis en eins og kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi þann 28. mars síðastliðinn, aðeins þremur dögum fyrir mánaðamót. Starfsmönnunum hafa borist þau svör að ekki verði hægt að veita undanþágu frá reglunum. Ef einstaklingur er í 10 til 20 einingum þarf að gera skerðingarsamning sem þarfnast staðfestingu frá háskóla. 11 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 37% en 20 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 66%. Þeir einstaklingar sem eru í meira en 20 einingum geta ekki komið inn á atvinnuleysisskrá án þess að skrá sig úr áföngum en fullt nám á hverri önn eru 30 einingar.Dæmi um að flugfreyjur hafi sagt úr námi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það rétt að fjöldi starfsmanna WOW air hafi leitað til þeirra á síðustu dögum, þar á meðal námsmenn. Staðan sem nú sé komin upp er nánast fordæmalaus enda rúmlega þúsund manns sem misstu vinnuna á einu bretti. Hún segir þó lögin vera skýr um málefni námsmanna en líkt og áður kom fram geta einstaklingar í fullu námi ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Hún hvetur þó fólk til þess að leita til ráðgjafa vinnumálastofnunnar þurfi það á aðstoð að halda en ljóst er að stór hópur námsmanna, sem áður störfuðu hjá WOW air, verði tekjulausir um næstu mánaðamót. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hún viti um einstaka félagsmenn sem hafi neyðst til að skrá sig úr námi til að eiga rétt á úrræði. Hún segir einhverja tugi félagsmenn falla á milli þilja, það er að eiga annað hvort ekki rétt á atvinnuleysisbótum eða námsláni, sökum þess að vera í fullu námi meðfram fullu starfi. „Það er grafalvarlegt þegar kemur upp sú staða að ekkert sé til staðar í kerfinu sem grípur námsmann í þessari stöðu,“ segir Berglind. WOW Air Tengdar fréttir Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16 Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. Verandi í námi eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysisbótum en hafa verið of tekjuháir til þess að geta leitað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Starfsmennirnir hafa leitað til Vinnumálastofnunar og óskað eftir því að undanþága verði gerð til þess að koma til móts við þá sem sjá fram á mikið tekjutap vegna atvinnumissis en eins og kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi þann 28. mars síðastliðinn, aðeins þremur dögum fyrir mánaðamót. Starfsmönnunum hafa borist þau svör að ekki verði hægt að veita undanþágu frá reglunum. Ef einstaklingur er í 10 til 20 einingum þarf að gera skerðingarsamning sem þarfnast staðfestingu frá háskóla. 11 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 37% en 20 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 66%. Þeir einstaklingar sem eru í meira en 20 einingum geta ekki komið inn á atvinnuleysisskrá án þess að skrá sig úr áföngum en fullt nám á hverri önn eru 30 einingar.Dæmi um að flugfreyjur hafi sagt úr námi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það rétt að fjöldi starfsmanna WOW air hafi leitað til þeirra á síðustu dögum, þar á meðal námsmenn. Staðan sem nú sé komin upp er nánast fordæmalaus enda rúmlega þúsund manns sem misstu vinnuna á einu bretti. Hún segir þó lögin vera skýr um málefni námsmanna en líkt og áður kom fram geta einstaklingar í fullu námi ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Hún hvetur þó fólk til þess að leita til ráðgjafa vinnumálastofnunnar þurfi það á aðstoð að halda en ljóst er að stór hópur námsmanna, sem áður störfuðu hjá WOW air, verði tekjulausir um næstu mánaðamót. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hún viti um einstaka félagsmenn sem hafi neyðst til að skrá sig úr námi til að eiga rétt á úrræði. Hún segir einhverja tugi félagsmenn falla á milli þilja, það er að eiga annað hvort ekki rétt á atvinnuleysisbótum eða námsláni, sökum þess að vera í fullu námi meðfram fullu starfi. „Það er grafalvarlegt þegar kemur upp sú staða að ekkert sé til staðar í kerfinu sem grípur námsmann í þessari stöðu,“ segir Berglind.
WOW Air Tengdar fréttir Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16 Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16
Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33