Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 10:39 Hafísinn á Beringshafi hefur verið með minnsta móti í vetur sem hefur verið einstaklega hlýr í Alaska. AP/Marc Lester Óvenjuleg hlýindi í Alaska í vetur og byrjun vors leiddu til þess að mikilvægar ár þar þiðnuðu fyrr en nokkru sinni áður. Árnar eru mikilvægar samgönguæðar fyrir íbúa að vetri til og gleðjast þeir því lítt yfir snemmbúnu vori. Ísinn á Tanana-ánni, þverá Júkonfljóts, í borginni Nenana inni í miðju Alaska brotnaði endanlega upp skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Borgarbúar hafa veðjað um hvenær áin þiðnar í rúma öld og hefur það aldrei gerst nærri því eins snemma og í ár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 1998 og 1940 gerðist það 20. apríl. Kuskokwim-áin í Bethel í suðvesturhluta Alaska þiðnaði á föstudag, rúmri viku fyrr en fyrra met. Að meðaltali hafi árnar hrist af sér ísinn um viku fyrr frá því á 7. áratugnum. Frumbyggjar á svæðinu nýta sér árnar til samgangna enda er vegasamgöngum ábótavant. Nú þegar árnar þiðna fyrr en áður þurfa íbúarnir að reiða sig í auknum mæli á dýrar flugsamgöngur. Ísinn er einnig orðin ótraustur fyrr en áður. Þannig fórust fjórir þegar farartæki þeirra féllu í gegnum ísinn á Kuskokwim-ánni í síðasta mánuði. Veturinn í Alaska var óvenjuhlýr og var útbreiðsla hafíss á Beringshafi í lægstu lægðum. Hitamet var slegið í ríkinu í mars og er það tengt þeim loftslagsbreytingum af völdum manna sem nú eiga sér stað á jörðinni. „Þetta er bara önnur vísbending um hvernig Alaska er að hlýna,“ segir Brian Brettschneider, loftslagsvísindamaður við Alþjóðlegu norðurskautsrannsóknamiðstöð Alaska-háskóla. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Óvenjuleg hlýindi í Alaska í vetur og byrjun vors leiddu til þess að mikilvægar ár þar þiðnuðu fyrr en nokkru sinni áður. Árnar eru mikilvægar samgönguæðar fyrir íbúa að vetri til og gleðjast þeir því lítt yfir snemmbúnu vori. Ísinn á Tanana-ánni, þverá Júkonfljóts, í borginni Nenana inni í miðju Alaska brotnaði endanlega upp skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Borgarbúar hafa veðjað um hvenær áin þiðnar í rúma öld og hefur það aldrei gerst nærri því eins snemma og í ár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 1998 og 1940 gerðist það 20. apríl. Kuskokwim-áin í Bethel í suðvesturhluta Alaska þiðnaði á föstudag, rúmri viku fyrr en fyrra met. Að meðaltali hafi árnar hrist af sér ísinn um viku fyrr frá því á 7. áratugnum. Frumbyggjar á svæðinu nýta sér árnar til samgangna enda er vegasamgöngum ábótavant. Nú þegar árnar þiðna fyrr en áður þurfa íbúarnir að reiða sig í auknum mæli á dýrar flugsamgöngur. Ísinn er einnig orðin ótraustur fyrr en áður. Þannig fórust fjórir þegar farartæki þeirra féllu í gegnum ísinn á Kuskokwim-ánni í síðasta mánuði. Veturinn í Alaska var óvenjuhlýr og var útbreiðsla hafíss á Beringshafi í lægstu lægðum. Hitamet var slegið í ríkinu í mars og er það tengt þeim loftslagsbreytingum af völdum manna sem nú eiga sér stað á jörðinni. „Þetta er bara önnur vísbending um hvernig Alaska er að hlýna,“ segir Brian Brettschneider, loftslagsvísindamaður við Alþjóðlegu norðurskautsrannsóknamiðstöð Alaska-háskóla.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58