Endurskoða þarf regluverk um lífeyrissparnað Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Fyrir réttum tuttugu árum var lagður grunnur að nýju formi lífeyrissparnaðar hér á landi sem ýmist hefur verið nefnt séreignarsparnaður eða viðbótarlífeyrissparnaður. Ráðstafa má iðgjaldi til lífeyrissparnaðarins ýmist með samningi um fjárvörslu við lífeyrissjóði eða banka (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnaður) eða með kaupum á lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi. Umboðsaðilar tveggja erlendra tryggingafélaga, sem bjóða upp á lífeyristryggingar, starfa hér á landi (Allianz og Bayern). Við markaðssetningu og kynningu á viðbótarlífeyrissparnaði virðist oft lítill greinarmunur gerður á hefðbundnum viðbótarlífeyrissparnaði og lífeyristryggingum. Þegar betur er að gáð eiga þessi tvö sparnaðarform hins vegar fátt sameiginlegt. Þá virðast fjölmargir neytendur ekki nægjanlega upplýstir um eðli lífeyristrygginga og þær skuldbindingar sem samningar um þær fela í sér. Það má ef til vill rekja til ófullnægjandi reglna sem söluaðilar lífeyristrygginga starfa eftir. Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem skilja þessi sparnaðarform að.Mjög misjafnt eftirlit Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar lúta virku eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Virkt eftirlit tekur til hæfismats stjórnar og stjórnenda, skila ársreikninga, reglulegrar skýrslugjafar, meðal annars um iðgjöld og fjárfestingar, skila á fjárfestingar- og áhættustefnum, starfa áhættustjóra, innra eftirlits og stjórnarhátta, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi söluumboða erlendra lífeyristrygginga fellur ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins hér á landi, heldur lýtur hún eftirliti fjármálaeftirlits heimaríkis, þ.e. þess ríkis þar sem viðkomandi fyrirtæki er skráð. Vísbendingar eru um að mun minna eftirlit sé með daglegri starfsemi söluumboðanna hér á landi, svo sem varðandi stjórnarhætti, markaðssetningu, upplýsingagjöf og útreikning og framsetningu á ávöxtun lífeyristrygginga. Margt bendir til þess að fjarlægð eftirlitsaðilans og takmarkað regluverk um starfsemi söluumboðanna grafi undan neytendavernd á íslenskum markaði með lífeyrissparnað og að eftirlitið sé í raun í skötulíki.Bjóða upp á sparnað í erlendri mynt Sölumenn erlendra lífeyristrygginga hafa náð töluverðum árangri við sölu lífeyristrygginga á liðnum árum. Að hluta til má rekja árangurinn til þess að margir kjósa að leggja lífeyrissparnað í erlenda sjóði, meðal annars í þeim tilgangi að dreifa áhættu. Eftir afnám fjármagnshafta geta íslenskir lífeyrissjóðir og bankar hins vegar einnig boðið upp á ávöxtunarleiðir sem eru að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldeyri.Tryggja þarf rétt neytenda Yfir 100 þúsund einstaklingar hér á landi eiga lífeyrissparnað (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað og lífeyristryggingar). Bein eign í þessum sparnaði nemur yfir 500 milljörðum króna. Til samanburðar þá eiga um 20 þúsund einstaklingar skráð verðbréf í kauphöll fyrir um 100 milljarða króna. Á síðustu árum hafa stór skref verið stigin við innleiðingu nýs regluverks á sviði verðbréfaviðskipta (MiFID I og II) með það að markmiði að tryggja réttindi verðbréfaeigenda. Ekkert sambærilegt samræmt regluverk nær yfir lífeyrissparnað sem boðið er upp á hér á landi. Til að tryggja rétt neytenda þarf að endurskoða regluverk um lífeyrissparnað og sjá til þess að öll sparnaðarform sem kynnt eru undir merkjum viðbótarlífeyrissparnaðar lúti sömu reglum og sambærilegu eftirliti.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenskalífeyrissjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir réttum tuttugu árum var lagður grunnur að nýju formi lífeyrissparnaðar hér á landi sem ýmist hefur verið nefnt séreignarsparnaður eða viðbótarlífeyrissparnaður. Ráðstafa má iðgjaldi til lífeyrissparnaðarins ýmist með samningi um fjárvörslu við lífeyrissjóði eða banka (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnaður) eða með kaupum á lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi. Umboðsaðilar tveggja erlendra tryggingafélaga, sem bjóða upp á lífeyristryggingar, starfa hér á landi (Allianz og Bayern). Við markaðssetningu og kynningu á viðbótarlífeyrissparnaði virðist oft lítill greinarmunur gerður á hefðbundnum viðbótarlífeyrissparnaði og lífeyristryggingum. Þegar betur er að gáð eiga þessi tvö sparnaðarform hins vegar fátt sameiginlegt. Þá virðast fjölmargir neytendur ekki nægjanlega upplýstir um eðli lífeyristrygginga og þær skuldbindingar sem samningar um þær fela í sér. Það má ef til vill rekja til ófullnægjandi reglna sem söluaðilar lífeyristrygginga starfa eftir. Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem skilja þessi sparnaðarform að.Mjög misjafnt eftirlit Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar lúta virku eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Virkt eftirlit tekur til hæfismats stjórnar og stjórnenda, skila ársreikninga, reglulegrar skýrslugjafar, meðal annars um iðgjöld og fjárfestingar, skila á fjárfestingar- og áhættustefnum, starfa áhættustjóra, innra eftirlits og stjórnarhátta, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi söluumboða erlendra lífeyristrygginga fellur ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins hér á landi, heldur lýtur hún eftirliti fjármálaeftirlits heimaríkis, þ.e. þess ríkis þar sem viðkomandi fyrirtæki er skráð. Vísbendingar eru um að mun minna eftirlit sé með daglegri starfsemi söluumboðanna hér á landi, svo sem varðandi stjórnarhætti, markaðssetningu, upplýsingagjöf og útreikning og framsetningu á ávöxtun lífeyristrygginga. Margt bendir til þess að fjarlægð eftirlitsaðilans og takmarkað regluverk um starfsemi söluumboðanna grafi undan neytendavernd á íslenskum markaði með lífeyrissparnað og að eftirlitið sé í raun í skötulíki.Bjóða upp á sparnað í erlendri mynt Sölumenn erlendra lífeyristrygginga hafa náð töluverðum árangri við sölu lífeyristrygginga á liðnum árum. Að hluta til má rekja árangurinn til þess að margir kjósa að leggja lífeyrissparnað í erlenda sjóði, meðal annars í þeim tilgangi að dreifa áhættu. Eftir afnám fjármagnshafta geta íslenskir lífeyrissjóðir og bankar hins vegar einnig boðið upp á ávöxtunarleiðir sem eru að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldeyri.Tryggja þarf rétt neytenda Yfir 100 þúsund einstaklingar hér á landi eiga lífeyrissparnað (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað og lífeyristryggingar). Bein eign í þessum sparnaði nemur yfir 500 milljörðum króna. Til samanburðar þá eiga um 20 þúsund einstaklingar skráð verðbréf í kauphöll fyrir um 100 milljarða króna. Á síðustu árum hafa stór skref verið stigin við innleiðingu nýs regluverks á sviði verðbréfaviðskipta (MiFID I og II) með það að markmiði að tryggja réttindi verðbréfaeigenda. Ekkert sambærilegt samræmt regluverk nær yfir lífeyrissparnað sem boðið er upp á hér á landi. Til að tryggja rétt neytenda þarf að endurskoða regluverk um lífeyrissparnað og sjá til þess að öll sparnaðarform sem kynnt eru undir merkjum viðbótarlífeyrissparnaðar lúti sömu reglum og sambærilegu eftirliti.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenskalífeyrissjóðsins.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun