Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2019 13:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. Annars vegar sé um að ræða efnislega gagnrýni en hins vegar séu raddir sem ekki séu sáttar við stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Þeir sem safnast hafa saman undir slagorðinu „Orkan okkar" og berjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka Evrópusambandsins spara margir ekki stóru orðin þannig að þeir sem hætta sér fram völlinn til að styðja innleiðinguna telja sér jafnvel ógnað. Þórlindur Kjartansson er einn þeirra en í viðtali við Fréttablaðið segir hann vandann að áhyggjur margra vegna orkupakkans stafi að stórum hluta af rangfærslum og ýkjum sem ekki séu settar fram í heiðarlegum tilgangi, heldur til að sá efasemdarfræjum og tortryggni. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir umræðuna um málið erfiða þar sem ólík sjónarmið og raddir séu í hópi þeirra sem berjist á móti orkupakkanum. Þarna séu raddir sem færi fram eðlilegar athugasemdir um málið. „Og beita fullum rökum í sínum málflutningi eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. En síðan eru þarna líka raddir til viðbótar við þær sem virðast einkum og sér í lagi horfa til málsins sem einhvers konar táknmyndar eða birtingarmyndar um stöðu Íslands í umheiminum og gagnvart Evrópusamvinnunni,“ segir Eiríkur. Síðarnefndi hópurinn setji gagnrýni sína fram að mestu án þess að vísa til efnisatriða þriðja orkupakkans. „Herskáustu aðilarnir í þessum hópi hafa í raun í sínum málflutningi, ef maður tekur bara mið af málflutningi þeirra í þessu máli; þeirra athugasemdir eru miklu frekar við EES samninginn sem slíkan. Áhrif hans á fullveldið og svo framvegis. Fremur en að málflutningur þeirra snúist mjög mikið um lagabálkinn um orkumál,“ segir Eiríkur. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé hins vegar málamiðlun sem brúi ólík sjónarmið þeirra sem vilji að Íslendingar standi að mestu fyrir utan Evrópusamrunan og hinna sem vilji helst að Ísland gangi í Evrópusambandið. Miðað við þróun stjórnmála annars staðar í Evrópu megi auðveldlega sjá fyrir sér að umræðan fari að snúast um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, þótt enginn meirihluti hafi verið fyrir því hingað til að segja samningnum upp. „Það blasir við að það eru margir sem vilja beita málinu. Koma því á einhvern þann stað að það minni okkur á þær umræður sem orðið hafa í kringum Brexit og aðra slíka hópa í Evrópu í samtíma okkar. Sem eru einmitt að efast um þessa tilhögun sem við höfum sett upp. En undirliggjandi eru auðvitað algerir grundvallarhagsmunir allra Íslendinga,“ segir Eiríkur Bergmann. Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. Annars vegar sé um að ræða efnislega gagnrýni en hins vegar séu raddir sem ekki séu sáttar við stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Þeir sem safnast hafa saman undir slagorðinu „Orkan okkar" og berjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka Evrópusambandsins spara margir ekki stóru orðin þannig að þeir sem hætta sér fram völlinn til að styðja innleiðinguna telja sér jafnvel ógnað. Þórlindur Kjartansson er einn þeirra en í viðtali við Fréttablaðið segir hann vandann að áhyggjur margra vegna orkupakkans stafi að stórum hluta af rangfærslum og ýkjum sem ekki séu settar fram í heiðarlegum tilgangi, heldur til að sá efasemdarfræjum og tortryggni. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir umræðuna um málið erfiða þar sem ólík sjónarmið og raddir séu í hópi þeirra sem berjist á móti orkupakkanum. Þarna séu raddir sem færi fram eðlilegar athugasemdir um málið. „Og beita fullum rökum í sínum málflutningi eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. En síðan eru þarna líka raddir til viðbótar við þær sem virðast einkum og sér í lagi horfa til málsins sem einhvers konar táknmyndar eða birtingarmyndar um stöðu Íslands í umheiminum og gagnvart Evrópusamvinnunni,“ segir Eiríkur. Síðarnefndi hópurinn setji gagnrýni sína fram að mestu án þess að vísa til efnisatriða þriðja orkupakkans. „Herskáustu aðilarnir í þessum hópi hafa í raun í sínum málflutningi, ef maður tekur bara mið af málflutningi þeirra í þessu máli; þeirra athugasemdir eru miklu frekar við EES samninginn sem slíkan. Áhrif hans á fullveldið og svo framvegis. Fremur en að málflutningur þeirra snúist mjög mikið um lagabálkinn um orkumál,“ segir Eiríkur. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé hins vegar málamiðlun sem brúi ólík sjónarmið þeirra sem vilji að Íslendingar standi að mestu fyrir utan Evrópusamrunan og hinna sem vilji helst að Ísland gangi í Evrópusambandið. Miðað við þróun stjórnmála annars staðar í Evrópu megi auðveldlega sjá fyrir sér að umræðan fari að snúast um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, þótt enginn meirihluti hafi verið fyrir því hingað til að segja samningnum upp. „Það blasir við að það eru margir sem vilja beita málinu. Koma því á einhvern þann stað að það minni okkur á þær umræður sem orðið hafa í kringum Brexit og aðra slíka hópa í Evrópu í samtíma okkar. Sem eru einmitt að efast um þessa tilhögun sem við höfum sett upp. En undirliggjandi eru auðvitað algerir grundvallarhagsmunir allra Íslendinga,“ segir Eiríkur Bergmann.
Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32
Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00
Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00