Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. apríl 2019 12:57 Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. Nokkur börn séu í sömu stöðu og dóttir Hrannar, að fá ekki skólavist, og hafa ekki verið í skóla mánuðum saman því ekki sé hægt að koma til móts við þarfir þeirra. Aðspurð hvað vantar upp á segir Sigrún að það vanti meiri þekkingu og ráðgjöf, fleiri fagstéttir inn í skólana og betri aðstöðu fyrir einhverf börn. „Þekkingin er í raun og veru til staðar. Það sem við höfum lengi bent á að vanti er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun,“ segir Sigrún. Um væri þjónustu sem væri veitt frá greiningu og ævina á enda þar sem börn, foreldrar, skólinn og aðrir gætu fengið ráðgjöf til að geta veitt þjónustu við hæfi.Ekki unni samkvæmt samningum um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna „Skólinn á að fá ráðgjöf frá félagsþjónustunni, þar eiga að vera starfandi sérfræðingar. En þegar einhverfa er annars vegar þá þarf fólk með einhverfu þekkingu og mikla þekkingu því einhverfa er mjög fjölbreytt, hver einstaklingur er einstakur og þarf þjónustu út frá sínum þörfum. Það er ekki hægt að setja þessi börn í kassa þannig að þetta þarf að vera á allt öðrum „basis“ en almenn ráðgjöf er. Á flestum félagsþjónustuskrifstofum er þessi þekking ekki til staðar eða þá hún er mjög brotakennd,“ segir Sigrún. Hún segist þekkja dæmi þess að börn gangi ekki í skóla vegna þess að þau fái ekki viðeigandi þjónustu og séu þá heima við sem þýði að foreldarnir geti ekki stundað vinnu. „Þetta eru mannréttindabrot. Þarna er ekki verið að vinna samkvæmt samningum um til dæmis réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Þetta er háalvarlegt mál.“ Sigrún segir að hún mynda vilja sjá skólana færa um að taka á móti þessum börnum eins og öllum öðrum börnum. „Þau eiga rétt á menntun við hæfi í sínu nærumhverfi. Það þarf að byggja upp þá aðstöðu út frá húsnæði og þekkingu til að það sé hægt.“ Nokkrar sérdeildir eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir einhverf börn en Sigrún segir að ekki passi öll börn þar inn auk þess sem þar séu ekki næg pláss. „Þetta snýst um að veita einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir Sigrún sem hvetur ráðmenn, kennara og allar aðrar fagstéttir til þess að fara og sjá heimildarmyndina um konur á einhverfurófinu sem Einhverfusamtökin gerðu en hún er núna sýnd í Bíó Paradís. „Þar kemur mjög skýrt fram hvers lags misrétti og þjónustuleysi þessar konur hafa búið við.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. Nokkur börn séu í sömu stöðu og dóttir Hrannar, að fá ekki skólavist, og hafa ekki verið í skóla mánuðum saman því ekki sé hægt að koma til móts við þarfir þeirra. Aðspurð hvað vantar upp á segir Sigrún að það vanti meiri þekkingu og ráðgjöf, fleiri fagstéttir inn í skólana og betri aðstöðu fyrir einhverf börn. „Þekkingin er í raun og veru til staðar. Það sem við höfum lengi bent á að vanti er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun,“ segir Sigrún. Um væri þjónustu sem væri veitt frá greiningu og ævina á enda þar sem börn, foreldrar, skólinn og aðrir gætu fengið ráðgjöf til að geta veitt þjónustu við hæfi.Ekki unni samkvæmt samningum um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna „Skólinn á að fá ráðgjöf frá félagsþjónustunni, þar eiga að vera starfandi sérfræðingar. En þegar einhverfa er annars vegar þá þarf fólk með einhverfu þekkingu og mikla þekkingu því einhverfa er mjög fjölbreytt, hver einstaklingur er einstakur og þarf þjónustu út frá sínum þörfum. Það er ekki hægt að setja þessi börn í kassa þannig að þetta þarf að vera á allt öðrum „basis“ en almenn ráðgjöf er. Á flestum félagsþjónustuskrifstofum er þessi þekking ekki til staðar eða þá hún er mjög brotakennd,“ segir Sigrún. Hún segist þekkja dæmi þess að börn gangi ekki í skóla vegna þess að þau fái ekki viðeigandi þjónustu og séu þá heima við sem þýði að foreldarnir geti ekki stundað vinnu. „Þetta eru mannréttindabrot. Þarna er ekki verið að vinna samkvæmt samningum um til dæmis réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Þetta er háalvarlegt mál.“ Sigrún segir að hún mynda vilja sjá skólana færa um að taka á móti þessum börnum eins og öllum öðrum börnum. „Þau eiga rétt á menntun við hæfi í sínu nærumhverfi. Það þarf að byggja upp þá aðstöðu út frá húsnæði og þekkingu til að það sé hægt.“ Nokkrar sérdeildir eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir einhverf börn en Sigrún segir að ekki passi öll börn þar inn auk þess sem þar séu ekki næg pláss. „Þetta snýst um að veita einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir Sigrún sem hvetur ráðmenn, kennara og allar aðrar fagstéttir til þess að fara og sjá heimildarmyndina um konur á einhverfurófinu sem Einhverfusamtökin gerðu en hún er núna sýnd í Bíó Paradís. „Þar kemur mjög skýrt fram hvers lags misrétti og þjónustuleysi þessar konur hafa búið við.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36