Barátta við stórfisk í Brunná Karl Lúðvíksson skrifar 15. apríl 2019 09:14 Stórfiskurinn úr Brunná Mynd: G. Orri Rósenkranz Brunná á sinn fasta hóp aðdáenda en í þessari fallegu á geta legið ansi stórir fiskar. G. Orri Rósenkranz var þar við veiðar fyrir skemmstu og komst að því á eigin raun að það er aldrei að vita hversu stór fiskur tekur fluguna. Þeim félögum gekk vel við veiðar og sendu okkur smá sögu af þeirri baráttu sem var háð við urriðar sem er líklega 12-13 pund miðað við þær stærðartölur sem við fengum og eins af myndinni að dæma. Við óskum honum til lukku með þennan flotta fisk."Mættum í Brunná í töluverðu roki og 11°. Fengum strax tökur og fljótlega voru komnir 3 urriðar á land. Eftir nokkurn dauðann tíma hjá öllum tók stór fiskur og eftir nokkra baráttu slitnaði 18 punda taumurinn. Svekkelsi! Nýr 30punda taumur var settur undir og haldið ofan í á ný.Eftir að hafa barið ánna árangurslaust í svolítinn tíma var kominn tími að fara á annað svæði. Í síðasta kastinu tók annar dreki og sá slapp ekki. 20min barátta tók við með rokum og miklu stressi að hann myndi ná að losa. Kom nokkru sinnum vel uppúr og loksins á land. Reyndist vera 78cm að lengd og 51cm að ummáli. Nokkrir smærri urriðar sýndu sig það sem eftir lifði dags og samtals tók hollið 16 Urriða á 3 vöktum." Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði
Brunná á sinn fasta hóp aðdáenda en í þessari fallegu á geta legið ansi stórir fiskar. G. Orri Rósenkranz var þar við veiðar fyrir skemmstu og komst að því á eigin raun að það er aldrei að vita hversu stór fiskur tekur fluguna. Þeim félögum gekk vel við veiðar og sendu okkur smá sögu af þeirri baráttu sem var háð við urriðar sem er líklega 12-13 pund miðað við þær stærðartölur sem við fengum og eins af myndinni að dæma. Við óskum honum til lukku með þennan flotta fisk."Mættum í Brunná í töluverðu roki og 11°. Fengum strax tökur og fljótlega voru komnir 3 urriðar á land. Eftir nokkurn dauðann tíma hjá öllum tók stór fiskur og eftir nokkra baráttu slitnaði 18 punda taumurinn. Svekkelsi! Nýr 30punda taumur var settur undir og haldið ofan í á ný.Eftir að hafa barið ánna árangurslaust í svolítinn tíma var kominn tími að fara á annað svæði. Í síðasta kastinu tók annar dreki og sá slapp ekki. 20min barátta tók við með rokum og miklu stressi að hann myndi ná að losa. Kom nokkru sinnum vel uppúr og loksins á land. Reyndist vera 78cm að lengd og 51cm að ummáli. Nokkrir smærri urriðar sýndu sig það sem eftir lifði dags og samtals tók hollið 16 Urriða á 3 vöktum."
Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði