Stefnir í „meinlítið“ páskaveður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2019 11:02 Páskaveðrið gæti verið betra, gæti verið verra. Vísir/Vilhelm „Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Margir eru á faraldsfæti um páskana og því óttast ef til vill margir orðið páskahret, ekki síst eftir undanfarna daga, þar sem veðrið hefur haft umtalsverð áhrif á samgöngur.Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem birtar voru í morgun kom fram að von væri norðlægum áttum og kólnun samfara henni um páskana.„Enn er talsverð óvissa um hve mikil kólnunin verður og eins hve lengi þetta standi yfir og mætti líta á þetta sem vísi að páskahreti,“ segir í hugleiðingunum.Að mati Teits ættu landsmenn þó ekki að óttast það að von væri á brjáluðu veðri um páskana.„Það er ekki útlit fyrir storma um páskana,“ segir Teitur. Engu að síður muni kaldara loft koma yfir land á laugardag, hitatölur fari lækkandi og ef til vill muni verða vart við él á hæstu fjallvegum. Ólíklegt sé þó að snjóa muni á láglendi.„Það gæti gránað í fjöll á mánudagskvöldið og þá er nú stutt eftir af páskunum og það er kannski það sem hann vinur minn í morgun var að tala um, að það gæti gránað þarna alveg í blálokin,“ segir Teitur.Kalla mætti páskaveðrið í ár íslenskt meðalveður, það gæti verið betra en gæti einnig vissulega verið verra.„Það ætti ekki að gera mönnum skráveifu veðrið. Það er svo meinlítið að menn komast leiðar sinnar en þetta er kannski ekki nein blíða til útivistar. Það verður einhver strekkingsvindur viðloðandi og einhver úrkoma,“ segir Teitur. Margir verða á faraldsfæti um helgina.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 10-15 m/s undir kvöld, en 15-20 syðst á landinu. Þurrt norðaustanlands, annars víða rigning og talsverð eða mikil úrkoma um landið suðaustanvert í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 á morgun og dálítil væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.Á föstudag (föstudagurinn langi):Sunnan 10-15 m/s með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 10-15, skúrir og hiti 3 til 7 stig, en él til fjalla. Þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands með hita að 10 stigum.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig, en svalara um kvöldið.Á mánudag (annar í páskum):Austan og síðar norðaustan 5-13 m/s. Þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti frá 1 stig í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 8 stig við Faxaflóa.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10. Dálítil slydda á Norðurlandi framan af degi og stöku skúrir sunnanlands, annars yfirleitt þurrt á landinu. Hiti breytist lítið. Páskar Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun vegna veðurs Hvassviðri á Keflavíkurflugvelli. 16. apríl 2019 14:40 Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47 Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
„Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Margir eru á faraldsfæti um páskana og því óttast ef til vill margir orðið páskahret, ekki síst eftir undanfarna daga, þar sem veðrið hefur haft umtalsverð áhrif á samgöngur.Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem birtar voru í morgun kom fram að von væri norðlægum áttum og kólnun samfara henni um páskana.„Enn er talsverð óvissa um hve mikil kólnunin verður og eins hve lengi þetta standi yfir og mætti líta á þetta sem vísi að páskahreti,“ segir í hugleiðingunum.Að mati Teits ættu landsmenn þó ekki að óttast það að von væri á brjáluðu veðri um páskana.„Það er ekki útlit fyrir storma um páskana,“ segir Teitur. Engu að síður muni kaldara loft koma yfir land á laugardag, hitatölur fari lækkandi og ef til vill muni verða vart við él á hæstu fjallvegum. Ólíklegt sé þó að snjóa muni á láglendi.„Það gæti gránað í fjöll á mánudagskvöldið og þá er nú stutt eftir af páskunum og það er kannski það sem hann vinur minn í morgun var að tala um, að það gæti gránað þarna alveg í blálokin,“ segir Teitur.Kalla mætti páskaveðrið í ár íslenskt meðalveður, það gæti verið betra en gæti einnig vissulega verið verra.„Það ætti ekki að gera mönnum skráveifu veðrið. Það er svo meinlítið að menn komast leiðar sinnar en þetta er kannski ekki nein blíða til útivistar. Það verður einhver strekkingsvindur viðloðandi og einhver úrkoma,“ segir Teitur. Margir verða á faraldsfæti um helgina.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 10-15 m/s undir kvöld, en 15-20 syðst á landinu. Þurrt norðaustanlands, annars víða rigning og talsverð eða mikil úrkoma um landið suðaustanvert í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 á morgun og dálítil væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.Á föstudag (föstudagurinn langi):Sunnan 10-15 m/s með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 10-15, skúrir og hiti 3 til 7 stig, en él til fjalla. Þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands með hita að 10 stigum.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig, en svalara um kvöldið.Á mánudag (annar í páskum):Austan og síðar norðaustan 5-13 m/s. Þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti frá 1 stig í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 8 stig við Faxaflóa.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10. Dálítil slydda á Norðurlandi framan af degi og stöku skúrir sunnanlands, annars yfirleitt þurrt á landinu. Hiti breytist lítið.
Páskar Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun vegna veðurs Hvassviðri á Keflavíkurflugvelli. 16. apríl 2019 14:40 Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47 Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47
Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26