Viðureignin við samsærisöflin Guðmundur Steingrímsson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Ég skal viðurkenna það, að þegar hlutir ganga ekki vel — enginn svarar tölvupóstum frá mér eða lítið er að gera í harkinu — þá hef ég tilhneigingu til að álykta sem svo að fulltrúar óskilgreindra afla sem eru mér andsnúin hafi hist einhvers staðar og ákveðið á fundi að nú skyldi lokað á þennan Guðmund. Nú sé tími til kominn að lækka rostann í því kvikindi. Sem betur fer reyni ég eftir fremsta megni að láta þessar tilfinningar ekki í ljós við nokkurn mann. Það er ekki vegna þess að ég vilji ekki gefa á mér höggstað í viðureign minni við öflin, heldur út af hinu: Ég veit auðvitað að þessar tilfinningar eru bull. Þetta eru bara leiðindi í sálinni. Þunglyndispésinn — sem ég held að allir hafi inni í sér í mismiklum mæli — er iðinn við að hvísla böli í eyrað á manni.Það sem Willie Nelson sagði Svona getur sálin verið furðuleg. Hugarþelið leitar í þá niðurstöðu, þegar hlutir eru ekki að ganga upp, að maður sé fórnarlamb. Oft þarf ekki mikið til, bara blöndu af þreytu, stressi, vondu veðri og leiðinlegu bréfi frá bankanum og bingó: Allir eru vondir við mann. Willie Nelson, sá snaggaralegi kántrígrallari, hittir naglann á höfuðið í frábærri ævisögu sinni. Hann hefur nú aldeilis mátt þola mörg þung höggin í sínum lífsviðureignum, en eina ráðleggingu gefur hann lesendum sínum: Maður má aldrei líta á sjálfan sig sem fórnarlamb. Það er góður sannleikur í þessu. Velgengni í lífinu er auðvitað svo miklu meira undir manni sjálfum komin heldur en nokkurn tímann einhverju ímynduðu samsæri annarra gegn manni. Það er bara svo freistandi, og auðvelt, að búa frekar til veröld þar sem aðrir eru vondir við mann, heldur en að horfast í augu við gallana í eigin sálarlífi og vinna í þeim. Að telja sig fórnarlamb — og vera almennt hundleiðinlegur — er ein auðveldasta leiðin til að takast ekki á við sjálfan sig.Áhugi fólks á sér Einu sinni las ég líka frábæra grein, um sálfræði. Þar var það útskýrt hvernig allar manneskjur, meira eða minna, virðast iðulega ofmeta áhuga annarra á sér. Þetta er ein meginvillan í þankagangi fólks. Leiðin að þessari villu er svolítið áhugaverð: Fólk hefur almennt mjög mikinn áhuga á sér. Fólk pælir mikið í sjálfu sér, enda er fólk fast inni í sér og sínum líkama. Vegna þess að fólk pælir svona mikið í sjálfu sér, þá hefur það almennt mjög eðlilega tilhneigingu til að álykta sem svo að allir aðrir geri það líka. En það er auðvitað ekki rétt. Aðrir eru jú líka mestmegnis bara að pæla í sér. Ekki þér. Fattiði? Í svona heimi, sem er í grunnatriðum sjálfmiðaður, þarf rosamikið til að einhver nenni í samsæri gegn öðrum. Fólk hefur ekki tíma fyrir svoleiðis. Fólk hefur meiri áhuga á því að vera heima og horfa á Game of Thrones, eða að fara út með hundinn sinn eða að bera á gönguskíðin sín eða fá magavöðva eða kenna barnabarni sínu að smíða.Öfgaegóismi Að telja fólk vera í samsæri gegn sér er því í raun viss tegund af mjög öfgafullum egóisma. Ég er svona rosasérstakur, að aðrir í veröldinni hafa ákveðið að láta af hinum eðlislæga fókus á sjálfan sig og umhverfi sitt og setja fókusinn frekar á mig. Ég er svona mikil ógn. Bára Halldórsdóttir fór ekki inn á barinn af rælni og byrjaði að taka upp vegna þess að henni blöskraði dónatalið í þingmönnunum. Nei, hitt er líklegra, vegna þess að ég er svo svakalegur: Hópur fólks hefur um langa hríð unnið að þessu verki. Veröldin er svona: Öryrkjar, slatti af Vinstri grænum og, að auki, nokkrir lykilmeðlimir í félagi stuðningsfólks um þriðja orkupakkann, sem er áhrifamikið leynifélag hér í bæ, hafa verið að hittast um langa hríð og lagt á ráðin. Augljóst mál.Önnur villa Fólk fer mislangt í því að hleypa samsærispúkanum sínum á skeið. Sumir láta þessar hugsanir uppi í löngu máli í grein og birta hana svo. Þá eru menn djúpt sokknir. Þetta að lokum: Ekki síst í stjórnmálum getur sú hugsun orðið mjög sterk, að telja aðra vera í samsæri gegn manni — og þetta er hluti af fórnarlambsfreistingunni— á meðan staðreyndin er einfaldlega sú að maður nýtur yfirgripsmikillar óvildar í samfélaginu, einfaldlega vegna þess að maður hefur uppskorið hana. Þessu má ekki rugla saman. Óvildin bendir ekki til samsæris. Mun líklegra er að óvildin spretti af því að maður hafi verið of mikill skíthæll. Og þá þarf að vinna í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skal viðurkenna það, að þegar hlutir ganga ekki vel — enginn svarar tölvupóstum frá mér eða lítið er að gera í harkinu — þá hef ég tilhneigingu til að álykta sem svo að fulltrúar óskilgreindra afla sem eru mér andsnúin hafi hist einhvers staðar og ákveðið á fundi að nú skyldi lokað á þennan Guðmund. Nú sé tími til kominn að lækka rostann í því kvikindi. Sem betur fer reyni ég eftir fremsta megni að láta þessar tilfinningar ekki í ljós við nokkurn mann. Það er ekki vegna þess að ég vilji ekki gefa á mér höggstað í viðureign minni við öflin, heldur út af hinu: Ég veit auðvitað að þessar tilfinningar eru bull. Þetta eru bara leiðindi í sálinni. Þunglyndispésinn — sem ég held að allir hafi inni í sér í mismiklum mæli — er iðinn við að hvísla böli í eyrað á manni.Það sem Willie Nelson sagði Svona getur sálin verið furðuleg. Hugarþelið leitar í þá niðurstöðu, þegar hlutir eru ekki að ganga upp, að maður sé fórnarlamb. Oft þarf ekki mikið til, bara blöndu af þreytu, stressi, vondu veðri og leiðinlegu bréfi frá bankanum og bingó: Allir eru vondir við mann. Willie Nelson, sá snaggaralegi kántrígrallari, hittir naglann á höfuðið í frábærri ævisögu sinni. Hann hefur nú aldeilis mátt þola mörg þung höggin í sínum lífsviðureignum, en eina ráðleggingu gefur hann lesendum sínum: Maður má aldrei líta á sjálfan sig sem fórnarlamb. Það er góður sannleikur í þessu. Velgengni í lífinu er auðvitað svo miklu meira undir manni sjálfum komin heldur en nokkurn tímann einhverju ímynduðu samsæri annarra gegn manni. Það er bara svo freistandi, og auðvelt, að búa frekar til veröld þar sem aðrir eru vondir við mann, heldur en að horfast í augu við gallana í eigin sálarlífi og vinna í þeim. Að telja sig fórnarlamb — og vera almennt hundleiðinlegur — er ein auðveldasta leiðin til að takast ekki á við sjálfan sig.Áhugi fólks á sér Einu sinni las ég líka frábæra grein, um sálfræði. Þar var það útskýrt hvernig allar manneskjur, meira eða minna, virðast iðulega ofmeta áhuga annarra á sér. Þetta er ein meginvillan í þankagangi fólks. Leiðin að þessari villu er svolítið áhugaverð: Fólk hefur almennt mjög mikinn áhuga á sér. Fólk pælir mikið í sjálfu sér, enda er fólk fast inni í sér og sínum líkama. Vegna þess að fólk pælir svona mikið í sjálfu sér, þá hefur það almennt mjög eðlilega tilhneigingu til að álykta sem svo að allir aðrir geri það líka. En það er auðvitað ekki rétt. Aðrir eru jú líka mestmegnis bara að pæla í sér. Ekki þér. Fattiði? Í svona heimi, sem er í grunnatriðum sjálfmiðaður, þarf rosamikið til að einhver nenni í samsæri gegn öðrum. Fólk hefur ekki tíma fyrir svoleiðis. Fólk hefur meiri áhuga á því að vera heima og horfa á Game of Thrones, eða að fara út með hundinn sinn eða að bera á gönguskíðin sín eða fá magavöðva eða kenna barnabarni sínu að smíða.Öfgaegóismi Að telja fólk vera í samsæri gegn sér er því í raun viss tegund af mjög öfgafullum egóisma. Ég er svona rosasérstakur, að aðrir í veröldinni hafa ákveðið að láta af hinum eðlislæga fókus á sjálfan sig og umhverfi sitt og setja fókusinn frekar á mig. Ég er svona mikil ógn. Bára Halldórsdóttir fór ekki inn á barinn af rælni og byrjaði að taka upp vegna þess að henni blöskraði dónatalið í þingmönnunum. Nei, hitt er líklegra, vegna þess að ég er svo svakalegur: Hópur fólks hefur um langa hríð unnið að þessu verki. Veröldin er svona: Öryrkjar, slatti af Vinstri grænum og, að auki, nokkrir lykilmeðlimir í félagi stuðningsfólks um þriðja orkupakkann, sem er áhrifamikið leynifélag hér í bæ, hafa verið að hittast um langa hríð og lagt á ráðin. Augljóst mál.Önnur villa Fólk fer mislangt í því að hleypa samsærispúkanum sínum á skeið. Sumir láta þessar hugsanir uppi í löngu máli í grein og birta hana svo. Þá eru menn djúpt sokknir. Þetta að lokum: Ekki síst í stjórnmálum getur sú hugsun orðið mjög sterk, að telja aðra vera í samsæri gegn manni — og þetta er hluti af fórnarlambsfreistingunni— á meðan staðreyndin er einfaldlega sú að maður nýtur yfirgripsmikillar óvildar í samfélaginu, einfaldlega vegna þess að maður hefur uppskorið hana. Þessu má ekki rugla saman. Óvildin bendir ekki til samsæris. Mun líklegra er að óvildin spretti af því að maður hafi verið of mikill skíthæll. Og þá þarf að vinna í því.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun