Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 10:30 Cristiano Ronaldo skorar hér markið sitt á móti Ajax í gær. AP/Martin Meissner Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. Cristiano Ronaldo er nú kominn með sautján marka forskot á Lionel Messi eftir markið á móti Ajax en Messi náði ekki að skora á Old Trafford á sama tíma. Breska ríkisútvarpið velti því fyrir sér í samantekt um þá félaga hvort Messi nái einhvern tímann þessu meti Cristiano Ronaldo. Ronaldo er enn fremur líklegur til að bæta það enn frekar áður en Meistaradeildarævintýri hans líkur á þessari leiktíð. Ronaldo á mjög mörg Meistaradeildarmet og vill örugglega eiga markametið. Eitt flottasta metið hans er þó að skora miklu miklu fleiri mörk en næsti maður í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar eða með öðrum orðum í leikjunum sem skipta öllu máli.Can Lionel Messi match Cristiano Ronaldo's #ChampionsLeague record? Here's the story so farhttps://t.co/cjz6Sa3PXt#UCLpic.twitter.com/Tvmk3Xs0XR — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019Cristiano Ronaldo hefur skorað 125 mörk í 161 leik í Meistaradeildinni. Fyrsta markið hans kom sem leikmaður Manchester United 10. april 2007 og það síðasta, í bili, kom á Johan Cruyff Arena í gær, nákvæmlega tólf árum síðar. Ronaldo er kominn með fimm Meistaradeildarmörk í átta leikjum á þessu tímabili en mest hefur hann skorað 17 mörk á einu Meistaradeildartímabili sem var 2013-14 tímabilið með Real Madrid. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum þar af þrjú síðustu ár. Messi skoraði meira en Ronaldo í Meistaradeildinni framan af ferlinum og var sem dæmi kominn með þrettán marka forskot eftir 2011-12 tímabilið. Eftir að Meistaradeildar-Cristiano komst á flug með Real Madrid þá hefur Messi „setið“ aðeins eftir. Messi er nú kominn með 108 mörk í 132 Meistaradeildarleikjum. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu árum en Messi hefur unnið hana fjórum sinnum, síðast árið 2015. Ronaldo er þremur árum eldri en Messi og Argentínumaðurinn ætti því að eiga ár inni til að vinna upp forskot Portúgalans. Messi er líka enn með betra markahlutfall, hefur skorað 0,83 mörk í hverjum Meistaradeildarleik á móti 0,77 frá Ronaldo. Ef Ronaldo skorar ekki fleiri mörk í Meistaradeildinni á ferlinum og Messi heldur áfram að skora tæpt mark í leik þá ætti sá argentínski að ná 125 mörkum í riðlakeppninni á 2020-21 tímabilinu þá 33 ára gamall. Það er ekki ómögulegt fyrir Lionel Messi að ná markametinu af Cristiano Ronaldo en sá portúgalski má þá ekki bæta mörgum mörkum við í vetur eða á næstu tímabilum. Það er þó líklegast að Ronaldo sitji sem fastast í hásæti Meistaradeildarinnar um ókomna tíð.0.84 - Cristiano Ronaldo has averaged a higher goals per 90 ratio in the UEFA Champions League KO stages than he has in the Group Stage (0.78). Conversely, Lionel Messi averages a much higher goal ratio within the Group Stage compared to the KO stages. Comparison. pic.twitter.com/c60xpT905M — OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. Cristiano Ronaldo er nú kominn með sautján marka forskot á Lionel Messi eftir markið á móti Ajax en Messi náði ekki að skora á Old Trafford á sama tíma. Breska ríkisútvarpið velti því fyrir sér í samantekt um þá félaga hvort Messi nái einhvern tímann þessu meti Cristiano Ronaldo. Ronaldo er enn fremur líklegur til að bæta það enn frekar áður en Meistaradeildarævintýri hans líkur á þessari leiktíð. Ronaldo á mjög mörg Meistaradeildarmet og vill örugglega eiga markametið. Eitt flottasta metið hans er þó að skora miklu miklu fleiri mörk en næsti maður í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar eða með öðrum orðum í leikjunum sem skipta öllu máli.Can Lionel Messi match Cristiano Ronaldo's #ChampionsLeague record? Here's the story so farhttps://t.co/cjz6Sa3PXt#UCLpic.twitter.com/Tvmk3Xs0XR — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019Cristiano Ronaldo hefur skorað 125 mörk í 161 leik í Meistaradeildinni. Fyrsta markið hans kom sem leikmaður Manchester United 10. april 2007 og það síðasta, í bili, kom á Johan Cruyff Arena í gær, nákvæmlega tólf árum síðar. Ronaldo er kominn með fimm Meistaradeildarmörk í átta leikjum á þessu tímabili en mest hefur hann skorað 17 mörk á einu Meistaradeildartímabili sem var 2013-14 tímabilið með Real Madrid. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum þar af þrjú síðustu ár. Messi skoraði meira en Ronaldo í Meistaradeildinni framan af ferlinum og var sem dæmi kominn með þrettán marka forskot eftir 2011-12 tímabilið. Eftir að Meistaradeildar-Cristiano komst á flug með Real Madrid þá hefur Messi „setið“ aðeins eftir. Messi er nú kominn með 108 mörk í 132 Meistaradeildarleikjum. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu árum en Messi hefur unnið hana fjórum sinnum, síðast árið 2015. Ronaldo er þremur árum eldri en Messi og Argentínumaðurinn ætti því að eiga ár inni til að vinna upp forskot Portúgalans. Messi er líka enn með betra markahlutfall, hefur skorað 0,83 mörk í hverjum Meistaradeildarleik á móti 0,77 frá Ronaldo. Ef Ronaldo skorar ekki fleiri mörk í Meistaradeildinni á ferlinum og Messi heldur áfram að skora tæpt mark í leik þá ætti sá argentínski að ná 125 mörkum í riðlakeppninni á 2020-21 tímabilinu þá 33 ára gamall. Það er ekki ómögulegt fyrir Lionel Messi að ná markametinu af Cristiano Ronaldo en sá portúgalski má þá ekki bæta mörgum mörkum við í vetur eða á næstu tímabilum. Það er þó líklegast að Ronaldo sitji sem fastast í hásæti Meistaradeildarinnar um ókomna tíð.0.84 - Cristiano Ronaldo has averaged a higher goals per 90 ratio in the UEFA Champions League KO stages than he has in the Group Stage (0.78). Conversely, Lionel Messi averages a much higher goal ratio within the Group Stage compared to the KO stages. Comparison. pic.twitter.com/c60xpT905M — OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira