Sisi gert kleift að sitja áfram á valdastóli 16. apríl 2019 18:04 Gagnrýnendur segja egypska þingið lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir Sisi forseta. Vísir/EPA Egypskir þingmenn samþykktu að breyta stjórnarskrá landsins í dag til að framlengja núverandi kjörtímabil Abduls Fattah al-Sisi forseta um tvö ár og gera honum kleift að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabils. Tillögur um að veita Sisi frekar völd yfir dómsmálum liggja einnig fyrir þinginu. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Sisi að láta af embætti þegar öðru fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur árið 2022. Breytingarnar sem þingmenn samþykktu í dag lengja núverandi kjörtímabil hans um tvö ár og leyfa honum að bjóða sig aftur fram árið 2024. Hann gæti þannig setið á forsetastóli til 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leggja þarf breytingarnar fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu innan þrjátíu daga. Netsérfræðingar fullyrða að egypsk stjórnvöld hafi lokað aðgangi að tugum þúsunda vefsíðna til að torvelda aðgang að vefsíðu þar sem undirskriftum gegn stjórnarskrárbreytingunum er safnað. Á næstu dögum er búist við því að þingmenn samþykki frumvörp um að festa völd hers landsins enn frekar í sessi og auka völd forsetans. Sisi komst til valda þegar herinn steypti Mohammed Morsi af stóli árið 2013. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins en fyrir valdaránið höfðu mótmæli gegn honum geisað. Sisi var fyrst kjörinn forseti árið 2014. Hann náði endurkjöri með 97% atkvæða í fyrra en helstu andstæðingar hans hættu ýmist við framboð eða voru handteknir. Sem forseti hefur Sisi verið sakaður um berja niður andóf af offorsi og látið handtaka tugi þúsunda manna. Þingið er skipað stuðningsmönnum Sisi og hafa stjórnarandstæðingar sakað það um að vera lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir forsetann. Egyptaland Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Egypskir þingmenn samþykktu að breyta stjórnarskrá landsins í dag til að framlengja núverandi kjörtímabil Abduls Fattah al-Sisi forseta um tvö ár og gera honum kleift að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabils. Tillögur um að veita Sisi frekar völd yfir dómsmálum liggja einnig fyrir þinginu. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Sisi að láta af embætti þegar öðru fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur árið 2022. Breytingarnar sem þingmenn samþykktu í dag lengja núverandi kjörtímabil hans um tvö ár og leyfa honum að bjóða sig aftur fram árið 2024. Hann gæti þannig setið á forsetastóli til 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leggja þarf breytingarnar fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu innan þrjátíu daga. Netsérfræðingar fullyrða að egypsk stjórnvöld hafi lokað aðgangi að tugum þúsunda vefsíðna til að torvelda aðgang að vefsíðu þar sem undirskriftum gegn stjórnarskrárbreytingunum er safnað. Á næstu dögum er búist við því að þingmenn samþykki frumvörp um að festa völd hers landsins enn frekar í sessi og auka völd forsetans. Sisi komst til valda þegar herinn steypti Mohammed Morsi af stóli árið 2013. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins en fyrir valdaránið höfðu mótmæli gegn honum geisað. Sisi var fyrst kjörinn forseti árið 2014. Hann náði endurkjöri með 97% atkvæða í fyrra en helstu andstæðingar hans hættu ýmist við framboð eða voru handteknir. Sem forseti hefur Sisi verið sakaður um berja niður andóf af offorsi og látið handtaka tugi þúsunda manna. Þingið er skipað stuðningsmönnum Sisi og hafa stjórnarandstæðingar sakað það um að vera lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir forsetann.
Egyptaland Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira