Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:00 Magic Johnson talar við blaðamenn í nótt. AP//Mark J. Terrill Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. Það hefur gengið mikið á hjá Los Angeles Lakers í vetur en þetta útspil Magic kom samt flestum á óvart. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég grét áður en ég kom hingað,“ sagði Magic Johnson þegar sagði frá brottför sinni fyrir síðasta heimaleik Lakers liðsins á tímabilinu sem var á móti Portland Trail Blazers í nótt. Hann lét framkvæmdastjórann vita af þessu áður en hann talaði við blaðamenn.'I'm free, my love': The best bites from Magic's stunning resignation https://t.co/BDIv0hJhbLpic.twitter.com/im4vcgMHMs — ESPNLosAngeles (@ESPNLosAngeles) April 10, 2019„Þetta er erfitt þegar þú elskar félag eins mikið og ég elska þetta félag. Þetta er efitt þegar ég elska manneskju eins mikið og ég elska Jeanie [Buss]. Ég vil ekki valda henni vonbrigðum,“ sagði Magic. Hann sagðist ekki hafa sagt Jeanie Buss frá þessu áður fyrst þar sem hann var hræddur við að hún myndi sannfæra hann um að vera áfram. Erfiðir tímar hjá Lakers í vetur sá hins vegar til þess að Magic Johnson líður eins og hann sé að sleppa út úr prísund. „Ég vil fara aftur að hafa gaman af lífinu. Ég vil verða aftur hinn sami og ég var áður en ég tók að mér þetta starf,“ sagði Magic.Earvin, I loved working side by side with you. You’ve brought us a long way. We will continue the journey. We love you https://t.co/ofmQl6BtBz — Jeanie Buss (@JeanieBuss) April 10, 2019Allt fór í rugl hjá Los Angeles Lakers í vetur þegar félagið reyndi að skipta hálfu liðinu til New Orleans Pelicans fyrir Anthony Davis. Ekki einu sinni LeBron James gat kveikt aftur neistann og liðið var ekki lengi að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina. Síðustu fréttir frá Lakers er síðan að það líti ekki vel út með það að LeBron James fái aðra súðerstjörnu til sín og orðspor hans sjálfs og félagsins hafa beðið hnekki. Lakers liðið vann aðeins 37 leiki í vetur, tveimur leikjum meira en tímavbilið á undan. Félagið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Rachel Nichols á ESPN tók við Magic í nótt NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. Það hefur gengið mikið á hjá Los Angeles Lakers í vetur en þetta útspil Magic kom samt flestum á óvart. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég grét áður en ég kom hingað,“ sagði Magic Johnson þegar sagði frá brottför sinni fyrir síðasta heimaleik Lakers liðsins á tímabilinu sem var á móti Portland Trail Blazers í nótt. Hann lét framkvæmdastjórann vita af þessu áður en hann talaði við blaðamenn.'I'm free, my love': The best bites from Magic's stunning resignation https://t.co/BDIv0hJhbLpic.twitter.com/im4vcgMHMs — ESPNLosAngeles (@ESPNLosAngeles) April 10, 2019„Þetta er erfitt þegar þú elskar félag eins mikið og ég elska þetta félag. Þetta er efitt þegar ég elska manneskju eins mikið og ég elska Jeanie [Buss]. Ég vil ekki valda henni vonbrigðum,“ sagði Magic. Hann sagðist ekki hafa sagt Jeanie Buss frá þessu áður fyrst þar sem hann var hræddur við að hún myndi sannfæra hann um að vera áfram. Erfiðir tímar hjá Lakers í vetur sá hins vegar til þess að Magic Johnson líður eins og hann sé að sleppa út úr prísund. „Ég vil fara aftur að hafa gaman af lífinu. Ég vil verða aftur hinn sami og ég var áður en ég tók að mér þetta starf,“ sagði Magic.Earvin, I loved working side by side with you. You’ve brought us a long way. We will continue the journey. We love you https://t.co/ofmQl6BtBz — Jeanie Buss (@JeanieBuss) April 10, 2019Allt fór í rugl hjá Los Angeles Lakers í vetur þegar félagið reyndi að skipta hálfu liðinu til New Orleans Pelicans fyrir Anthony Davis. Ekki einu sinni LeBron James gat kveikt aftur neistann og liðið var ekki lengi að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina. Síðustu fréttir frá Lakers er síðan að það líti ekki vel út með það að LeBron James fái aðra súðerstjörnu til sín og orðspor hans sjálfs og félagsins hafa beðið hnekki. Lakers liðið vann aðeins 37 leiki í vetur, tveimur leikjum meira en tímavbilið á undan. Félagið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Rachel Nichols á ESPN tók við Magic í nótt
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira