Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 14:54 Vaxandi losun frá vegasamgöngum er að miklu leyti vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki þátturinn í þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Vísir/Hanna Íslendingar juku losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum um 2,2% á milli ársins 2016 og 2017. Losun Íslands hefur aukist um þriðjung frá viðmiðunartíma loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og hverfandi líkur er á að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni. Í árlegri losunarskýrslu íslenskra stjórnvalda til loftslagssamningsins (UNFCCC) sem birt var í dag kemur fram að í heildina hafi um 4,7 milljón tonn af koltvísýringsígildum verið losun á Íslandi árið 2017 og var það aukning um 2,5% frá árinu á undan. Það var jafnframt aukning um 32% frá árinu 1990, viðmiðunarári samningsins. Meginástæðurnar fyrir aukningunni var aukin losun frá fólksbílum (10%), málmframleiðslu (3%), kælimiðlum (9%) og frá nytjajarðvegi (6,4%). Inn í þeim tölum er losun frá stóriðju í málmframleiðslu sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Árið 2017 nam sú losun um 39% af heildarlosun á Íslandi og jókst hún um 2,9% á milli ára. Þegar aðeins er litið til þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst losunin um 2,2% frá 2016 til 2017. Frá árinu 2005, viðmiðunarári fyrir skuldbindingar Íslands gagnvart loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins, hefur losunin dregist saman um 5,4%. Af þeirri losun sem snýr beint að íslenskum stjórnvöldum eru vegasamgöngur stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda, 34%. Þar á eftir kemur olíunotkun á fiskiskipum (18%), iðragerjun (10%), losun frá kælimiðlum (7%) og losun frá urðunarstöðum (7%).Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánFerðamannastraumur vegur upp á móti aðgerðum Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ýmsar aðgerðir þegar í gangi til að draga úr losun á Íslandi. Fjölgun ferðamanna undanfarin ár vegi hins vegar upp á móti þeim aðgerðum, ekki síst vegna aksturs. „Við hefðum að öllum líkindum séð meiri samdrátt í losun ef ekki hefði verið þessi mikli fjöldi bíla á vegunum okkar,“ segir hún. Aukin neysla á einnig þátt í vaxandi losun á Íslandi. Elva Rakel segir að hún komi fram í mörgum flokkum losunar, þar á meðal frá landbúnaði og vegna úrgangs. Þá fylgi losunin hagvexti enn að miklu leyti. Þannig sé losunin minni nú en árið 2007 en að hún hafi varið vaxandi síðustu ár. Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til þess að taka þátt í að draga úr losun Evrópusambandsland um 20% árið 2020 miðað við árið 1990 með Kýótóbókunina. Til þess fékk Ísland úthlutað losunarheimildum fyrir um 15 milljónum tonna koltvísýringsígilda. Tölurnar sem voru kynntar í dag benda til þess að Ísland muni þurfa að kaupa viðbótarheimildir fyrir á fjórðu milljón tonna. „Það eru hverfandi líkur á að við stöndumst hana. Við erum búin að vera að bæta í. Það lítur ekki út fyrir að losunarheimildirnar sem okkur var úthlutað dugi okkur“ segir Elva Rakel. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að losun hafi þó dregist saman í framleiðsluiðnaði um 9% og frá urðunarstöðum um 3% á milli áranna 2016 og 2017. Inn í losunartölunum er ekki að finna losun frá flugi og alþjóðasiglingum og heldur ekki losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Íslendingar juku losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum um 2,2% á milli ársins 2016 og 2017. Losun Íslands hefur aukist um þriðjung frá viðmiðunartíma loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og hverfandi líkur er á að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni. Í árlegri losunarskýrslu íslenskra stjórnvalda til loftslagssamningsins (UNFCCC) sem birt var í dag kemur fram að í heildina hafi um 4,7 milljón tonn af koltvísýringsígildum verið losun á Íslandi árið 2017 og var það aukning um 2,5% frá árinu á undan. Það var jafnframt aukning um 32% frá árinu 1990, viðmiðunarári samningsins. Meginástæðurnar fyrir aukningunni var aukin losun frá fólksbílum (10%), málmframleiðslu (3%), kælimiðlum (9%) og frá nytjajarðvegi (6,4%). Inn í þeim tölum er losun frá stóriðju í málmframleiðslu sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Árið 2017 nam sú losun um 39% af heildarlosun á Íslandi og jókst hún um 2,9% á milli ára. Þegar aðeins er litið til þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst losunin um 2,2% frá 2016 til 2017. Frá árinu 2005, viðmiðunarári fyrir skuldbindingar Íslands gagnvart loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins, hefur losunin dregist saman um 5,4%. Af þeirri losun sem snýr beint að íslenskum stjórnvöldum eru vegasamgöngur stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda, 34%. Þar á eftir kemur olíunotkun á fiskiskipum (18%), iðragerjun (10%), losun frá kælimiðlum (7%) og losun frá urðunarstöðum (7%).Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánFerðamannastraumur vegur upp á móti aðgerðum Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ýmsar aðgerðir þegar í gangi til að draga úr losun á Íslandi. Fjölgun ferðamanna undanfarin ár vegi hins vegar upp á móti þeim aðgerðum, ekki síst vegna aksturs. „Við hefðum að öllum líkindum séð meiri samdrátt í losun ef ekki hefði verið þessi mikli fjöldi bíla á vegunum okkar,“ segir hún. Aukin neysla á einnig þátt í vaxandi losun á Íslandi. Elva Rakel segir að hún komi fram í mörgum flokkum losunar, þar á meðal frá landbúnaði og vegna úrgangs. Þá fylgi losunin hagvexti enn að miklu leyti. Þannig sé losunin minni nú en árið 2007 en að hún hafi varið vaxandi síðustu ár. Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til þess að taka þátt í að draga úr losun Evrópusambandsland um 20% árið 2020 miðað við árið 1990 með Kýótóbókunina. Til þess fékk Ísland úthlutað losunarheimildum fyrir um 15 milljónum tonna koltvísýringsígilda. Tölurnar sem voru kynntar í dag benda til þess að Ísland muni þurfa að kaupa viðbótarheimildir fyrir á fjórðu milljón tonna. „Það eru hverfandi líkur á að við stöndumst hana. Við erum búin að vera að bæta í. Það lítur ekki út fyrir að losunarheimildirnar sem okkur var úthlutað dugi okkur“ segir Elva Rakel. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að losun hafi þó dregist saman í framleiðsluiðnaði um 9% og frá urðunarstöðum um 3% á milli áranna 2016 og 2017. Inn í losunartölunum er ekki að finna losun frá flugi og alþjóðasiglingum og heldur ekki losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira